Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 10
Nýr heimur hljóða Draumurinn er sá að geta heyrt hvað barnabörnin í aftursætinu segja Hvað er kuðungsígræðslutæki og hvernig vinnur það? Kuðungsígræðslutæki (cochlear implant, Cl) er hjálpartæki sem gefur alvarlega heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki möguleika á að heyra hljóð. Tækið framkallar hljóðáhrif með því að örva heyrnartaugina með rafmagni. Kuðungsígræðslutækið er samsett úr innri hluta, sem er græddur í eyr- að með aðgerð, og ytri búnaði, sem borinn er aftan við eyrað. Hlutinn sem fer inn í eyrað er samsettur úr viðtæki og elektróðu með mörgum rásum, en ytri hlutinn úr hljóðnema, sendi og talgervli sem er stilltur fyrir hvern og einn notanda. Talgervillinn er annað hvort vasatæki eða bak við eyra-tæki. Kuðungsígræðslutækið vinnur þannig að hljóðneminn nemur hljóð og sendir það eftir leiðslu til talgervilsins sem greinir það og kóðar. Þaðan berst hið kóðaða hljóð til sendisins og flyst gegnum húðina til viðtækis- ins. Viðtækið breytir kóðanum í rafboð sem send eru til hinna ýmsu raf- rása í elektróðunni sem grædd er í kuðunginn. Rafboðin örva þær tauga- frumur sem fyrirfinnast í kuðungnum sem og taugaenda heyrnartaugar- innar. Heilinn túlkar boðin sem hljóð sem notandinn skynjar. Heimild: www.hti.is Ég hafði verið framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags íslands í hálftíma. Fyrrverandi stjóri var nýfarinn og ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Hjördís Guðmundsdóttir kom þá og bað um viðtal við framkvæmdastjórann. Hún tjáði mér meðal annars að hún heyrði næstum ekkert en gæti lesið af vörum. í vor kom hún aftur og hafði orð á að það væri býsna fróðlegt að heyra í mér málróm- inn. Ég tók þá eftir því að röddin hennar hafði breyst og spurði hvað væri títt. Hún hafði farið í kuðungsígræðslu. Skólaganga Hjördísar Guð- mundsdóttur hófst með ósköpum. Eitt sinn þegar hringt var inn úr frí- mínútum skall skólasystir hennar með höfuðið á gagnauga hennar. Hjördís féll á malbikið og rotaðist. Hún rankaði fljótlega við sér og fór inn í tíma. Hjördís var með logandi verk í höfðinu og grét sáran. Þegar hún linnti ekki grátnum sló kennar- inn hana utanundir og lét hana sitja eftir. Hann sagði síðar að hann hefði viljað að hún jafnaði sig. „Ég komst heim til mín við illan leik eftir skóla en heimilið mitt var hinum megin við götuna. Ég ætlaði að skríða upp í rúm en mamma sá að eitthvað var að og fór með mig rak- leitt upp á slysavarðstofu. Þar kom strax í Ijós að ég hafði fengið slæm- an höfuðáverka." Heyrninni tók að hraka og eftir nokkra mánuði var Hjördís komin með heyrnartæki á báðum eyrum. Upp úr þessu hófust erfiðleikar hennar. Hún hraktist á milli skóla. Sums staðar mætti henni vanþekk- ing kennara og annars staðar var hún lögð í einelti. 10 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.