Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 26
Kæfisvefn er ansi dulinn vandi og er alls ekki bundinn við það að glíma við of þyngd, þó það sé algengara hjá slíkum ein- staklingum. Svo er það líka mýta að maður þurfi að hrjóta eða draga ýsur veru- lega og jafnvel fara í öndunarstopp til að svo sé. Þeir sem glíma við dagsyfju eða orkuleysi og hafa ekki fengið góða skýringu á þeim einkennum, ættu að hugleiða skimun fyrir kæfisvefni. Önnur einkenni eru hausverkur að morgni, einbeitingarskortur, aukin svitamyndun að nóttu og jafnvel skert kynhvöt. Þá er til mikils að vinna að skima hreinlega fyrir þessum sjúkdómi, þar sem hann er í raun sjálfstæður áhættuþáttur fyrir hjarta- og æða- sjúkdómi, háþrýstingi auk hjart- sláttartruflana. Það er auðvelt að skoða og meta hvort þú glímir við kæfisvefn. Í fyrsta lagi notast læknirinn við spurningalista og fer í gegnum skoð- un og mat á sjúklingi. Greiningin fer þó fram með því að sofa með tæki sem nemur hrotur, hreyfingar, öndunartíðni, hjartslátt, súrefnis- mettun og fall hennar að næturlagi. Slík tæki eru býsna nákvæm og verulega hjálpleg. Þeir sem grein- ast með kæfisvefn þurfa að skoða sérstaklega hvort það er eitthvað í þeirra lífsstíl, umhverfi og atferli sem getur ýtt undir hann og losa sig við það. Í sumum tilvikum dugir það eitt og sér, en svo eru til bitgómar, ýmsar aðgerðir eru einn- ig framkvæmdar en í mjög mörgum tilvikum þarf að nota vél að nóttu til að sofa með, sem heldur ákveðnum þrýstingi á öndunarveginum og þar með súrefnismettun. Ef þú ert í vafa láttu þá prófa þig! Ertu með kæfisvefn? Kæfisvefn er alls ekki bundinn við þá sem glíma við ofþyngd. Það að fá hausverk getur verið alveg ferlega vont en f lest ok kar kannast v ið það. Algengasta formið á slíku er spennuhöfuðverkur, sem umlykur höfuðið eins og belti og getur skap- að ýmis önnur óþægindi. Vöðvabólga er stór áhrifaþáttur í myndun höfuðverkja. Sérstaklega á það við einstaklinga sem vinna einhæfa skjávinnu, eða eru búnir að lenda í forskaða, líkt og áverka á háls og herðar sem algengt er í aftanákeyrslum svo dæmi sé tekið. Verulega getur reynt á þá sem fá reglu lega og tíða höfuðverki og er mígr eni þar frægast og er skilgreint sem stingandi, púlserandi verkur, sem er iðulega á sama staðnum endur tekið, yfirleitt öðrum megin í höfðinu. Það skapar samhliða mikil óþægindi, eins og ljós- eða hljóð- fælni, ógleði og jafnvel uppköst. Þessi sjúkdómur kemur í köstum og getur staðið allt frá nokkrum klukkustundum upp í marga daga í svæsnustu tilvikum og veldur iðu- lega verulegri röskun á lífi þeirra sem við hann glíma. Sumir fá fyrirvara á köstum og geta þá brugðist við með lyfjagjöf áður en kastið verður óbærilegt, aðrir eru ekki svo heppnir. Nauð- synlegt er að greina mígrenið og útiloka aðrar orsakir höfuðverkja. Mikið er rætt um triggeringar eða útleysara á verkjaköstin og hafa þar verið talin upp atriði líkt og svefn- leysi, streita, föstur og ofát, áfengi, kaffi, ostar, krydd, breytingar á umhverfisþáttum, eins og veður, mikil sól, lykt, ilmvatn og svo vita- skuld hormónabreytingar sem og lyf. Hver og einn lærir á sitt mígreni og er í þeim anda að forðast þætti sem geta skapað köstin. Það er þó ekki hægt að öllu leyti og þarf þá að vera hægt að grípa til meðferðar sem rýfur hausverkjakastið. Venjuleg verkjalyf eins og Para- cetamol geta virkað ágætlega en oftsinnis þarf blöndu af lyfjum og er þá bætt við bólgueyðandi lyfjum eins og Íbúprófeni. Blöndur af þessum lyfjum auk koffíns eru algengar víða en í f lest- um tilvikum þurfa mígrenisjúk- lingar virkari lyf og eru þá triptan- lyf iðulega fyrsta val. Þá er í sumum tilvikum nauð- synlegt að nota jafnvel morfínskyld efni, en þau ætti að forðast í lengstu lög. Ýmis lyf eru til og þá bæði í formi töflu- eða úða, eða sem stungulyf. Sumir nota lyf sem fyrirbyggjandi meðferð og hefur verið horft í nokkra f lokka lyfja, þar með talin blóðþrýstilyf, f logaveikilyf, þung- lyndislyf og svo auðvitað í sprautu- formi bótox, fyrir þá sem eru með mjög slæmt mígreni sem ekki svarar meðferð. Fyrir utan lyfin er nauðsynlegt að halda sig við rútínu, drekka vel af vatni, sofa nægjanlega mikið og hreyfa sig reglulega, sem eru ráð sem henta við öllum sjúkdómum. En varðandi mígreni eru þau sérstaklega mikilvæg til að draga úr tíðni kasta auk þess að stunda slökun. Hausverkurinn Reglulegir og tíðir hausverkir reyna á og er mígreni þar algengast. Viðkomandi eiga í vissum vanda með að nema umhverfi sitt og eiga sam-skipti við annað fólk og myndast mynstur sem geta verið býsna ósveigjanleg. Þá eru þau oft á skjön við það sem samfélag viðkomandi upplifir og þannig skapast talsverður munur á væntingum og upplifun og viss togstreita, sem hefur aftur veruleg áhrif á líf og líðan einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Við könnumst f lest við það sem kallast samfélagsleg norm hegðunar og þess sem við væntum almennt frá öðrum í kringum okkur. Þetta getur skapað aðlögunarvanda ein- staklinga sem glíma við þessar rask- anir og truf la alla hlutaðeigandi. Það er þó býsna algengt að sá sem er veikur geri sér jafnvel ekki almenni- lega grein fyrir trufluninni, þar sem hegðun og gjörðir hans eru honum eðlilegar. Oftast koma þessar raskanir fram á unglingsárum eða jafnvel fyrr og geta þær verið mjög afgerandi. En engu að síður eru til vægari form þar sem einstaklingurinn hefur ágæta hæfni og truf lunin er lítil. Oft versna einkenni með aldri og greiningin kemur þá ekki fyrr en löngu síðar. Röskunum skipt í hópa Þessum persónuleikaröskunum er skipt upp í nokkra hópa ef kalla má og er fyrst að telja þær sem byggja á ákveðnum aðsóknar- eða ofsóknarhugmyndum (paranoid). Þar sem viðkomandi finnur fyrir nær stöðugu vantrausti og grun- semdum, án ástæðu, um að aðrir muni gera honum mein, eða koma á hann höggi hvers konar, maki muni halda, eða sé að halda fram hjá og ýmiss konar áhyggjur. Þetta skapar lélega sjálfsmynd og óöryggi sem kemur fram með ýmsum hætti. Nokkur frekari form eru til, svokölluð schizoid og schizo- typal, sem flokka má með þeim fyrri og hafa ákveðin sérkenni tómleika og þess að vilja ekki tengjast öðrum, auk mjög sveiflukenndrar líðanar og skapofsakasta. Tenging við sérstaka hegðun, klæðaburð, hugmyndir og fleira, koma hér einnig fram. Aðrar persónuleikaraskanir, sem byggja á andfélagslegri hegðun, lygum, stuldi, ofbeldi, lélegri hvata- stjórnun og ítrekuðum vandræðum, eru vel þekktar. Þá eru kannski einna algengastar svokallaðar „bor- derline“ raskanir, sem má líkja við að séu á rófi einkenna óöryggis, hvata- hegðunar, skyndiákvarðana og mikilla skapsveiflna, jafnvel sjálfs- vígshugsana og einnig áhyggjum af því að verða ein eða yfirgefin. Talað er um 10 mismunandi gerðir persónuleikaraskana sem hafa allar sín sérkenni, líkt og að ofan er talið, sem þó geta blandast saman og verið flókið að átta sig á nákvæmri sjúk- dómsmynd. Dramatísk hegðun og mikil áhrifagirni auk talsverðra sveif lna í skapi, ákvörðunum og gildum er í histrionískum röskunum meginlínan. Á meðan sjálfsánægju- röskun (narcisstic) sýnir fyrst og fremst brenglað innsæi á eigið ágæti og getu, auk hroka. Það má nefna þá sem glíma við fælni sem megininntak vandans og að forðast fólk, mannamót, vinnu- staði og jafnvel nána vini og fjöl- skyldu. Þá eru þeir sem eru of háðir öðrum og geta með engu móti séð fyrir sér að vera einir eða að geta séð sér farborða. Þessir aðilar fara strax í samband eftir sambandsslit svo dæmi sé tekið. Að lokum eru það þeir sem glíma við þráhyggju og áráttu, sem stóran hluta af hegð- unar- og samskiptavanda sínum, stífir og þverir, nískir og með mikla fullkomnunaráráttu. Sérvitringar og erfiðir Að þessu sögðu er ljóst að það þarf töluverða lagni við greiningu og nálgun, auk meðferðar. Þeir aðilar sem glíma við slíkar raskanir, hvert sem megininntak þeirra er, eru oft og tíðum vel virkir einstaklingar, sem gengur ágætlega að fóta sig í gegnum lífið. Sumir voru kallaðir sérvitringar á sínum tíma, eða erf- iðir, og er ljóst að ekki eru allir í þörf fyrir meðferð. Það er ákveðið róf í þessum röskunum, og spurning hversu afgerandi áhrif á líf og líðan viðkomandi einstaklings og hans fjölskyldu þær hafa. Ástæður eru arf bundnar og umhverfisþættir á mótunarárum eru lykilatriði, að talið er, í þróun slíkra sjúkdóma. Áfengis- og vímu- efnavandi getur haft áhrif. Greiningarferlið fer fram fyrst og fremst með sögutöku og skoðun. Engar sértækar rannsóknir eru greinandi í raun og veru og lúta blóð- og myndgreiningarrannsóknir fyrst og fremst að því að útiloka aðra sjúkdóma. Meðferðin er margvísleg frá því að vera mjög lítil og fyrst og fremst stuðningur, yfir í þunga lyfja- meðferð auk sálfræði- og geðlæknis- hjálpar, eins og eðlilegt er miðað við flækju og alvarleika hvers máls og einstaklings fyrir sig. Persónuleikaraskanir Persónuleikaraskanir falla undir geðsjúkdóma og eru býsna margvíslegar, en í grunninn má segja að þeim sé sameiginlegt að þar fara saman truflanir á hugsun, hegðun og virkni. Persónuleikaraskanir koma oftast fram á unglingsárum eða jafnvel fyrr og versna einkennin sem geta verið mjög afgerandi oft með aldri. MYND/GETTY Óeðlilegt <90% Lágt 90-95% Eðlilegt 95-100% Svona áttu að metta súrefni Teitur Guðmundsson læknir SUMIR VORU KALLAÐIR SÉRVITRINGAR Á SÍNUM TÍMA, EÐA ERFIÐIR, OG ER LJÓST AÐ EKKI ERU ALLIR Í ÞÖRF FYRIR MEÐFERÐ. 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.