Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 36

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 36
Eg á mér draum ... ... um jörð í sveit Komið þið sælir félagar! Ég á mér ósk og hún er að fá jörð í Eyjafirði, eða á öðrum stað, sem yrði opin okkur öllum til afnota. Ef einhverjar hugmyndir vakna hjá þér á meðan þú lest eftirfarandi grein, sendu mér þær þá, ásamt þínum löngunum, með tölvupósti, bréfapósti eða símleiðis. Þórgunnur Þórólfsdóttir Engihjalia 17 4A, 200 Kópavogi Netfang: thorg50@simnet.is Sími: 554 0225 Hér kemur svo hugmyndin mín: • Staðurinn væri fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og fjölskyldur þeirra. • Þú gætir byggt þér lítið hús eða parhús með smá lóðarskika í kring. Engar hallir eða herragarða. • Ríki, bæjar- og sveitarfélög og hugsanlega aðrir aðilar myndu eiga og reka það sem ekki væri í einkaeign. • Möguleiki væri til þess að byggja þarna félagslegar íbúðir til útleigu og sam- býli. • Mögulegt væri að breyta útihúsum, sem hugsanlega væru fyrir hendi, í sal og herbergi og þá væri komin aðstaða fyrir fólk að koma og dvelja í lengri sem styttri tíma. Til að fjármagna það væri hægt að leita til félagasamtaka og fyrir- tækja. Einnig væri hægt að leigja sal og herbergi fyrir ráðstefnur, ættarmót, af- mæli, námskeið og ferðamenn. Þarna væri hægt að selja gestum og gangandi kakó og rjómapönnukökur eða vöfflur.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.