Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 2
Veður Norðaustan 3-10 m/s og að mestu skýjað en bjartviðri um vestan- vert landið. Gengur í norðan 8-15 í kvöld, en 15-23 m/s undir Vatna- jökli. Rigning eða slydda með köflum austan til á landinu, annars þurrt. Hiti 5 til 16 stig yfir daginn. SJÁ SÍÐU 38 Veðurlagsins blíða SAMFÉLAG Hin ellefu ára gamla Brynhildur Lára Hrafnsdóttir, eða Lára eins og hún er oftast kölluð, ákvað að fara öðruvísi leið til að safna fyrir sérútbúnum bíl fyrir hjólastól, en hún auglýsti eftir 500 krónum „sem fólk væri hætt að nota“ eins og hún orðar það sjálf. Lára er með sjaldgæfan ólækn- andi erfðasjúkdóm sem heitir NF1. Fjölskyldan hefur staðið fyrir f leiri söfnunum í gegnum tíðina en margar hindranir hafa verið á vegi Láru. Foreldrar Láru, Margrét Grjetarsdóttir og Hrafn Óttarsson, lýsa henni sem miklum mannvini og einstakri stelpu. „Hún hefur gengið í gegnum mjög mikið og enginn endir í sýn. Hún er alblind frá haustinu 2014. Hún er með átta æxli sem vitað er um og eru fimm þeirra í höfðinu, eitt á hrygg og eitt í hvoru læri,“ segir Margrét, en auk þess er hún með ADHD og ódæmigerða einhverfu sem er fylgifiskur sjúkdómsins. Fyrir um það bil ári hrakaði Láru mikið, hún varð mjög máttfarin í hægri hlið líkamans og hefur þurft að nota hjólastól frá þeim tíma. Fjölskyldan ákvað að setja sig í samband við fyrirtæki sem útbýr sérsniðna bíla fyrir hjólastóla og hófst þar með ferli í gegnum sænska almannatryggingakerfið. Strangar reglur gilda um kaup á slíkum bíl og þrátt fyrir að fá styrk, þarf fólk að mestu að fjármagna kaupin sjálf. „Þetta er mjög erfið aðstaða, að endalaust þurfa að kalla á hjálp frá utanaðkomandi aðilum. Við vonum bara að fólk skilji hvern- ig þetta er,“ segja foreldrar Láru. Ákveðið var að söfnun Láru færi í að kaupa bílinn, en að sögn foreldr- anna hefur söfnunin gengið vonum framar. „Ég veit ekki hvað hægt er að segja svo fólk átti sig á því sem bær- ist um í huga manns af þakklæti,“ segir Margrét en næsta skref er að safna fyrir útborgun í húsnæði. „Eftir að bíllinn er kominn þá munum við halda áfram að stefna á húsnæði. Það myndi breyta svo miklu fyrir Láru og ekki bara það heldur gætum við aðlagað hús- næðið að öllum hennar þörfum. Svo söfnunin mun halda áfram.“ Nánar er rætt við foreldra Láru á frettabladid.is og þar má einnig nálgast upplýsingar um söfnunina.  fanndis@frettabladid.is Safnar 500 krónum fyrir sérútbúnum bíl Lára safnar nú fyrir sérútbúnum bíl fyrir hjólastóla og hefur auglýst eftir 500 krónum sem fólk er hætt að nota. Lára er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og þarf að nota hjólastól. Fjölskyldan segir söfnunina hafa gengið vonum framar. Lára er með sjaldgæfan, ólæknandi erfðasjúkdóm. Meira á frettabladid.is COVID-19 Á mánudaginn mega 200 manns koma saman eftir 50 manna hámarks samkomufjölda sem gilt hefur frá 16. mars, þegar ný aug- lýsing heilbrigðisráðherra um sam- komutakmarkanir tekur gildi. Samkvæmt auglýsingunni má opna líkamsræktarstöðvar á ný, með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði. Þá verður öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum heimilt að hafa opið til klukkan 23. Tveggja metra reglan breytist þannig að til að vernda viðkvæma hópa ber þjónustuveitendum að tryggja rými fyrir þá sem kjósa að halda slíkri fjarlægð áfram. – aá Landinn kemst loks í ræktina Svandís Svavars- dóttir heilbrigð- isráðherra. VIÐSKIPTI Icelandair Group stefnir að því að hlutafjárútboð félagsins fari fram í lok júnímánaðar. Tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að auka hlutafé um allt að þrjá- tíu milljarða króna að nafnvirði var samþykkt samhljóða á hluthafa- fundi félagsins í gær. Stefnt er að því að nýtt hlutafé geti numið á bilinu 150 til 200 milljónum dala, eða allt að 29 millj- örðum króna, og að útboðið fari fram í kjölfar þess að samkomulag náist við helstu haghafa flugfélags- ins. Má í því sambandi nefna f lug- freyjur og f lugþjóna félagsins, lán- veitendur, leigusala og aðra birgja, stjórnvöld og bandaríska f lug- vélaframleiðandann Boeing. Skili samningar árangri verði lýsing fyrir hlutafjárútboðið í kjölfarið gefin út og kynningar fyrir fjárfesta haldnar á dögunum 16. til 22. júní og gert ráð fyrir að hlutafjárútboðið fari fram á dögunum 29. júní til 2. júlí. Í kynningu kemur fram að við- ræður Icelandair Group við kröfu- hafa gangi út á endurskipulagningu skulda og er í því sambandi meðal annars nefnt greiðsluhlé og breyt- ingar á lykilskilmálum. Þess má geta að sá valmöguleiki verður fyrir hendi í hlutafjárút- boðinu að skuldum verði breytt í hlutafé. – kij Hlutafé aukið síðar í sumar Bogi Nils Bogason forsjóri á hlut- hafafundi í gær. FRÉTTABLADID/VALLI Útisvæði veitingastaða miðborgarinnar voru þéttsetin í gær enda veðrið með besta móti þrátt fyrir sólarleysi. Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta glaðst áfram yfir veðrinu en spáð er allt að 18 stigum og heiðskíru í Reykjavík í dag en rigning er svo í kortunum næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.