Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Qupperneq 30
Laut Akureyri
Laut hóf starfsemi 8. desember 2000 í Þingvalla-
stræti 32 að frumkvæði Rauða krossins. Akureyrar-
deild Rauða krossins annast daglegan rekstur í sam-
starfi við Akureyrarbæ og Geðverndarfélag Akureyrar.
Aðsókn hefur verið mjög mikil og vaxandi frá upp-
hafi og er húsnæðið löngu sprungið. Beðið er eftir
möguleika til þess að komast í stærra húsnæði.
Handhægar upplýsingar
Opið er alla virka daga kl. 9.00-16.00.
Síminn er: 462 6632; netfang: laut@redcross.is
Forstöðumaður Lautar er Jónína Hjaltadóttir.
Laut er fyrst og fremst heimili þar sem reynt er að
skapa hlýlegt andrúmsloft, þar sem allt starf byggir á
gagnkvæmu trausti og virðingu. í húsinu er ágætis
þvotta- og baðaðstaða. Gestir geta fengið heitan mat
í hádeginu og taka þeir þátt í undirbúningi hádegis-
verðar.
Boðið er upp á ýmiss konar félags- og tómstunda-
starf. Þar má nefna myndlist og handavinnu, hægt er
að grípa í spil, lesa eða einfaldlega njóta samvistar
við aðra. Farið er í gönguferðir auk lengri ferðalaga,
leikhús heimsótt og kaffihús, auk þess sem nám-
skeið eru skipulögð.
Þingvallastræti 32 á Akureyri, þar sem Laut hefur aðset-
ur. Hlýtt er innandyra þótt snjór sé utan.
Fyrir tuttugu og fimm til þrjátíu ár-
um kom ákveðin bylgja í kjölfar
þeirrar samfélagslegu umræðu sem
þá reis. Breytingar náðu einnig inn á
geðdeildir, enda segja sumir að
geðdeildir endurspegli á margan
hátt samfélagið sem við búum í.
Deildir voru opnaðar og meðferðar-
form breyttust, ný úrræði voru reynd
og í kjölfarið fylgdi barátta fyrir rétt-
indum geðfatlaðra. Síðan dalaði
þetta og allt varð aftur einhvern veg-
inn ferkantað og þar með jókst lyfja-
meðferðin á ný.
Þannig hefuraldrei náðst samfella
í endurhæfingu. Alltaf rís þessi
þröskuldur sem hindrar að geðfatl-
aðir eigi jafnan rétt á við aðra í þjóð-
félaginu. Kannski er það hræðslan
við hið óþekkta, kannski er það
meðferð, þar sem gengið er út frá
að fólk eigi enga möguleika. Með
þessu er ég ekki að segja að með-
ferðaraðilar hugsi upp til hópa á
þennan hátt, heldur er það hinn óaf-
máanlegi, samfélagslegi stimpill að
þú eigir hvorki sömu möguleika né
réttindi og aðrir vegna þess að þú
ert geðfatlaður. Eins og sjúkdómur
eigi að hamla réttindum! Eiga menn
að detta út úr samfélaginu vegna
hjartveiki eða sykursýki?
Horfum einnig á björtu hliðarnar!
Vissulega hafa búsetumál batnað
og nú hafa geðfatlaðir loks öðlast
möguleika á námi í Fjölmennt þar
sem sérstök undirdeild hefur verið
sett á stofn. Þetta hefur skipt sköp-
um fyrir marga, sjálfstraustið hefur
stóreflst og margir eru lagðir af stað
í framhaldsnám. Það er stórkostleg
upplifun að fylgjast með slíkri veg-
ferð einstaklinga.
Þetta er ein tegund endurhæfing-
ar og núna eru á annað hundrað
manns á haustönn og allir upp til
hópa ánægðir. Þetta er starf sem
ber að styrkja á allan máta. En því
miður verður að segjast eins og er
að hver önn hefur verið peningalegt
baráttumál og slíkt gengur ekki. Það
gengur einfaldlega ekki að hafist sé
handa við eitthvert verkefni án nokk-
30
www.obi.is