Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 76
Rannsakendur í Kanada segja að ákveðnar gerðir CBD geti gagnast gegn COVID-19. Ágúst Bent er hér staddur á Húsavík en hann ferðast nú um landið við tökur á nýjum sjónvarpsþætti . Tónlistar- og þáttagerðar-maðurinn Ágúst Bent á afmæli í dag, 23. maí. „Ég heiti Ágúst Bent Sigbertsson og er – hanging in there–“ Bent vinnur um þessar mundir að tökum á nýjum sjónvarpsþætti. „Þetta er þáttur fyrir Stöð 2, framleiddur af 101 og ég er að leikstýra. Hann fjallar um tvo 101 hipstera sem komast að því hvað er að vera alvöru Íslendingur, þegar þeir reyna að komast hring- inn í kringum Ísland á engu nema þrautseigjunni. Raunveruleika- þáttur með Joey Christ og Bibbu (úr þáttunum Gym). Þeir eru sem sagt með engan aur og varla farang- ur og þurfa að vinna fyrir öllu, þar meðtöldum mat og gistingu.“ Ertu mikið afmælisbarn? „Já, ég held alltaf upp á þetta. Hélt líka upp á hálf afmælin í nokkur ár þangað til ég fattaði hvað ég var að vera pirrandi.“ Hvernig hyggstu eyða afmælis- deginum? „Ég er bara hálfnaður með hringinn þegar þetta er skrifað, en reikna með því að fá þar býflugna stungur í afmælisgjöf. Ég er nú þegar mjög sólbrenndur sem verður til þess að stungurnar sjást minna en svíða meira (ég var stunginn á Spáni sem barn).“ Hvernig leggst hækkandi aldur í þig? „Þetta er ekkert svo slæmt. En ég viðurkenni að væri frekar til í að vera 25,“ segir Bent sem fagnar 37 ára afmæli sínu í dag. Ekki svo slæmt en frekar til í að vera 25 ára Rannsakendur í Lethbridge-háskólanum í Kanada segja að ákveðnar gerðir af CBD geti gert það 70% erfiðara fyrir COVID-19 veiruna, að komast inn í frumur líkamans. Það er vegna virkni þeirra á sérstök prótein í líkamanum, sem vírusinn notar til að ráðast á hann. CTV sagði frá. Rannsakendurnir, Olga og Igor Kovalchuk, segja að það sé til mikið af gögnum um gagn- semi kannabis í baráttunni gegn ýmsum kvillum og að þegar COVID-19 faraldurinn hófst, hafi þau farið að skoða gögnin sín í leit að einhverju sem gæti komið að gagni í baráttunni gegn sjúkdómnum. Þau segja að mögulega væri hægt að fram- leiða púst, munnskol og fleiri vörur sem gætu gagnast gegn COVID-19 úr þessum gerðum af CBD. Þau leggja áherslu á að það sé ekki sama hvaða CBD sé notað, heldur skipti máli að það komi úr þeim örfáu gerðum kannabis sem hafa reynst áhrifaríkar. Þrátt fyrir að vera unnin úr kannabis innihalda þessi efni mjög lágt hlutfall af THC, sem er aðalefnið í kannabis sem veldur vímu. Þau geta því ekki valdið neinni vímu og rannsakendurnir segja að þetta sé náttúrulega vara án aukaverkana. Segja CBD virka gegn COVID-19 Fátt er yndislegra en angan af blómstrandi sumarblómum. Tveggja stafa hitatölur eru farnar að sjást og þá fer að verða óhætt að setja sumar- blóm í potta og beð. Flest sumarblóm blómstra meira ef þau eru á sólríkum stað. Gætið þess að plönturnar séu vel rakar áður en þeim er plantað og setjið ekki mikinn áburð í sumar- blómabeð, en þó smávegis. Allar plöntur þurfa næringu og gott er að gefa sumarblómunum blómakraft. Hreinsið burt öll visin blóm strax til að tryggja meira blóm- skrúð, annars leggur plantan orku sína í að mynda fræ. Blómlegri tilvera 12% LUMAR ÞÚ Á STÓRFRÉTT? Sendu okkur þá fréttaskot í gegnum frettabladid.is. Þú nnur hlekkinn undir blaði dagsins eða á slóðinni www.frettabladid.is/frettaskot. Greiðum 5.000 kr. fyrir fréttina ef hún birtist í Fréttablaðinu og 10.000 kr. ef hún birtist á forsíðu blaðsins! – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.