Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 15

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 15
AÐILDARFÉLÖG stómavörurtil Danmerkur síðastliðið vor, þaðan sem þær voru sendar áfram til Úkraínu. Verkefnið hefur vinnuheitið twinning. Að lokum Mörg krefjandi verkefni bíða nýrr- ar stjórnar. í október síðastliðnum fögnuðu Stómasamtök íslands 25 ára afmæli. Sigurður Jón Ólafsson var ráðinn ritstjóri að veglegu af- mælisriti sem ætlað er að koma út í tilefni tímamótanna. Ætlunin er að þetta megi verða til þess að saga samtakanna rati á prent. Stómasamtökin hafa fengið Odd- fríði Ragnheiði Jónsdóttur, stóma- hjúkrunarfræðing, til að taka að sér verkstjórn í útgáfu upplýsingabæk- lings fyrir stómaþega. Síðast kom út bæklingur árið 1986 og er hann löngu orðinn ófáanlegur. Hann var framsækinn á sínum tíma en nú þykir ástæða til að gefa út nýjan, sem gæti legið frammi á heilbrigðis- stofnunum og í apótekum. Að fram- an var minnst á heimasíðuna sem þarf að ýta úr vör. Síðast en ekki síst skal þess getið að árið 2006 kemur að íslandi í nor- rænu samstarfi stómasamtaka og bíður Stómasamtaka íslands að annast norrænan formannafund í Reykjavík í byrjun þess árs og allt að 30 manna ráðstefnu í október sama ár. Unnið upp úr skýrslu formanns Stómasamtaka íslands. -bþ- Stómasamtökin héidu upp á 25 ára afmæli samtakanna 16. október síðastliðinn. Opnuð var heimasíðan: www.stoma.is í tilefni afmælisins. tímarit öryrkjabandalagsins 15

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.