Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 35

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Blaðsíða 35
Hafa staðið vaktina frá 8. mars. Frá vinstri: Kolbrún Dögg, Jóhanna, Guðbjörg Kristín, Þorbera, Ólína og Steinunn Þóra. tvær konur og kvennabarátta í kringum aldamótin 1900. Á laugar- dagsfundi 24. október héldu Þor- bera Fjölnisdóttir og Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir fyrirlestur sem nefndist Ofbeldi og valdbeiting, en þær sóttu námsstefnu í Svíþjóð um það efni. Á síðasta fundi fyrir jól, þann 26. nóvember, fjallaði Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, um áhrifavalda á heilsu og vellíðan, meðal annars hvernig þátttaka í hagsmunabaráttu, til dæmis minni- hlutahópa hefur áhrif á bata og vellíðan. Eftir áramótin verður laugardags- fundum haldið áfram, umræðuefnin eru yfrið næg. Opnir starfshópar Markmið Kvennahreyfingarinnar er að sem flestar taki þátt, verði virk- ar í starfi og komi að stefnumótun. í því skyni var ákveðið að mynda þrjá hópa, sem tækju mið af markmiðum Kvennahreyfingarinnar. Einn starfs- hópur hefur þegar litið dagsins Ijós. Umfjöllunarefni hópsins er: For- dómar - sjálfsstyrking. Aðrir hópar einbeita sér að: • Atvinnu-, mennta- og kjaramálum. • Rannsóknum og upplýsingum, inn- lendum sem erlendum. Áætlað er að þeir geti farið af stað eftir áramót. Hægt er að skrá sig til þátttöku á netfangið: felagsmal@obi.is, eða með því að hringja á skrifstofu ÖBÍ. Ofbeldi gagnvart fötluðum og langveikum konum Ýmsar rannsóknir hafa leitt í Ijós að fatlaðar og langveikar konur eru oft á tíðum beittar miklu ofbeldi og hafa erlendar rannsóknir bent til þess að engar konur séu í meiri áhættu, hvað ofbeldi varðar, en þær sem fylla þennan hóp. Innan Kvennahreyfingarinnar hefur því farið fram talsverð umræða um of- beldi. Að ofan var greint frá því, að þær Þorbera Fjölnisdóttir og Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir tóku þátt í náms- stefnu sem haldin var í byrjun ágústmánaðar á Skáni í Svíþjóð. Efni námsstefnunnar var Konur og ofbeldi. Þátttakendur voru 25, ýmist starfsmenn kvennaathvarfa eða frá samtökum fatlaðra kvenna. Allar konurnar voru sænskar nema fulltrú- ar Kvennahreyfingar ÖBÍ. Á námsstefnunni var fjallað um ofbeldi gagnvart konum almennt, þar sem grunnhugsunin er sú að fatlaðar konur verði fyrir ofbeldi í fyrsta lagi vegna þess að þær eru konur og í öðru lagi vegna þess að þær eru fatlaðar. En þar kom einnig fram að fatlaðar og langveikar kon- ur verða oft fyrir ofbeldi, þannig að ráðist er að veikleika þeirra. Þeim er til dæmis neitað um lyf, hjálpartæki eru færð utan seilingar, húsgögn færð til, ef um blinda konu er að ræða, og þroskaheftar konur verða oft á tíðum fyrir kynferðislegu of- beldi. Ennfremur var fjallað um ímynd kvenna eins og hún birtist í auglýsingum og klámi, en þess má geta að til eru sérstök klámblöð með myndum af fötluðum konum. Einn fyrirlesara fjallaði um ferlið sem á sér stað frá því að karl og kona taka upp samband og þar til konan er stödd í hjónabandi, ein- hverjum árum síðar, með þessum sama karli og hann beitir hana of- beldi. Reynt var að svara spurning- unni, hvers vegna konan fari ekki og hvernig karlinn brýtur konuna smám saman niður andlega og einangrar hana. í framhaldi þessa var farið í grunnatriði í beitingu sjálfsvarnar og hvaða aðferðum er unnt að beita til að gera árásarmann óvígan. Kynning inn á við sem út á við Kvennahreyfingin hefur mikinn hug á að kynna starfsemi sína með- al félaga Öryrkjabandalagsins og mun það vonandi fara í gang nú í vetur. Nokkur áhugi hefur einnig komið fram utan ÖBÍ á starfi hreyf- ingarinnar og má nefna að Jóhanna Leópoldsdóttir, önnur talskona Kvennahreyfingarinnar, kynnti hreyfinguna á fundi hjá Kvenfélaga- sambandi borgfirskra kvenna og Kvenfélagasambandi Snæfells- og Hnappadalssýslu, á fundi að Lýsu- hóli á Snæfellsnesi í apríl síðastliðn- um. Kvennahreyfing ÖBÍ á einnig aðild að 16 daga átakinu í nóvem- ber/desember þar sem tekið er á of- beldi gegn konum. Það eru næg verkefni framundan hjá Kvennahreyfingu ÖBÍ og ekki annað hægt en óska þeim til ham- ingju með gott upphafsstarf. Birna Þórðardóttir tímarit öryrkjabandalagsins 35

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.