Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 27

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 27
Hugað að skipulagningu starfsins framundan. ið jafnvel orðið verra. Inni á geð- deildum er þó alltént annað fólk og þar er ákveðinn félagsskapur, þótt maður hafi ekki valið sér hann, og þar er jafnframt ákveðið öryggi. Hvað breytist síðan við að flytja inn á sambýli og búa þar með einhverj- um tveimur eða þremur einstakling- um sem maður hefur ekki heldur valið sér til sambúðar? Að líkindum kemur einhver og þrífur og annar frá félagsþjónustunni eða spítalan- um einu sinni í viku og heldur fund með íbúum. En þetta er alls ekki nóg. Með þessu er í raun sagt: Það er búið að meðhöndla þennan ein- stakling eins og hægt er og nú fer hann á sambýli og situr þar. Frum- þörfum er fullnægt, húsnæði er fyrir hendi, matur og þrifnaður, en í raun og veru er búið að afskrifa fólk. Það er búið að taka vonina frá fólki, von- ina um að eitthvað breytist, að mað- ur geti öðlast einhvers konar bata, geti lifað fullnægjandi lífi og tekið þátt í lífinu utandyra. Það er þetta sem ég hef upplifað mikið hér hjá Vin. Hingað koma einstaklingar sem hafa fengið það viðmót með beinum eða óbeinum hætti að þeim muni aldrei batna og ástandið verði alltaf svona. Hugmyndin um að fólk sitji bara aðgerðarlaust og bíði eftir að lyfin virki er mjög gamaldags sýn. ... sálfélagsleg endurhæfing verður að fylgja Þetta er hluti af hugmyndakerfinu sem að mínu mati er unnið eftir inn- an geðsviðsins, þessu læknisfræði- lega og líffræðilega hugmyndakerfi þar sem grunnhugsunin er sú að það sé eitthvað að í heilanum og það verði einungis læknað með lyfj- um. Þetta er mjög takmarkandi sýn á manneskjur og möguleika þeirra og hamlar þeirri mannúð sem ætti að ríkja inni á stöðum sem geðfatl- aðir gista. Hugmyndin um að fólk sitji bara aðgerðarlaust og bíði eftir að lyfin virki er mjög gamaldags sýn. Vissulega er hægt að mæta sumum geðsjúkdómum með lyfja- gjöfum en þar til hliðar verður að koma annars konar félagsleg með- ferð. Víða í nálægum löndum er síauk- in áhersla lögð á sálfélagslega end- urhæfingu og meðferð, þar sem áhersla er lögð á mögulegan bata og ekki síður að einstaklingurinn eigi rétt út frá mannréttindasjónar- miðum. Rétt til þess að lifa í samfé- laginu - með þeirri aðstoð sem er nauðsynleg; rétt til þess að vinna og lifa af laununum sínum - hvort held- ur örorkulaunum eða öðrum laun- um; rétt til að ganga í skóla og rétt til þess að samfella og öryggi séu tryggð í meðferðarúrræðum. Það eru mörg dæmi þess, því miður, að meðferðarferlið stöðvist skyndilega, til dæmis vegna þess að fjármunir hafa einungis verið settir í spítalakerfið en ekki félagslega þjónustu og vegna þess að hér á landi er þetta sitt hvort kerfið, þá dettur fólk oft niður á milli stóla. Kannski er einstaklingur kominn eitthvað áleiðis í meðferð, en þegar félagslega kerfið á að taka við þá gerist ekkert, endalaus biðtími hefst og allt fellur í fyrra far. í nágranna- löndum okkar er áhersla lögð á fé- lagslega þáttinn og hann er tekinn með alveg frá byrjun. Til dæmis er strax farið að styrkja tengslanet, þannig að ákveðið öryggisnet sé fyrir hendi og einstaklingurinn lendi ekki í því að vera inni á geðdeild og útskrif- ast síðan í eitthvert öryggisleysi eða einmanaleika án nokkurra tengsla. Feðraveldislíkanið var mjög ráðandi í með- ferð - pabbi læknir, mamma hjúkka og barnið sjúklingurinn. Breytingar sem ég hef merkt í ná- grannalöndunum hafa einnig breytt áherslum í meðferð. ímyndin var mjög í anda feðraveldisins. Valda- mestur var hinn almáttugi faðir, það er læknirinn, síðan kom stóra, stóra mamma, það er hjúkrunarfræðing- urinn og loks kom sjúklingurinn - í hlutverki barnsins. Þetta hefur verið að breytast, nú er farið að tala um vald notandans yfir sjálfum sér í meðferðinni, að hann hafi eitthvað að segja um meðferðina og eigi að hafa val um meðferðarúrræði á sambærilegan máta og þegar aðrir sjúkdómar herja á. tímarit öryrkjabandalagsins 27

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.