Fréttablaðið - 21.05.2020, Qupperneq 28
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Auðar Lindu Zebitz
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Hrafnistu Mánateig fyrir góða umönnun.
Ólafur Kristinsson
Ásta Ólafsdóttir
Kristinn Guðni Ólafsson Ingunn Ingimarsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir Erlingur Bótólfsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristín Björnsdóttir
Hraunbæ 77,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
laugardaginn 16. maí síðastliðinn.
Útför hennar verður gerð frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 13.00.
Haukur Jóhannesson Sif Jónasdóttir
Björn Hákon Jóhannesson Rannveig Gunnarsdóttir
Pétur Jóhannesson Gróa Gunnarsdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir Gunnar Líkafrón Benediktsson
Guðmundur Bjarki Jóhannesson
Hilmir Bjarki Jóhannesson Íris Rögnvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín,
Ingibjörg Ólafsdóttir
Breiðvangi 3, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi 18. maí.
Útförin auglýst síðar.
Ólafur Björnsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Marín Kristjánsdóttir
áður til heimilis að Neðstutröð 8
í Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í
Garðabæ 2. maí sl. Útför hennar verður
gerð frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.00.
Katrín G. Torfadóttir Bragi Jónsson
Kristján G. Torfason Bára Benediktsdóttir
Björn Torfason Soffía Guðjónsdóttir
Gunnar Torfason
Gauti Torfason Kristín Birna Angantýsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ragnheiður Þórðardóttir
Básbryggju 51, Reykjavík,
lést föstudaginn 15. maí.
Útförin verður gerð frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 25. maí
klukkan 15.00.
Magnús Hjálmarsson
Halldóra Magnúsdóttir
Lára Magnúsardóttir
Grímur Jónsson Svana Björk Hjartardóttir
Magnús Helgason Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir
Helgi Helgason
Solveig Karlsdóttir Adam Hoffritz
Þórður Roth Íris Katrín Barkardóttir
Karl Dietrich Roth Karlsson
og barnabarnabörn.
Þetta hafðist,“ sagði Krist-mundur Dagsson, verktaki á Egilsstöðum, eftir að hafa náð þeim áfanga á þremur dögum að ryðja veginn milli Héraðs og Mjóafjarðar
sem hafði verið lokaður síðan í byrjun
desember. Hann veit ekki nákvæmlega
hversu leiðin var löng en giskar á sjö til
tíu kílómetra. „Ég fór um tvo kílómetra
í gær og komst eiginlega þá yfir það
versta, snjórinn var víða fjórir og hálfur
til fimm metrar á þykkt.“
Kristmundur vinnur hjá sjálfum sér
og á hjólaskófluna sem ber snjóblásar-
ann en sá er í eigu Vegagerðarinnar. „Ég
sé um að moka Vatnsskarðið yfir á Borg-
arfjörð eystri yfir veturinn og hef vélina
þar en sótti hana í þetta verkefni,“ segir
hann og kveðst hafa sinnt því nokkrum
sinnum áður enda viti hann nokkurn
veginn hvernig landið liggi. „Svo er það
spurning um að finna veg. Stikurnar ná
ekki upp úr fönninni nema á stöku stað
svo þetta snýst um að þreifa fyrir sér og
giska.“
Snjórinn er niðurbarinn og Krist-
mundur kveðst skafa hann niður. „Ég
tek hann í lögum, svona eins og hálfs
metra þykkt í einu, þannig að þetta er
tímafrekt þó það hafi gengið ágætlega.
Það hefur verið skínandi veður, sólskin
en kalt. Ég bara sest inn í vélina þegar ég
byrja og er þar þangað til ég kem heim,
nenni ekkert að taka matar-eða kaffi-
tíma, borða bara samlokuna meðan ég
er að vinna. Nota tímann.“ Skyldi hann
hafa séð eitthvað kvikt í náttúrunni,
kom krummi kannski að taka út fram-
kvæmdina? „Nei, ég hef ekkert séð
krumma núna, er hann þó vanur koma
þegar maður er einhvers staðar á heið-
um. En ég hef séð nokkra smáfugla og
margar nýlegar hreindýraslóðir.“
Bílstjórar sjá víða skammt fram fyrir
sig í snjógöngunum sem Kristmundur
var að gera og geta lent í að þurfa að
bakka dálítið á næsta útskot, að hans
sögn. „Kosturinn er sá að það eru ekki
margir á ferðinni. Ef laust fagna Mjó-
firðingar samt opnuninni, hún er mán-
uði seinna en í fyrra.“ Nú á hann eftir að
breikka alla leiðina. „Hún er bara ein
breidd núna með smá útskotum, þann-
ig að hægt sé að víkja annað slagið. Það
tekur svona tvo daga að breikka veginn
þar sem hægt er, býst ég við,“ lýsir hann.
„Snjódýptin er auðvitað sú sama og í
fyrri umferðinni en nú þarf ég ekki að
leita að veginum.“
gun@frettabladid.is
Spurning um að finna veg
Viss tímamót á þessu vori urðu í gær þegar verktakinn Kristmundur Dagsson náði að
opna veginn til Mjóafjarðar eftir veturinn. Það var um mánuði seinna en í fyrra.
Þessi mynd var tekin 19. maí. Þarna er Kristmundur kominn í gegnum það versta og sér niður í Mjóafjörð. MYNDIR/ARI
Eina myndin sem náðist af Kristmundi sem leit undan um leið og hann sá í hvað stefndi!
Merkisatburðir
1502 - Portúgalar uppgötva eyjuna Sankti Helenu.
1904 Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) er stofnað í
París.
1927 Charles Lindbergh lendir flugvél sinni á Le Bourget-
flugvelli við París og er þar með fyrstur til að fljúga einn
yfir Atlantshaf.
1983 Safn Ásmundar Sveins-
sonar er formlega opnað við
Sigtún í Reykjavík.
1991 Rajiv Gandhi, fyrr-
verandi forsætisráðherra Ind-
lands, er skotinn til bana.
1994 Sturla Friðriksson leggur til að Íslendingar velji
holtasóley sem þjóðarblóm.
Ég bara sest inn í vélina þegar
ég byrja og er þar þangað til ég
kem heim, nenni ekkert að taka
matar- eða kaffitíma, borða
bara samlokuna meðan ég er að
vinna. Nota tímann.
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT