Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 29
Skákíþróttin krefst mikiliar íhygli.
Sjálfsefling er nauðsynleg
Sjálfsefling ætti að vera hluti af
meðferðinni, að líta á meðferð við
geðsjúkdómi sem sameiginlegt
ferðalag þar sem gengið er með
fólki þann tíma sem til þarf. Við er-
um svo föst í því að troða fólki inn í
fyrirfram gefin úrræði og kassa sem
við höfum búið til, án tillits til þess
hvort þau hæfa einhverjum. Þegar á
daginn kemur að fólk passar ekki
inn í, þá dinglar það eðlilega dálítið
ráðalaust.
Það er sammannlegt
að fólk er fljótt að
verða óvirkt.
Strax fyrsta daginn, sem einhver
leggst inn á geðdeild, þyrfti að hefja
undirbúning útskriftar. Ég held að
það sé sammannlegt að fólk er
mjög fljótt að verða óvirkt. Maturinn
kemur á ákveðnum tíma, án þess
nokkuð þurfi að hafa fyrir honum,
einhver vekur þig, kemur þér á fæt-
ur og hugsar fyrir þig það sem eftir
lifir dags. Það þarf að bregðast við
þessu umhverfi strax, þjálfa ein-
staklinginn til athafna og aðgerða.
Síðustu tvö árin hefurfærst í vöxt að
komið sé með einstaklinga, bæði
langveika og eins af móttökudeild-
um geðsviðs, til okkar sem stöndum
utan sjúkrahúskerfisins. Markmiðið
er að tengja einstaklingana við eitt-
hvað þegar út er komið, þannig að
fólk sé ekki í lausu lofti og hafi á til-
finningunni að enginn sé til aðstoð-
ar. Öryggiskenndin er mjög mikil-
væg. Margir láta sér til dæmis
nægja að hringja til okkar í Vin, eru
ekki endilega að koma en hafa
þennan öryggisventil að geta náð í
okkur þegar á þarf að halda, jafnvel
heima ef mikið liggur við.
Fínir og ófínir geðsjúkdómar
Hver og einn býr yfir einhverjum
styrk og öllu skiptir að ýta undir
hann. Þótt einhver hafi greinst með
geðklofa fyrir tuttugu árum er ekki
þar með sagt að sá hinn sami geti
ekki styrkst og gert ýmsa hluti. Að
sjálfsögðu þarf tíma og örvun, en
möguleikinn er fyrir hendi. Einstak-
lingar sem fengið hafa sjúkdóms-
greiningu með geðklofa, hafa því
miður orðið talsvert útundan í um-
ræðunni, nálega afskrifaðir.
Innan geðsviðsins eru nefnilega til
fínir og ófínir sjúkdómar, ef svo má
að orði komast. Þunglyndi og kvíði
þykja fínastir, síðan koma geðhvörf-
in og loks geðklofinn.
Fordómar eru lífseigir
Samtalið beinist að samfélagsleg-
um fordómum gagnvart geðsjúk-
dómum og ég spyr Guðbjörgu hvort
líkja megi vlðhorfunum til homma-
fóbíunnar, að undirrótin sé óttinn við
geðsjúklinginn I sjálfum sér eins og
margur óttast hommann í sjálfum
sér. Getur einnig verið að ástæð-
unnar sé að leita í meðferðaraðferð-
unum, innilokuninni og aðgreining-
unni frá öðrum samfélagsþegnum.
Jú, Guðbjörg útilokar það ekki og
telur jafnframt að uppsett, samfé-
lagsleg glansmynd valdi því að við
viljum ekkert endilega vita hvað að
baki búi.
Fyrir skemmstu voru birtar niður-
stöður úr viðhorfskönnun sem
Rauði krossinn lét gera varðandi af-
stöðu til ýmissa skilgreindra hópa.
Spurt var til dæmis: Viltu að geðfatl-
aður einstaklingur búi við hliðina á
þér? Að vísu voru 60% sem voru já-
kvæð eða var alveg sama, en það
þýðir að 40% vilja það ekki! Svars-
hlutfallið var hið sama meðal allra
svarenda, algerlega óháð menntun
eða öðrum breytum.
Sumir segja að
geðdeildir endurspegli
á margan hátt sam-
félagið sem við búum í.
Ég tel undirrótina að hluta tengda
því hvernig heilbrigðiskerfið hefur
brugðist við geðsjúkdómum. Lengi
vel voru meðferðarstofnanir alger-
lega lokaðar. Fólk lenti inn á geð-
deild og kom aldrei aftur út. Þegar
kerfið fór að opnast og einstakling-
urinn dvaldi ekki jafn lengi inni á
geðdeild og áður, þá skáru menn
sig samt úr á einhvern hátt og þar
tel ég meðferðina hafa haft sitt að
segja. Að sumu leyti finnst mér jafn-
vel óþolið gagnvart þeim sem skera
sig úr hafa aukist undanfarin ár.
tímarit öryrkjabandalagsins
29