Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 70
Siglufjörður er einn fallegasta bær landsins og býður upp á fjölda möguleika til útivistar, afþreyingu og menningu. Sundlaugin í Ólafsfirði er tilvalin fyrir fjölskyldur jafnt sem aðra. Fjöllin á Trölla- skaga geyma einhver hæstu fjöll Norðurlands, sem heilla marga fjallagarpa. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Fjalla-byggðar, segir möguleikana á afþreyingu og útivist í sveitar- félaginu ótæmandi. „Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð þar sem fegurð fjalla og fjarða er stórfengleg og möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, í golf, sjósund, sjóbretti, kajak, sæþotur, eða slakað á í rómuðum bæjarkjörnunum. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð.“ Stórbrotin náttúra Linda segir Héðinsfjarðargöngin, sem opnuð voru árið 2010, hafa gert það að verkum að nú sé auð- veldara að ferðast um svæðið, nokkuð sem ferðamenn hafa nýtt sér. „Ferðamannastraumur til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hefur aukist umtalsvert eftir að Héðins- fjarðargöng voru opnuð, en með tilkomu þeirra er nú aðeins um 15 mínútna akstur á milli þessara byggðakjarna, sem mynda sveitar- félagið Fjallabyggð.“ Þetta hafi opnað fyrir nýjan heim möguleika. „Með tilkomu Héðinsfjarðarganga er Tröllaskagi orðinn ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn, enda hefur hann upp á margt að bjóða; stórbrotna náttúru, fjölbreyttar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf og mikla afþreyingarmöguleika.“ Það sé nóg um að vera hvað afþreyingu snertir. „Í Fjallabyggð eru tveir níu holu golfvellir og tvær sundlaugar, þar af er önnur útisundlaug, heitir pottar, setlaug, vaðlaugar og tvær rennibrautir.“ „Í Héðinsfirði hefur verið komið upp upplýsingaskiltum um sögu fjarðarins og eru ferðalangar hvattir til að nota tækifærið á ferð sinni og hafa þar viðdvöl, Fjallabyggð tekur vel á móti þér Í stórbrotnu landslagi Fjallabyggðar má finna fjölbreyttar gönguleiðir um fjöll og dali og njóta einstaks útsýnis í kyrrð og ró. Þá eru afþreyingarmöguleikar spennandi og nánast ótæmandi. Hver fær staðist svo fagurskap- aða og girnilega nestisstund með fjölskyldu og vinum í ís- lenskri náttúru? MYND/GETTY Ensk teboð eru fínasta fínt og því ekki að slá upp fáguðum nestistíma í anda Englendinga, dúka nestisborð eða leggja fallegan dúk á grasbala og tína til fagran borðbúnað og ómótstæðilegan veislukost og skapa ógleymanlegar minningar? Sjáið bara myndirnar fyrir ykkur, til að sýna á samfélags- miðlum og eiga í framtíðinni! Enskar samlokur og lekkert sæta- brauð er frábært fingurfæði sem er auðvelt fyrir ferðalanga á öllum aldri að stinga upp í sig og njóta undir berum himni. Skorpan er vanalega skorin af brauðinu til að samlokurnar líti sem best út fyrir augað. Munnbitarnir eru bornir fram með tei, kaffi eða jafnvel freyðivíni, til að skála í fyrir góðra vina fundum og fagurri náttúru. Hér eru hugmyndir að enskum te samlokum sem gleðja munn og maga: n Gúrkusamlokur eru einna þekktastar í enska teboðinu. Notið franskbrauð í samloku­ gerðina og skerið skorpuna af. Smyrjið með graslaukssmjöri og þunnt skornum gúrkusneiðum. Einnig má setja svolítið af ferskum myntulaufum ofan á gúrkuna. n Samloka með reyktum laxi er yfirleitt borin fram á stakri rúgbrauðssneið með dilli og sýrðum rjóma. Sumir kjósa að nota majónes í stað sýrða rjómans og aðrir vilja krydd­ smjör á brauðið, en einnig er afbragðsgott að smyrja brauðið með rjómaosti undir laxinn. n Eggjasalat er vinsælt álegg á enskar samlokur. Margar útgáfur eru til af eggjasalati, sem oftast samanstendur af harðsoðnum eggjum, majónesi, dijonsinnepi, dilli, steinselju, salti og pipar. Oftar en ekki er það sett á heilhveitibrauð, sem hefur verið smurt með gras­ laukssmjöri og með skorinni papriku og dilli sem aukaáleggi. n Aðrar hefðbundnar enskar tesamlokur eru með skinku og osti, roast beef, geitaosti og fíkjum, hnetusmjöri og sultu, prosciutto­skinku, brie og epla­ sneiðum, kjúklingasalati og túnfisk salati með kapers eða selleríi. n Samlokurnar eru bornar fram á fallegum kökudiskum á hæðum, þar sem einnig má finna sitt­ hvað sætt í gogginn, eins og sítrónumúffur, enskar skonsur til að smyrja með rjómaosti og aldinmauki, og litlar ávaxta­ bökur með rjóma eða jarðar­ berjahlaupi. Gerum ferðalagið að fögru ævintýri Á ferð um landið er ómissandi að finna sér fagran áningarstað og taka upp gómsætt nesti til að maula í guðs grænni náttúrunni. Þar kemur ensk teboð inn sem óvænt og spennandi upplifun. njóta náttúrunnar og fræðast um þennan eyðifjörð.“ Þá nýtur Fjallabyggð ákveðinn- ar sérstöðu. „Sem nyrsta byggð á landinu er Fjallabyggð með betri stöðum til að njóta miðnætur- sólarinnar. Hamingja á fjöllum Annað sem er bæði sérstakt og eftirsóknarvert við Fjallabyggð, eru að sjálfsögðu ægifögur fjöll. „Fjöllin á Tröllaskaga geyma einhver hæstu fjöll Norðurlands, sem heilla marga fjallagarpa. Fjölmargar fallegar og spennandi gönguleiðir eru í kringum Siglu- fjörð, Ólafsfjörð og Héðinsfjörð,“ segir Linda. „Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði og varnargarðurinn við Hornbrekku í Ólafsfirði hafa vakið mikla athygli fyrir góða hönnun, þeir falla vel að náttúrunni og eru göngustígar á þeim flestum og henta vel til útivistar.“ Gönguleiðakort er bæði að finna á heimasíðu bæjarfélagsins, sem og í upplýsingamiðstöðvum Fjalla- byggðar. Blómlegt menningarlíf Það er ekki bara náttúran sem er gróskumikil í Fjallabyggð, en þar er að finna fjölda veitingastaða og áhugaverðra safna. „Í Fjallabyggð er blómlegt menningarlíf. Fjöldi veitingahúsa og gistimöguleikar miklir. Söfnin okkar og setrin, gallerí og lista smiðjur sem enginn má láta vera að skoða, en þar má nefna söfn sem flestir þekkja eins og Síldarminjasafnið á Siglufirði, Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, Pálshús í Ólafsfirði, sem hýsir ein- stakt náttúrugripasafn, og Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.“ Fyrir alla fjölskyld una Þá eru börnin að sjálfsögðu ekki undanskilin. „Börnunum ætti ekki að leiðast í Fjalla byggð en hér er að finna afþreyingu fyrir alla aldurs- hópa. Svört sandfjaran heillar marga krakkana, gönguferðir á snjóflóðavarnargarðana, ganga í Hvanneyrarskál er auðveld fyrir litla fætur og útsýnið stórkost- legt þegar upp er komið. Hægt er að fara á hestbak, spila minigolf, dorga á bæjarbryggjunni, eða leyfa börnunum að gleyma stað og stund í stórkostlegum söfnum og setrum og kíkja á ævintýraheim- inn í skógræktinni á Siglufirði, en skógurinn okkar er sannkölluð náttúruperla sem býður upp á rat- leiki, góða grillaðstöðu og margt f leira sem gerir góða fjölskyldu- stund gulli betri.“ Linda hvetur fjölskyldufólk til að kynna sér upplýsingar um afþrey ingu og námskeið í Fjallabyggð. „Á heimasíðu Fjalla- byggðar er meðal annars að finna upplýsingar um sumarnámskeið, þar sem mörg þeirra eru opin öllum börnum. Í Fjallabyggð er líka að finna tvær frábærar sund- laugar, ærslabelgi, góð leiksvæði og margt, margt f leira. Hér ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Sjá nánar á: fjallabyggd.is / visit­ trollaskagi.is 12 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RFERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.