Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 28

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 28
Dvöl Kópavogi Dvöl tók formlega til starfa á alþjóða geðheilbrigð- isdeginum, 10. október 1998, eftir að Kópavogsdeild Rauða krossins, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbær höfðu skrifað undir samning um reksturinn. Dvöl er í notalegum húsakynnum við Reynihvamm 43. í húsinu er þvotta- og baðaðstaða og sjá starfs- menn og gestir í sameiningu um að framreiða mat í hádeginu. Við athvarfið er fallegur garður og eru áhugasamir gestir hvattir til að taka þátt í garðrækt- inni. Skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu sem margir gestir nýta sér. Gestir Dvalar koma flestir til að rjúfa einangrun sína og fá stuðning. Hópurinn er mjög breiður, á aldrinum 20 til 70 ára, bæði konur og karlar og hafa konur verið í meirihluta síðustu mánuði, enda er sérstakur kvenna- hópur starfandi eins og lesa má á heimasíðu Dvalar. Starfið er afar fjölbreytt. Margir koma einfaldlega til þess að slaka á, horfa á sjónvarp, spjalla eða líta í blöðin. Aðstaða er til listsköpunar, gestir hafa aðgang að tölvu, geta hlustað á tónlist eða komið sér nota- lega fyrir í slökunarherberginu. Listsýningar eru sótt- ar heim og prestur heimsækir athvarfið reglulega. Handhægar upplýsingar Á veturna er opið kl. 9.00-16.00 virka daga nema fimmtudaga kl. 10.00-16.00, á laugardögum er opið kl. 13.00-16.00. Á sumrin, júní til ágúst, er opið alla virka daga kl. 10.00-16.00. Sími er: 554 1260; bréfasími: 554 7274; netfang: dvol@redcross.is Forstöðumaður Dvalar er Björk Guðmundsdóttir. Skammdegisbirtan gefur húsinu ævintýrablæ. Tónlistarhópurinn í Dvöl notar góða veðrið til listiðkunar utandyra. Hópurinn hittist einu sinni í viku og naut aðstoðar tónlistarnema. 28 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.