Fréttablaðið - 21.05.2020, Side 40
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
GRILL-
MATURINN
ELSKAR
Gleðilegt sumar!
COLLAB
ÁSTARALDIN &
LÍMÓNU 330 ML
249
KR/STK
756 KR/L
Thomasar
Möller
BAKÞANKAR
COVID hefur kennt okkur ýmislegt. Meðal annars að kunna betur að meta litlu
málin. Eins og að fara á kaffihús,
spjalla saman, að fá að knúsa okkar
nánustu aftur og fara í sund. En við
getum líka lært að meta betur það
sem er í nærumhverfinu okkar.
Hér á landi getum við aukið hlut
nærumhverfisins í neyslu okkar.
Við getum til dæmis knúið alla
bíla landsins með eigin orku …
„Búrfellsbensíni“. Um 80% af græn-
meti er innf lutt. Við getum hæglega
framleitt þetta allt hér á landi með
lækkun raforkuverðs til græn-
metisbænda. Þurfum við endilega
að borða paprikur sem eru komnar
þrettán þúsund kílómetra frá
Chile eða tómata sem hafa ferðast á
Sagaclass frá Californíu?
Alifuglabú landsins gætu fram-
leitt alla innanlandsþörfina með
hreinasta fuglakjöti í heimi. Svo
getum við hætt að senda offram-
leiðslu á kindakjöti með f lugi til
Kína og borðað það heima!
Víða í Evrópu hreykja veitinga-
staðir sér af því að bjóða hráefni
úr nærumhverfinu. Í stórborgum
er verið að setja upp grænmetis-
framleiðslu í gámum, á húsþökum,
í görðum og jafnvel í tómum
bílastæðahúsum. Þannig minnka
f lutningar og varan er ferskari.
Fólk um heim allan er líka hvatt til
að ferðast minna til fjarlægra landa
og meira innanlands. Við þurfum
ekki að fara til Víetnams til að spila
golf eða til Balí á baðströnd.
Um allan heim eru fyrirtæki að
stytta aðfangakeðjuna sem leiðir til
þess að vörur og íhlutir í framleiðslu
verða í auknum mæli framleiddar
innanlands. Í COVID-ástandinu
þurftu margar verksmiðjur að loka
vegna hluta sem stöðvuðust á leið
sinni um heiminn og voru fram-
leiddir á fjarlægum stöðum.
Lítum okkur nær. Snúum okkur
að nærumhverfinu okkar hvað
varðar orku, mat, ferðalög og …
knús!
Nærandi
nærumhverfi
BÆTTU HLAUPASTÍLINN
Meiri árangur, meiri gleði
HLAUPAGREINING
NÝTT!