Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 34
Heilsubærinn Hafnarfjörður tekur vel á móti ferða-mönnum í sumar. Helsta sérkenni bæjarins er lifandi og fallegur miðbær. Þar er fjölbreytt verslun og þjónusta sem teygir sig um allan bæ. Veitingastaðir í Hafnarfirði eru afar vinsælir hjá heimamönnum og gestum bæjar- ins enda rómaðir fyrir góðan mat. Flóran er fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi, hvort sem fólk vill vík- ingaveislu, taílenskan, íslenskan eða bara eðalgott kaffi og súkku- laðiköku. Það eru þrjár sundlaugar í Hafn- arfirði og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Þá er ókeypis aðgangur að Byggðasafninu auk menningar- og listamiðstöðvarinnar Hafnarborg- ar. „Í byrjun júní verður opnuð ný sýning í Pakkhúsi Byggðasafnsins um grásleppukarla og smábátaút- gerð í Hafnarfirði, en þar eru alla jafna þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning,“ segir Andri Ómarsson, verkefna- stjóri menningar- og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ, og bendir á að á heimasíðunni hafnarfjordur. is sé hægt að finna heilt stafróf af hugmyndum um það sem bærinn hefur upp á að bjóða í sumar. „Allt frá hreyfingu í upplandinu, dorgveiði við höfnina eða álfaleit í Hellisgerði. Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsugöngur alla fimmtudaga klukkan 20. Göngurnar veita frábært tæki- færi til þess að kynnast bænum nánar. Göngurnar taka flestar um klukkstund og þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Þá verður boðið upp á fjallgöngu fyrir byrjendur á Helgafell, göngur í miðbænum og fræðslugöngu umhverfis náttúru- perluna Ástjörn. Þess má geta að Helgafellið er svo vinsælt hjá göngufólki að nú er verið að undir- búa fjölgun bílastæða á svæðinu.“ Andri segir að Víkingahátíðinni hafi verið frestað vegna COVID-19 og enn sé óljóst með ýmsar aðrar uppákomur í sumar. Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Hafnar- firði er staðsett í þjónustuverinu í ráðhúsi Hafnarfjarðar og þar er tekið vel á móti öllum þeim sem vilja nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er í Hafnar- firði. Flestir hafa mikinn áhuga á Reykjanesinu og gera sér ferð á háhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Það er alltaf gaman að koma við í Seltúni og skoða hveravirknina í síbreytilegum leirhverunum. Einnig höfum við fundið aukinn áhuga á alls kyns hreyfingu, margir fara út að hjóla eða ganga. Stígurinn sem liggur hér eftir Fjarðargötunni er til dæmis alltaf vinsæll hjá útivistarfólki.“ Andri segir að það væsi ekki um gesti á tjaldsvæði bæjarins. Þar er afþreying fyrir börnin, svokallaður ærslabelgur, auk frá- bærrar grillaðstöðu. „Stutt er í alla þjónustu og veitingastaði. Í nálægð Hafnarfjarðar er síðan að finna ósnortna náttúru við Hvaleyrar- vatn. Við höfum verið að auglýsa skapandi sumarstörf fyrir hópa sem eiga eftir að glæða bæinn lífi í sumar. Ég efast ekki um að bærinn eigi eftir að iða af skemmtilegum uppákomum þótt hátíðir verði að bíða betri tíma. Hafnarfjörður er bær sem hvetur til heilsueflingar og það er ótrúlega jákvætt að sjá hvað fólk er duglegt að hreyfa sig og njóta umhverfisins. Þá má ekki gleyma ratleik Hafnarfjarðar sem er alltaf á sumrin. Gefið er út ókeypis ratleikskort þar sem 20 staðir eru merktir til að heim- sækja. Það hefur verið gríðarleg þátttaka í leiknum á undanförn- um árum og við eigum von á að svo verði einnig í sumar,“ segir Andri og hvetur fólk til að heimsækja heilsubæinn Hafnarfjörð. Allt frá hreyfingu í upplandinu, dorg- veiði við höfnina eða álfaleit í Hellisgerði. Í sumar verður boðið upp á menningar- og heilsu- göngur alla fimmtudaga klukkan 20. Þar sem gleðin ræður för í sumar Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði er gott tjaldsvæði með helstu þægindum fyrir ferðamenn. Þaðan er stutt að rölta í Hellisgerði eða á milli frábærra verslana, veitingahúsa, safna og sundlauga. Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ, segir bæinn laða að marga ferða- menn enda er margt hægt að gera í bænum og næsta nágrenni, til dæmis eru gönguleiðir margar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Hlíðar segir að þau hjónin fari oft í styttri helgarferðir á bílnum en á sumrin fara þau gjarnan í nokkrar vikur, en það ætla þau einmitt að gera í sumar. „Við ætlum að fara hringinn í kringum landið og taka Vestfirð- ina með,“ segir hann. „Við fórum í fyrstu ferðina okkar um landið sumarið 2006 en ég hef alltaf haft áhuga fyrir svona ferðamáta. Amma mín og afi áttu húsbíl og sömuleiðis móðir mín. Ég ólst því upp við að ferðast mikið innan- lands í húsbíl,“ segir Hlíðar. „Bíllinn sem ég keypti frá Amer- íku er eiginlega orðinn fornbíll, árgerð 1994, en í mjög góðu standi með öllum þægindum. Hann er mjög rúmgóður og við sváfum einu sinni ellefu í honum þótt það hafi nú kannski verið þröngt. Ég þurfti ekkert að gera fyrir bílinn þegar hann kom til landsins. Hann var í toppstandi. Maður dyttar að honum milli ferða en annars er hann frábær. Í bílnum er eldunar- og svefnaðstaða, sjónvarp og netið. Það er eins og að vera heima hjá sér að dvelja í honum,“ útskýrir Hlíðar sem segir að þau fari oft styttri ferðir á bílnum um helgar. „Förum austur fyrir fjall eða í Borgarnes eða slóðir þar í kring. Við búum í Garðinum og keyrum í um það bil tvo tíma í styttri ferðum. Á sumrin leggjumst við í lengri Á amerískum húsbíl um landið Hjónin Hlíðar Sæmundsson og Nanna Bára Maríasdóttir fjárfestu í öflugum húsbíl árið 2005. Þau pöntuðu bílinn, sem er Ford 350, frá Ameríku og hafa ferðast á hverju sumri um landið. Húsbíllinn þeirra Nönnu og Hlíðars er engin smásmíði enda rúmar hann marga og býður upp á öll þægindi. Bíllinn er af gerðinni Ford 350 og er árgerð 1994. Hlíðar og Nanna elska að ferðast um Ísland á húsbíl og fara oft í nokkurra vikna ferðalag. að skoða landið. Þar sem við erum með fjórhjól með okkur förum við oft upp í fjöll eða inn í dali þar sem er ekki bílfært frá tjaldsvæðum. Yfirleitt stoppum við í tvo daga á hverjum stað. Það er orðið svolítið langt síðan við fórum á Norð- austurlandið en þangað langar mig að fara í sumar auk Vestfjarðanna. Oftast förum við austur á Norð- fjörð, en þar liggja rætur mínar eða norður á Akureyri.“ Hlíðar segir að þau ferðist líka til útlanda en aldrei á sumrin. „Við viljum ferðast um eigið land á sumrin en förum í haust- eða vetrarferðir til útlanda,“ segir hann. Hlíðar og Nanna eiga níu börn frá fyrri hjónaböndum svo fjölskyldan er stór. Hlíðar segir að barnabörnin hafi mjög gaman af að koma með þeim í ferðalögin innanlands. Hlíðar og Nanna taka með sér allar nauðsynjar að heiman en kaupa það sem vantar á leiðinni. „Við höfum líka gaman af því að fara út að borða á þeim stöðum sem við heimsækjum og gerum það reglulega. Síðan eldum við sjálf þess á milli. Það eru mörg góð veitingahús á landsbyggðinni,“ segir hann. Þegar Hlíðar er spurður um uppáhaldsstað á land- inu, svarar hann glettinn: „Það er auðvitað Garðurinn þar sem við búum. Mér finnst samt alltaf mjög gaman að koma á Austfirði,“ segir Hlíðar sem með sanni má segja að sé einn af áhugasömustu ferða- löngum Íslands. ferðir. Í júní ætlum við að vera í fimm til sex vikur. Ég held að ég hafi komið á flesta staði á landinu nema Flatey, en þangað kemst ég ekki með bílinn. Við höfum þó farið í Hrísey og Grímsey. Ferða- lög um Ísland er áhugamál okkar beggja og við njótum þess bæði Bíllinn er eiginlega orðinn fornbíll, árgerð 1994, en í mjög góðu standi með öllum þægindum. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RFERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.