Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 73
Bílaleiga Akureyrar hefur verið í rekstri frá árinu 1974 og í dag er hún með um 4.500 bíla til umráða. Leigan er með sér húsbíladeild, en í henni eru vel á annað hundrað bíla af ýmsum stærðum, sem henta bæði fyrir hálendi og hefðbundna vegi. „Við leigðum út fyrstu hús- bílana í kringum 1980 og höfum verið stöðugt að síðan, þannig að við erum engir nýgræðingar á þessu sviði,“ segir Bergþór Karls- son, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. „Við erum með sérstöð fyrir þá á Ásbrú í Reykjanesbæ, en þar er nóg pláss og hægt að geyma bíla viðskiptavina, þvottahús fyrir bílana okkar og starfsfólk með sérþekkingu á húsbílum.“ Allar upplýsingar á vefnum „Við leigjum hefðbundna húsbíla út frá 15. apríl og út september. Tímatakmarkanirnar eru örygg- isatriði vegna veðurs og færðar, en við erum líka með minni tegundir sem hægt er að leigja allt árið. Það eru hefðbundnir, fjórhjóla- drifnir bílar,“ útskýrir Bergþór. „Í bílunum er allt sem þarf til að elda og matast og það er líka hægt að fá rúmföt ef fólk hefur áhuga.“ „Við erum með nýlega bíla og vel við haldna og langflestir Íslendingar sækjast eftir húsbílum fyrir fjóra eða sex, sem eru í X-20 og X-30 f lokkum,“ segir Birkir Freyr Sigurðsson, umsjónarmaður húsbíladeildar. „Það er hægt að skoða alla bílana á heimasíðunni okkar, husbilaleiga.is, og þar er líka hægt að fá allar upplýsingar um bílaf lotann. Það er 23 ára aldurstakmark fyrir leigu á húsbílum hjá okkur, en við erum með einn f lokk bíla með 20 ára aldurstakmark,“ segir Birkir. „Í þeim f lokki er minnsti Volkswagen Caddy bíllinn, útbúinn með lítilli en vandaðri innréttingu frá Volkswagen. Honum fylgir að auki fortjald sem gefur aukið pláss.“ Alltaf stutt í hjálp „Við erum með útibú fyrir bíla- leiguna á 20 stöðum kringum landið. Starfsmenn á öllum þessum stöðum geta aðstoðað fólk við að leysa úr málum,“ segir Berg- þór. „Þegar fólk er að fara hringinn er slæmt að missa úr heilan dag vegna hremminga og þess vegna skiptir máli að það sé stutt í hjálp ef eitthvað kemur upp á. Bílarnir okkar eru með öku- ritum sem senda reglulega ýmsar upplýsingar og tryggja að enginn týnist í vonskuveðrum. Þá getum við líka verið í sambandi við fólk, stoppað það af ef það stefnir í ógöngur og sent hjálp ef þörf krefur. Við fáum líka tölvupóst ef það kemur mikið högg á bílinn,“ segir Bergþór. „Þetta er mjög gagn- legt öryggistæki og við erum líka með neyðarsíma sem er opinn allan sólarhringinn.“ Pottþétt þjónusta „Starfsfólk okkar hefur mikla þekkingu á þessum bílum. Þess vegna er öll þjónustan í kringum Góðir til að elta veðrið Bílaleiga Akureyrar hefur leigt út hús- bíla í 40 ár og er með útibú um allt land sem bjóða nýlega bíla og vand- aða þjónustu. Húsbílarnir eru örugg og góð leið til að elta góða veðrið. Bergþór segir að bílaleigan hafi leigt út húsbíla síðan árið 1980, svo að það sé mikil reynsla hjá fyrirtækinu. Birkir segir að það sé boðið upp á pottþétta þjónustu og oft sé hægt að semja um gott verð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Svona fjögurra manna hús- bílar eru meðal þeirra vin- sælustu hjá Íslendingum. Í bílunum er allt sem þarf til að elda og matast. Í bílunum er þægileg svefnaðstaða og það er líka hægt að fá rúmföt. Sex manna húsbílar eins og þessi, njóta líka mikilla vinsælda hjá Íslendingum. bílana mjög pottþétt,“ útskýrir Birkir. „Viðskiptavinir fá góða sýnikennslu á bílana og rafrænan bækling sem hægt er að taka með í ferðalagið, þannig að fólk fer frá okkur nokkuð öruggt til að ferðast á svona bíl innanlands.“ „Við leggjum mikla áherslu á að fólk fylgi umgengnisreglum um bæði bíla og landið okkar, noti húsbílana rétt, gisti á tjaldstæðum og tæmi salerni á réttum stöðum,“ segir Bergþór. „Tjaldstæði bjóða upp á aukið öryggi og rafmagn, sem er þægilegt, því það þýðir að það er hægt að nýta græjur betur, sem er ekki hægt á hefðbundnu rafmagni.“ Hentar vel í sumar „Húsbílar henta sérstaklega vel fyrir Íslendinga, þar sem við erum mikið að elta veðrið, ólíkt hefð- bundnum ferðamönnum sem fara á ákveðna staði óháð veðri,“ segir Bergþór. „Í sumar verður því sennilega slegist um stæði á sólríkum tjald- stæðum, en það er strax munur að vera á húsbíl frekar en í hjól- hýsi, því þá þarftu ekki að vera jafn langt inni á svæðinu, heldur geturðu komið þér fyrir í jaðr- inum,“ útskýrir hann. Hægt að semja um verð „Núna erum við að bjóða hag- stæðara verð en áður fyrir þá sem hafa áhuga á að leigja húsbíl í styttri ferð. Það er auðveldara að bjóða hagkvæmara verð fyrir 100-200 km akstur á dag en ótak- markaðan og það þarf ekki mikið ef maður er ekki að fara langt,“ segir Bergþór. „Þessi nýjung lækkar verðið og gerir húsbíla- leigu aðgengilegri.“ „Við mælum líka með því að fólk hafi samband og fái tilboð frá okkur, því verðið á heimasíðunni okkar er fyrst og fremst til viðmið- unar og það er oft hægt að semja um einhvern aukaafslátt ef við eigum nóg af bílum,“ segir Birkir að lokum. KYNNINGARBLAÐ 15 L AU G A R DAG U R 2 3 . M A Í 2 0 2 0 FERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.