Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 42

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 42
Yfirlýsing frá Öryrkjabandalagi íslands Öryrkjabandalag íslands óskar aðilum vinnumarkaðarins til hamingju með samkomulag við ríkisstjórn íslands sem staðfest var 15. þessa mánaðar og bæta mun kjör launþega og atvinnu- lausra. Bandalagið fagnar tekjutengingu atvinnuleysisbóta en minnir á að bætur almannatrygginga eru tengdar tekjum með öfugum formerkjum sem veldur því að flestir öryrkjar lenda í fátæk- targildru. Öryrkjabandalag íslands telur eftirtektarvert að ríkisstjórnin ætli á næstunni að verja allt að 1,8 milljörðum króna til þess að létta örorkubyrði af lífeyrissjóðunum. Á sama tíma treysta stjórnvöld sér ekki til að efna samkomulagið við Öryrkjabandalag íslands frá 25. mars 2003. Öryrkjabandalag íslands skorar á ríkisstjórn íslands að efna nú þegar það sem upp á vantar að samkomulagið hafi verið efnt og komast þannig hjá yfirvofandi málssókn sem mun hafa í för með sér álitshnekki fyrir stjórnvöld. Reykjavík, 16. nóvember 2005, Öryrkjabandalag íslands

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.