Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 39
Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir öflugum sérfræðingi sem hefur víðtæka þekkingu á fjármálum og rekstri fyrirtækja og hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Mun viðkomandi bera ábyrgð á úrlausn samkeppnismála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins auk þess að koma að og greina og fylgjast með fjárhagsstöðu fyrirtækja í teymisvinnu. Starf sérfræðings hjá Samkeppniseftirlitinu Helstu verkefni • Ábyrgð á úrlausnum samkeppnismála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins • Greining á fjárhagsstöðu fyrirtækja • Eftirlit og greining markaða • Rannsóknir og gagnavinnsla • Skýrslu- og álitsgerðir • Miðlun þekkingar á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja • Samskipti við hagsmunaaðila Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða öðru námi sem nýtist í viðkomandi starfi • Sérhæfing á sviði fjármála eða endurskoðunar er kostur • Gott vald á notkun hugbúnaðar við greiningar og úrvinnslu gagna • Reynsla af samkeppnismálum er kostur • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna • Hæfni í samskiptum og geta til að vinna undir álagi • Færni til að tjá sig í ræðu og riti • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 2. júní nk. Sótt er rafrænt um starfið á www.starfatorg.is. Með umsókninni þarf að fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá. Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita Steingrímur Ægisson, verkefna- og teymisstjóri, (steingrimur@samkeppni.is) og Karítas Jónsdóttir, rekstrarstjóri, (karitas@samkeppni.is) í síma 585-0700. Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Vísindi á vakt Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Nánari upplýsingar um Veðurstofu Íslands má finna á vedur.is Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í tvö spennandi störf: Snjóflóðasérfræðingur á Eftirlits- og spásviði Á sviðinu starfa rúmlega 50 starfsmenn við ýmis störf er leika lykilhlutverk í íslensku samfélagi þegar kemur að eftirliti, vöktun og þjónustu vegna náttúruvár og veðurs. Viðkomandi er hluti af samstilltu teymi sérfræðinga ofanflóðavöktunar Veðurstofunnar, sem er í nánu samstarfi meðal annars við snjóathugunarfólk víðsvegar um landið og veðurfræðinga á vakt. Sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats á Úrvinnslu-og rannsóknasviði Á sviðinu starfa rúmlega 50 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknaverkefni er tengjast veður- og loftslagsrannsóknum, ofanflóðum, jökla-, vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum. Viðkomandi yrði hluti af teymi 10 sérfræðinga á fagsviði ofanflóða. Hópurinn vinnur meðal annars að hættumati, vöktun og rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðum. Ef þú hefur áhuga á að vinna í samstilltu teymi sérfræðinga sem sinnir mikilvægum og krefjandi verkefnum þegar kemur að eftirliti, vöktun, rannsóknum og þjónustu vegna náttúruvár og veðurs, þá skaltu kynna þér störfin á Starfatorginu – starfatorg.is en þar eru að finna nánari upplýsingar og hæfniskröfur sem gerðar eru. Umsóknafrestur er til og með 2. júní, 2020. – sem sinna eftirliti, vöktun, rannsóknum og þjónustu vegna ofanflóða TVÖ STÖRF Í ÖFLUGU TEYMI SÉRFRÆÐINGA Gildi Veðurstofunnar eru þekking áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.