Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 3

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 3
Frá ritstjóra m -fm Haustið hefur verið stormasamt og kalt. Veturinn fór snemma að og minnti íslendinga á að sæla sumarsins varir ekki að eilífu. En einhver sagði að kosturinn við aðvífandi skammdegi væri að þá styttist jafnan til vorsins. Sumarið var annasamt á vettvangi Öryrkjabandalags íslands. Starfs- menn þess stóðu í ströngu við að leiðbeina lífeyrisþegum um völund- arhús almannatrygginga og lífeyris- sjóðakerfisins, en Greiðslustofa líf- eyrissjóðanna kallaði eftir upplýs- ingum um skattaframtöl nokkurs hóps fólks síðustu þrjú árin áður en það var metið til örorku. Var leitað allt að 35 árum aftur í tímann og þótti ýmsum undarlegt að slík mál skyldu vakin svo löngu eftir að menn töldu sig hafa lokið sínum málum gagnvart sjóðunum. Öryrkjabanda- lagið taldi orka tvímælis að þessar aðgerðir samræmdust lagaákvæð- um um fyrningar en hvatti þó lífeyr- isþega til þess að skila inn umbeðn- um gögnum. í júní síðastliðnum gafst ritstjóra kostur á að sækja námskeið um Evrópurétt fatlaðra á vegum Evr- ópusambandsins. Var þar einkum fjallað um rétt fólks til atvinnu á hin- um almenna vinnumarkaði. Á grundvelli Amsterdam-sáttmálans, sem samþykktur var árið 1999, hafa verið gefnar út tilskipanir um ýmis lágmarksréttindi innan Evrópusam- bandsins og ber aðildarríkjunum að fella tilskipanir þessar í lög. Sam- kvæmt sáttmálanum, sem er ekki hluti samningsins um Evrópska efnahags- svæðið, er aðildarríkjunum heimilt að setja strangari ákvæði um réttfólks en kveðið er á um í tilskipuninni. Á þessum vettvangi hefur verið fjallað um ákvæði tilskipunarinnar um ótvíræðan rétt manna og bann gegn mismunun vegna trúarbragða, skoðana, kynhneigðar, fötlunar eða aldurs. Flest Evrópuríki hafa nú leitt þessa tilskipun í lög með ýmsum til- brigðum. í lögunum er einnig fjallað um beina og óbeina mismunun, ein- elti og óbeint einelti, sem birst getur í ýmsum myndum á vinnustað. Jafn- framt eru ítarleg ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir að ákvæði lag- anna séu misnotuð á einn eða ann- an hátt. Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú orðið að félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að vinna að aðlögun þessarar tilskipunar að ís- lensku lagaumhverfi. Er þess vænst að samtök fatlaðra fái tillögur nefnd- arinnar til umsagnar. Eðlilegt hefði mátt telja að Öryrkjabandalag ís- lands hefði átt hlut að starfi hópsins. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands Bandalagið telur víst að samráðs verði leitað, enda er hér um brýnt hagsmunamál að ræða. í vetur leið kom út skýrsla starfs- hóps um endurhæfingu hér á landi. Meginniðurstaða skýrslunnar var sú að mjög skorti á samhæfingu í þessum málaflokki og fjölga þyrfti þeim úrræðum til endurhæfingar sem boðið væri upp á hér á landi. AÐILDARFÉLÖG ÖRYRKJABANDALAGSINS ADHD samtökin Alnæmissamtökin á íslandi Blindrafélagið - Samtök blindra og sjónskertra Blindravinafélag íslands Daulblindrafélag Islands FAAS - Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga Félag heymarlausra Félag lesblindra Félag nýmasjúkra Foreldra og styrktarfélag heymardaufra Geðhjálp Geðvemdarfélag íslands Gigtarfélag íslands Heymarhjálp LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Málbjörg MG-félag íslands MND-félag íslands MS-félag íslands Parkinsonsamtökin á íslandi Samtök psoriasis og exemsjúklinga Samtök sykursjúkra SEM samtökin SÍBS - Samband ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga Sjálfsbjörg Stómasamtök íslands Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna Tourette samtökin Umsjónarfélag einhverfra tímarit öryrkjabandalagsins 3

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.