Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 37
• Þarna væri hægt að búa allt árið. Þetta gæti verið hvíldar-
staður fyrir þá sem þurfa á hvíld að! halda.
• Reyna ætti að finna þá sem eru einangraðir og veita
þeim tækifæri á að rjúfa einangrunina.
• Auglýsa þyrfti staðinn í erlendum fagtímaritum á net-
inu.
• ADSL-nettenging þyrfti að vera fyrir hendi og gervi-
hnattasjónvarp.
• Þarna væri hægt að stunda hestamennsku, göngu-
ferðir, spilamennsku, bingó, dans, ýmsa handiðn og
margt fleira. Fara saman í leikhús, bíó, veiðiferðir, á
kaffihús, í sund, verslunarleiðangra, á íþróttaviðburði, í styttri
ferðir um nágrennið gjarnan með nesti og margt fleira.
• Nauðsynlegt er að þarna sé heitt vatn svo hægt verði að byggja litla sundlaug
og heita potta.
• Þarna þyrftu elli- og örorkulífeyrisþegar að geta átt sér heimili sem væru mið-
uð við þeirra getu.
• Öllum kostnaði þyrfti að halda í lágmarki.
• Þarna væri unnt að færa tilgang inn í líf þerra sem ekki hafa tilgang í dag.
• Mjög margir þurfa á æfingum að halda og ég hef oft hugsað um það hvort ekki
væri hægt á ódýran hátt að útbúa gönguleiðir og hafa á þeim staði og útbúnað
sem örvar alhliða starfsemi líkamans, sem allir þurfa á að halda.
• Hægt væri að hafa steina til að stikla á, tröppur til að ganga upp og niður og
margt, margt fleira.
• Enginn hreyfir sig eins mikið og barn og þau kunna margt sem gott er fyrir
þjálfun líkamans.
• Það gæti líka verið sameiginlegt verkefni íbúanna að skipuleggja þetta og vera
með í undirbúningi, allir eftir eigin getu.
• Innkaup gætu verið sameiginleg, til dæmis væri hægt að kaupa saman kjöt í
heilum skrokkum og útbúa það.
• Þarna mætti hafa endur og rækta grænmeti og kartöflur og heita vatnið myndi
gera okkur kleift að hafa gróðurhús og rækta þar gúrkur, paprikur og tómata.
Ég þakka ykkur fyrir lesturinn!