Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Síða 12

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Síða 12
og ég heyrði í biluðu útvarpstæki. Jafnvægisskynið skertist líka. Þá slasaðist ég illa í baki og varð að vera á sjúkrahúsi í þrjá og hálfan mánuð. Þar af lá ég tvo mánuði í sömu stellingunni í móti af sjálfri mér. En í sérhannaðri spelku varð ég að vera í sex mánuði og var al- veg eins og spýtukerling, varð að fá hjálp við allt. Á tímabili leit þetta sannast sagna illa út. Á meðan ég var fyrir vestan lærði ég á bíl og var fyrsti nemandinn svona illa heyrandi sem lærði hjá þessum kennurum. Þeim fannst ég ekkert öðruvísi nemandi nema að ég hafði sneggri viðbrögð og notaði speglana meira en aðrir. Og er ég ákaflega fegin að geta farið allra minna ferða sjálf, öðrum óháð.“ Hjördís fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni fyrir fimm árum. „Það var að flestu leyti gott að búa fyrir vestan. Hérna fyrir sunnan um- gengst maður miklu færra fólk og er einangraðri. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað heyrnin hafði versnað mikið fyrr en ég kom hingað suður. Fyrir tveimur árum fór ég á tölvu- námskeið hjá Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra. Tölvuþekkingin gerbreytti lífi mínu. Það er svo auðvelt að eiga samskipti við fólk með tölvunni og á netinu er hægt að leita sér alls kon- ar upplýsinga.“ Ég vissi ekki að börn hefðu svona hátt „Fyrir þremur árum var fyrst rætt um kuðungsígræðslu við mig. Læknirinn taldi þá að ég væri svo fær í að lesa af vörum að ígræðslan kæmi að litlum notum. En eitthvað hef ég setið í honum því að fyrir rúmu ári hafði hann aftur samband og bauð mér að fara til Svíþjóðar í ígræðslu. Ég tók því tveimur hönd- um og var aðgerðin gerð á Hudd- inge sjúkrahúsinu 8. desember í fyrra. Sóknarpresturinn á Þingeyri, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, fór með mér og var það ómetanlegt. Eftir rúman mánuð voru tækin tengd. Hvílíkur hávaði og hvílík breyting! Þegar ég kom heim gat ég áttað mig á hvaða lag Álftagerðis- bræður voru að syngja á geisladiski. Ég heyrði ekki alveg tónana en vissi nákvæmlega hvaða lag þetta var. Tæknimaðurinn á Heyrnar- og tal- meinastöðinni sagði að þetta væri alveg einstakt. Nú er mér sagt að tónheyrnin sé komin upp í 60% en einungis hafði verið gert ráð fyrir að ég fengi 40% heyrn á næstu tveim- ur árum. Það er ótrúlegur hávaði í umhverfinu og ýmislegt nýtt sem ég verð að læra að greina, eins og til dæmis hljóðin í nagladekkjunum." Hvernig var sumarið? „Það var skrýtið. Fuglarnir hafa ótrúlega hátt og hávaðinn í rokinu lætur illa í eyrum. Mér finnast hljóð- in í fuglunum, þegar ég heyri þau með ígrædda tækinu, einhvern veg- inn harðari en í venjulegum heyrnar- tækjum og ég get enn ekki greint hver á hvaða hljóð. Ég er með venjulegt heyrnartæki á hinu eyr- anu, en það er nauðsynlegt vegna jafnvægisskynsins og svo fæ ég bara meira út úr öllu þessu.“ Hvernig er búið að ykkur sem haf- ið fengið kuðungsígræðslu? „Við verðum að greiða fyrir raf- hlöðurnar sjálf, en þær kosta um 80-100.000 kr. á ári. Það er býsna mikill viðbótarkostnaður fyrir ör- yrkja. Mér er sagt að æskilegt sé að skipta um tæki á fjögurra ára fresti og þá þurfum við að greiða 160.000 kr. fyrir ný tæki. Það er dýrt. Ég þekki ýmsa heyrnarskerta ein- staklinga sem geta ekki leyst út heyrnartækin vegna þess að hið op- inbera greiðir svo lítinn hluta kostn- aðarins. Þá er það mikið baráttumál hjá okkur að fá rittúlka til þess að við getum sótt námskeið og fleira, á sama hátt og heyrnarlausir fá tákn- málstúlka. Okkur er gert erfitt um vik og þetta takmarkar möguleika okkar til starfa og náms. Var ekki verið að guma af því að á íslandi væri jafn- rétti fyrir alla, ekki bara suma? Hvers vegna þarf að gera fötluðum erfiðara fyrir en öðrum að sækja skóla og námskeið, hver sem fötlun- in er? Ég hef mikinn áhuga á að læra meira og mig dreymir um að starfa til að mynda við blómaskreytingar. Mér gengur stöðugt betur að greina tal hjá fólki. Draumurinn er sá að geta heyrt hvað barnabörnin í aftursætinu segja. Það gengur ekki að snúa höfðinu og horfa framan í börnin á meðan maður er að keyra!“ A.H. Heilræði Notaðu ávallt endurskinsmerki er dimma tekur t+) SLYSflVflRNflFÉLflGIÐ LflNDSBJÖRG 12 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.