Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 33

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 33
Lögfræðiráðgjöf OBI Á milli aðalfunda 2004 og 2005 hafa verið bókuð 230 viðtöl hjá lögfræðiráðgjöf Öryrkjabanda- lags íslands. Þá er ótalin sú ráð- gjöf sem veitt hefur verið í gegn- um síma. Lögfræðiráðgjöfin er opin fyrir hádegi á miðvikudög- um í húsnæði Öryrkjabandalags- ins við Hátún 10a í Reykjavík, skjólstæðingum ÖBÍ að kostnað- arlausu. Þess hefur gætt í auknum mæli að starfsmenn opinberra stofnana eru farnir að benda öryrkjum á að leita til lögfræðiráðgjafar Öryrkja- bandalagsins þegar einhver álita- efni koma upp í samskiptum við stofnun. Þessar ábendingar eru góðra gjalda verðar og gefa til kynna að lögfræðiráðgjöfin hefur í störfum sínum gert vart við sig svo eftir hefur verið tekið. Það er hins vegar með öllu óásættanlegt þegar starfsfólk ríkisstofnana sem hafa lögbundnu þjónustuhlutverki að gegna við borgarana kemur sér undan skyldum sínum og vísar fólki á lögfræðiráðgjöfina án þess að fyrst hafi verið reynt að greiða úr málum þess, sem beinlínis heyra undir viðkomandi stofnun. Samkvæmt 4. mgr. 47. gr. laga 117/1993 um almannatryggingar skulu starfsmenn Tryggingastofnun- ar ríkisins og umboðsmenn hennar kynna sér til hlítar aðstæður um- sækjenda og bótaþega og gera þeim grein fyrir ýtrasta rétti þeirra samkvæmt lögum þessum, regiu- gerðum settum á grundvelli laganna og starfsreglum stofnunarinnar. Á hverju ári leitar fólk, skjólstæð- ingarTR, til lögfræðiráðgjafar ÖBÍ til að afla upplýsinga um ýtrasta rétt sinn hjá TR. í sumum tilvikum hefur það til fjölda ára, vegna þekkingar- leysis um eigin réttarstöðu, farið á mis við sjálfsagðan bótarétt. Af því er dregin sú ályktun að misbrestur hafi orðið á því að benda fólki á bótarétt þess, ekki síst samkvæmt ákvæðum laga um félagslega að- stoð nr. 118/1993, svo sem um heimilisuppbót og um bifreiðakostn- að. Þar er að vísu um heimildar- ákvæði að ræða, en eigi að síður hvílir sú skylda á starfsmönnum TR og umboðsmönnum TR að gera skjólstæðingum stofnunarinnar grein fyrir þeim bótaheimildum, en ákvæði laga 117/1993 um leiðbein- ingarskyldu starfsmanna TR gildir einnig þar um samkvæmt 15. gr. laga 118/1993. Það er mikilvægt að starfsmenn TR eigi frumkvæði að því að upplýsa um rétt þeirra sem þangað ieita, enda ætti stofnunin að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar um skjólstæðinga sína til þess að geta sinnt þessari lögboðnu skyldu sinni. Mikilvægt er að starfsmenn opin- berra stofnana sem í starfi sínu er ætlað að leiðbeina og upplýsa um rétt fólks séu vel að sér almennt um réttindi þau sem standa til boða hjá viðkomandi stofnun. Á það þykir nokkuð skorta hjá þjónustuverum stofnana sem hafa sífellt veigameira hlutverki að gegna í samskiptum við skjólstæðinga þeirra. Sú þjónusta má ekki þróast í þá átt að verða skyndiþjónusta bundin við stutt sím- tal, hlaðið óþoli og spennu hjá þeim sem þjónustuna á að veita. Það er fátt dapurlegra en afdráttarlaust rangt svar við fyrirspurn, sem leiðir til þess að réttindamissir hlýst af fyr- ir þann sem treystir svarinu og getur ekki annað. Væri þá ekki nær að starfsmenn tækju sér lengri tíma til að fara yfir mál þar sem óvissa ríkir, bæru saman bækur sínar við þá sem betur til þekkja, með það að leiðarljósi að rétt niðurstaða fáist, í stað þess að svara án umhugsunar og þá ef til vill í ógáti rangt til. Fæst- ir hafa svör við öllu á hraðbergi, því er það sjálfsagt og eðlilegt að gefa sér tíma til að yfirfara þau erindi sem berast til að tryggt verði að rétt- ur þeirra sem þangað leita verði ekki fyrir borð borinn. Allt þarf sinn tíma, þessi þjónusta líka. F.h. lögfræðiráðgjafar Öryrkjabandalags íslands Jóhannes Albert Sævarsson, hrl. Heilræði Notaðu ávallt hlífðargleraugu nálægt skoteldum IJI SLYSflVARNflFÉLAGIÐ LflNDSBJÖRG . tímarit öryrkjabandalagsins 33

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.