Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 72
Ævintýri er að ganga út á Borgarbrík og njóta óviðjafnanlegs útsýnis. Þegar komið er til Hríseyjar er gaman að skoða litla þorpið og einnig er um að gera að hafa sundfötin með sér, því nýleg sundlaug er í eyjunni með heitum potti. Vert er að skoða safn Hákarla-Jörundar sem geymir marga einstaka muni og segir sögu hákarla veiða við Íslandsstrendur. Hrísey er griðland rjúpunnar og þar má oft sjá stóra hópa þessa fallega fugls sem virðist hafa orðið þess áskynja að í Hrísey skjóta menn ekki fugla. Rjúp urnar eru því gæfar og kúra saman í húsa- görðum þegar sá gállinn er á þeim. Annað fuglalíf í eyjunni er fjölskrúðugt og lítið fugla- skoðunarhús hefur verið reist við Lambhagatjörn skammt norðan við þorpið. Hægt er að kaupa veitingar í Hrísey og þar er einnig verslun og gistihús, auk þess sem hægt er að fá leigð sumarhús hjá einkaað- ilum. Í Hrísey er frisbí golfvöllur og leiksvæði fyrir krakka með öðruvísi leiktækjum og ærslabelg. Allar upplýsingar um þjónustu og afþreyingu í Hrísey er að finna á heimasíðunni hrisey.is. Það sem einkennir Hrísey ef til vill öðru fremur er kyrrðin og orkan sem býr í náttúrunni. Merktar gönguleiðir eru um eyjuna austanverða og til norðurs, þar sem útsýni til Látra strandar er engu líkt. Gönguleiðirnar eru frá rúmum tveimur kílómetrum upp í fimm. Orkulindin er við gönguleiðina á austurhluta eyjarinnar. Þar er gott að setjast niður og anda að sér Hrísey. Sagt hefur verið að á þessum stað sé að finna eina kraftmestu orkulind landsins þar sem geislar friðar og elsku streyma um svæðið frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir Látra- ströndina. Það er vel þess virði að nema staðar á þessum stað og drekka í sig orku náttúrunnar. Hvergi sjást betur rústir eyðibýl- anna sem stóðu við sjóinn út eftir allri Látraströnd. Tignarleg fjöllin gnæfa yfir og glæða umhverfið ævintýralegum blæ. Andaðu að þér Hrísey. Andaðu að þér Hrísey Hrísey er einstakur staður. Eyjan liggur á miðjum Eyjafirði og tekur aðeins korter að sigla yfir sundið frá Árskógssandi. Það er skemmtileg sigling sem kostar aðeins 1.500 krónur báðar leiðir. Strandlengjan meðfram Bakkafirði og Langanesi býður ferðalöngum upp á stórkostlega náttúru og fjöl- breyttar gönguleiðir, auk þess sem fuglaskoðun á svæðinu er einstak- lega gefandi. „Nú er tími til kominn að fara út fyrir kassann, eða Hringinn, eða skilgreina hringinn upp á nýtt og taka norðausturströndina inn í,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri ferðaþjónustu- samtakanna Norðurhjara á Norðausturlandi, og bætir við að það sé af sem áður var, að Langa- nesið sé langt utan alfaraleiðar. „Við erum ekki utan seilingar, það er malbikað alla leið, eins og einu sinni var sagt,“ segir hún kímin og bendir á að auk þess sé f logið til Þórshafnar gegnum Akureyri alla virka daga og bílaleigubíll geti beðið á f lugvellinum á Þórshöfn fyrir þá sem kjósa að koma þá leiðina. „Á Langanesi er hægt að fá mjög fjölbreytta þjónustu, þar eru yndislegar íbúðir og á Þórs- höfn eru gullfalleg gistiheim ili. Við Bakka flóann er hægt að leigja smáhýsi og á Bakkafirði er glæ- nýtt gistihús. Þá eru líka fínustu tjaldstæði bæði á Þórshöfn og Bakkafirði og fallegt íþróttahús og sundlaug á Þórshöfn.“ Halldóra segir ýmsa afþreyingu í boði í náttúrufegurð Langa ness. „Svæðið er þekkt fyrir gríðarlegt fuglalíf, sérstaklega í björgunum á Langanesi, en þar er magnaður útsýnispallur fyrir þá sem ekki eru lofthræddir. Önnur stærsta súlubyggð á landinu blasir við af pallinum, sú eina sem hægt er að sjá föstum fótum. Allur svartfugl sem verpir á Íslandi er þarna í einni kös, þar með talinn lundinn, og í gegnum svæðið liggja bæði það sem kallað er Fugla stígur á Norðausturlandi, sem er sér- stök hringleið og svo hin þekkta Norðurstrandarleið, eða Arctic Coast Way, sem byrjar á Bakka- firði, eða endar, eftir því hvernig á það er litið. Hægt er að fara í skipulagðar fuglaskoðunarferðir, kajakferðir og gönguferðir í kyrrð og ró í fallegri náttúru.“ Langanesið langa sem teygir sig út í Atlantshafið endar á ysta tanga landsins, Fonti, og þar er ferðalangurinn nánast kominn á heimsenda. „Þar stendur einmana viti sem horfir út á hafið, magnað að upplifa þetta mannvirki sem býður hafinu byrginn,“ segir Halldóra. Á Langanesi er einnig eyðiþorp sem heitir Skálar, en þar hefur verið unnin merkileg vinna við að bjarga menningarverð- mætum og gaman að fara þangað og ímynda sér hvernig lífi var þar lifað í baráttu við náttúruöflin og um lífsafkomuna. Halldóra sjálf nýtur þess best að ferðast um svæðið á tveimur jafnfljótum. „ Að vera gangandi á Langanesi er mitt uppáhald og ganga út í vitann frá Bakkafirði er mín uppáhaldsgönguleið í heimi. Vitinn stendur á svo ævintýra- legum stað að það er engu líkt að labba þangað.“ Halldóra segir auðvelt að finna upplýsingar um alla þjónustu á svæðinu á vefnum nordurland.is „Þar má leita að því sem hugurinn girnist, hvort sem þú vilt koma akandi og fara í skipulagða göngu með ferðafélaginu hér eða hjóla um svæðið, sem nýtur vaxandi vinsælda, þá er allar upplýsingar að finna þar. Hér má finna kyrrð og ró, hér er enginn ys og þys.“ Fjölbreytt afþreying og einstök náttúra Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Norðurhjara, segir löngu tímabært að innlima bæði Langanes og Bakkafjörð í hringveginn enda sé Langanes ekki lengur utan alfaraleiðar. Margar skemmtilegar gönguleiðir á fáförnum slóðum eru á Langanesi. Sigling til Hríseyjar tekur aðeins korter og kostar 1.500 á mann báðar leiðir. Nýja sundlaugin í Hrísey er dásamleg og hægt að upplifa bæði ró og fjör. Sagt hefur verið að þar sé að finna eina kraftmestu orkulind landsins þar sem geislar friðar og elsku streyma um svæðið frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir Látraströndina. Útsýnispallurinn við Stórakarl á Langanesi veitir einstakt útsýni yfir hafið og magnaða yfirsýn yfir næststærstu súlubyggð landsins. MYND/ MARKAÐSSTOFA NORÐURLANDS Langanes teygir sig út í Atlantshafið og á Fonti, ysta tanga þess, er ferðalangurinn nánast kominn á heimsenda. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RFERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.