Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 23
rður að byggja á
, virðingu og von
1
ijúkrunarfræðing, forstöðumann Vinjar
■ l
o
L
inn eru þarna einstaklingar sem hafa
verið viðloðandi geðdeildir í ein þrjá-
tíu til fjörutíu ár og margir orðnir það
fullorðnir og lasnir að þeir þurfa að
fara inn á hjúkrunarheimili.
Það verður hreinlega að segjast
eins og er að félagsleg endurhæfing
hefur verið afskaplega takmörkuð
inni á geðdeildum. Regluverk sjúkra-
húsumhverfisins er svo fastmótað og
stofnanakennt. Vissulega er starfs-
fólkið að gera sitt besta, en aðkoma
sjúklingsins að ákvörðunum eða
þeim úrræðum sem gripið er til er af-
ar takmörkuð og sama er að segja
um aðkomu aðstandenda. Margir
sjúklinganna hafa lítil tengsl við að-
standendur sína, þannig að þarna er
stór hópur einstaklinga sem er slitinn
úr félagslegu samhengi. Þessir ein-
staklingar eru því félagslega einangr-
aðir og einmana og hafa yfirleitt lítið
tengslanet í kringum sig og þar kem-
ur Vin inn sem einhvers konar upp-
bót fyrir fjölskyldutengsl.
í Vin reynum við að halda sam-
bandi við aðstandendur þeirra gesta
er hingað leita, sé þess nokkur kost-
ur, en það er upp og ofan hvernig
gengur. Aðstandendur geta komið
eða hringt, en samskiptin eru mis-
mikil. Sumir eiga enga aðstandend-
ur, eru kannski það fullorðnir að for-
eldrar eru látnir og lítil samskipti við
systkini eða aðra ættingja. Þetta er
því mjög misjafnt, en leiðin er opin.
tímarit öryrkjabandalagsins
23