Fréttablaðið - 21.05.2020, Page 14
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Áslaug Arna
lagði sömu-
leiðis ríka
áherslu á að
takmarkanir
eins og þær
sem verið
hafa megi alls
ekki festast í
sessi.
Nýsköpun á
sér nefnilega
stað í öllum
greinum en
hana þarf að
rækta eins og
annað.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld hafa unnið vel saman á tímum kórónuveirunnar og þar hafa sóttvarnasjónarmið verið höfð að leiðarljósi. Hinn yfirvegaði og farsæli sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, hefur sagt að stjórnvöld hafi ekki beitt hann
þrýstingi þegar hann lagði fram erfiðar og misvin
sælar tillögur. Það er vel og sömuleiðis er lán að
sóttvarnalæknir skuli gera sér glögga grein fyrir því
að koma verður atvinnulífinu aftur í gang. Opnun
landamæra landsins er vitanlega stór þáttur í að það
takist.
Það er ekki hægt að lifa í ótta. Nú ríkir hins vegar
ákveðin hneigð til einangrunar og sumir vilja
viðhalda henni, hafa landið lokað og hleypa sem
fæstum inn. Það er engin lausn á vandanum. Margt
bendir til að við munum þurfa að lifa með kórónu
veirunni í nokkurn tíma. Þá þarf að takast á við það
verkefni og það verður ekki gert með harkalegri og
langri lok lok og læs stefnu. Sú leið skilar fjöldaat
vinnuleysi, gjaldþrotum, andlegum veikindum
og niðurbroti. Við búum í samfélagi og eigi það að
þrífast þarf að vera atvinnuuppbygging og sam
gangur meðal manna.
Aðgerðir hér á landi hafa verið mildar miðað við
það sem tíðkast í mörgum öðrum löndum þar sem
fólki hefur vikum saman verið meinað að fara úr
húsi nema til að sækja brýnustu nauðsynjar. Ekki
vilja allir lúta slíkri frelsisskerðingu og víða hefur
komið til mótmæla. Greina má ákveðna hneigð
til að f lokka þá mótmælendur alla sem hægri
öfga sinna, Trumpista eða vandræðagemlinga.
Heldur er það ódýr afgreiðsla. Það er ekki hægt að
ætlast til að fólk taki stórfelldri frelsissviptingu
í lengri tíma af þolgæði. Það þarf að sjá ljós við
enda ganganna en ef það kemur ekki auga á annað
en ráðleysi yfirvalda þá mótmælir jafnvel þol
inmóðasta fólk kröftuglega. Það eru skiljanleg og
eðlileg viðbrögð. Fólki á ekki að standa á sama um
eigin mannréttindi.
Höft og takmarkanir hafa ríkt hér á landi,
blessunarlega þó í minni mæli en í f lestum öðrum
löndum. Sætta má sig við slík höft í einhvern tíma
en alls ekki til frambúðar. Íslenskir stjórnmálamenn
hafa engan veginn lagt nægilega mikla áherslu á
þetta. Kannski finnst þeim ekki við hæfi að tala
um mikilvægi frelsis einstaklingsins á tímum þegar
fólki er ráðlagt að halda sig í fjarlægð frá öðrum.
Það má ekki fara svo að frelsisskerðing þyki nán
ast sjálfsagt og eðlilegt viðbragð við erfiðu ástandi.
Það var því beinlínis upplífgandi að hlusta nýlega
á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörns
dóttur, í Silfrinu á RÚV, tala af festu og ákveðni um
mikilvægi þess að standa vörð um frelsi fólks. Áslaug
Arna lagði sömuleiðis ríka áherslu á að takmarkanir
eins og þær sem verið hafa megi alls ekki festast í
sessi. Fleiri stjórnmálamenn mættu tala á þennan
hátt. Þeir gera það samt ekki margir, sannarlega
ekki á vinstri væng stjórnmálanna. Stundum þarf
einfaldlega að treysta á Sjálfstæðismenn. Alls ekki
oft – en samt stundum.
Frelsið
Síðustu mánuði höfum við upplifað nýjan veruleika sem hefur einkennst af aðgerðum til að stemma stigu við COVID19. Vinnumenn
ingin breyttist þegar vinnustaðirnir f luttust inn
á heimilin og tæknivæðing skóla átti sér stað á
nokkrum vikum, sem annars hefði eflaust tekið
einhver ár. Lykillinn að árangrinum hefur byggst á
samstöðu þjóðarinnar og skilningi á mikilvægi sam
stöðunnar. Aðgerðirnar hafa hins vegar bæði falið í
sér takmarkanir á okkar daglega lífi og á ákveðnum
mannréttindum, eins og ferðafrelsi og frelsi til
atvinnu. Önnur lönd hafa gengið umtalsvert lengra,
t.d. með útgöngubanni. Á heimsvísu höfum við svo
séð himnana lokast. Og lönd lokast.
Ein stærsta spurningin núna er hvað við ætlum
að gera þegar þessum aðgerðum linnir. Einhverjar
þessara breytinga eru nefnilega komnar til að
vera, aðrar augljóslega ekki en um aðrar vitum
við ekki. Verkefnin eru stór og þá skiptir máli að
stjórnmálin fái tíma til að svara þessari spurningu,
þannig að leiðirnar sem verða fyrir valinu byggi
á niðurstöðu pólitískrar umræðu. Umræðan er
aldrei mikilvægari. Fókusinn er sem stendur á
efnahagsaðgerðum. Atvinnulífið okkar byggir á
fáum stoðum og þegar þær verða fyrir höggi verða
af leiðingarnar alvarlegar. Þess vegna er það ekki
bara hjal að tala fyrir nýsköpun, háskólamenntun
og rannsóknum og að þora að veðja á skapandi
greinar. Fjölbreyttara atvinnulíf er lykillinn að því
að verjast áföllum og hluti af því að sækja fram.
Nýsköpun í ferðaþjónustunni reyndist okkur t.d.
dýrmæt eftir hrun. Nýsköpun á sér nefnilega stað
í öllum greinum en hana þarf að rækta eins og
annað.
Samhliða þessu þarf að rýna breytingarnar sem
hafa orðið á okkar daglega lífi og vera meðvituð um
þýðingu mannréttinda. Samstaða þjóðarinnar hefur
haft allt um góðan árangur að segja. Markmiðið
var skýrt. Nú reynir á samstöðuna um að frelsi og
lýðræði verði kjarni viðreisnar þjóðarinnar, en ekki
fjötrar.
Þegar himnarnir opnast
Þorbjörg
Sigríður
Gunnlaugsdóttir
þingmaður Við-
reisnar
Re-branding
Það þarf ýmislegt að hafa
gengið á áður en viðurkennd
vörumerki ráðast í „re-brand-
ing“. Mörg kunnugleg nöfn er að
finna á lista yfir umsækjendur
um hinar og þessar stjórnunar-
stöður hjá hinu opinbera. Vekur
það óneitanlega athygli þegar
umsækjandi, sem nýbúið er að
reka með hávaða frá opinberu
batteríi, er skyndilega byrj-
aður að nota millinafnið sitt á
umsóknir. Er bara tímaspurs-
mál hvenær fornafnið verður að
bókstaf með punkti og enginn
getur lagt saman tvo og tvo.
Lokaþáttur
Lokaþáttur af hinni geysi-
vinsælu COVID-Höll verður
sýndur á mánudag og má með
sanni segja að þjóðin standi
á öndinni. Lýkur þessu með
óræðum hætti líkt og The Sopr-
anos, með allsherjar blóðbaði
eins og Game of Thrones eða
var þetta kannski allt saman
bara draumur Björns Inga, eins
og hjá Bobby Ewing í Dallas?
Eftirvæntingin er gríðarleg og
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru allar ídýfur nema
með lauk uppseldar hjá Voga.
Þáttaröðin gæti þó vel átt sér
framhaldslíf því Netf lix og
Hulu ku nú berjast um dreif-
ingarréttinn og aðalleikararnir
byrjaðir að þreifa fyrir sér með
spinoff.
arib@frettabladid.is
kristinnhaukur@frettabladid.is
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN