Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 2

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 2
2 I ÖBÍáfram Hvernig má auka þátttöku fatlaðra í íslensku samfélagi? Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður hreyfihamlaðra að byggingum og öðrum mann- virkjum og tryggja öllum hjálpartæki og aðstoð eftir þörfum. Mikilvægast er þó að tryggja öllum vinnu við hæfi en góð menntun og öflug starfsþjálfun eru grundvallarskilyrði fyrir aukinni atvinnuþátttöku fatl- aðra.“ andi einstaklinga. Það er réttur allra að fá að virkja krafta sína sem mest og við eigum að veita hvert öðru það liðsinni, aðstoð og sveigjanleika sem til þarf. Slíkt er ekki bara okkur sem einstaklingum til góða heldur samfélaginu öllu.“ Margrét Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar Sigþrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi á Grensásdeild - Landspítala „Miklu máli skiptir að vinna markvisst að aukinni menntun fatlaðra með eflingu skólakerfisins. Aukin menntun stuðlar að nýjum möguleikum sem standa til boða fjölgar og eflir þátt- töku einstaklingana í íslensku samfélagi. Aukin fræðsla á getu fatlaðra í samfélaginu er nauðsynlegur þáttur svo viðhorfsbreyting almenn- ings eigi sér stað. Almenningur gerir sér oft ekki grein fyrir hvað fatlaðir geta lagt mikið af mörkum. Ég þekki úr mínu starfi mörg dæmi þess hve marg- ir eru hissa á hversu fjölþreytt störf þlindir og sjón- skertir geta innt af hendi. Breyting á tryggingakerf- inu er nauðsynleg og tryggja þarf að jaðartekjuáhrif við aukna atvinnu fatlaðra leiði ekki til skerðingar bóta en alltof mörg dæmi sýna að fatlaðir fara ekki út á atvinnumarkaðinn vegna þessa. Miklu máli skiptir að almenningur muni að fatlaðir eru, eins og ófatlaðir, alls konar fólk með sínar þarfir, langanir og skoðanir." „Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á að málefni fatlaðra verði færð frá ríki til sveitarfélaga og að félagsleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar um er að ræða þjónustu við fatlaða. Þekking almennings verði efld og unn- ið markvisst að viðhorfsbreytingu í samfélaginu á málefnum fatlaðs fólks. Skólakerfið verði eflt svo fötluð börn eigi kost á menntun og þar verði sér- staklega horft til málefna blindra og daufblindra. Unnið verði markvisst að því að hvetja fatlað fólk til að hasla sér völl með aukinni menntun og þátt- töku í atvinnulífinu. Atvinnuþátttaka verði aukin með því að breyta tryggingakerfinu, þannig að ekki komi til skerðingar á tekjum frá Tryggingastofnun ríkisins þrátt fyrir atvinnuþátttöku fyrr en eftir tiltekin reynslutíma." Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn „Fyrsta skrefið í því að auka þátttöku fatlaðra í samfélaginu er að taka þá með í umræðuna. Það varða beint þeirra hagsmuni. Um leið vill það oft gleymast að fatlaðir er ekki einn stór einsleitur hópur einstaklinga þar sem allir eru sömu skoðunnar, heldur samanstendur af mörgum minni hópum sem hafa mismunandi fatlanir og um leið mjög mismunandi þarfir. Til að auka þátttöku fatl- aðra á vinnumarkaði þarf fyrst og fremst að bæta almannatryggingakerfið þannig að það hvetji til at- vinnuþátttöku án þess þó að draga úr rétti þeirra sem ekki geta unnið vegna fötlunnar sinnar." gleymist allt of oft að spyrja þá álits um ýmis málefni þar með talin mál sem lensku samfélagi með því að eyða öllu misrétti sem þeir búa við. Það gerum við með því að gæta þess að öll löggjöf taki jafnt tillit til fatl- aðra sem ófatlaðra og öll útfærsla laga og öll opinber þjónusta miðist jafnt við fatlaða sem ófatlaða. Við eigum að byggja hér mismununar- laust samfélag sem tekur ekki mið af einhverjum sérstökum staðalímyndum." „Það má auka þátt- töku fatlaðra í ís- Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM „Þrátt fyrir bann við mismunun og ótví- ræðan rétt allra til jafnra tækifæra er raunin því miður ekki sú í tilviki fatlaðra. Ætlum við raunveru- lega að skapa sam- félag þar sem allir njóta sín þurfum við að meta einstaklinga út frá því sem þeir geta, ekki því sem þeir geta ekki. Við þurfum að taka okkur á og bæta aðgengi „Til að auka þátttöku fatlaðra í samfélaginu þarf að eiga sér stað grundvallarbreyt- ing á hugarfari um sjálfstætt líf öllum til handa. Það þarf að endurmeta vinnu- framlag fatlaðra og hvetja til atvinnuþátt- töku með sveigjan- legri vinnutíma, námi og endurhæfingu, aðstoð og þjónustu. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki og stofnanir að ráða einstaklinga með fötlun. Það þarf að hætta tekjutengingum við maka, gera almannalífeyriskerfið gagnsætt og end- urskoða lífeyrismál, örorkubætur og samfélags- laun. Það þarf að leggja minna upp úr steinsteypu, stofnanavæðingu og sérfræðivaldi og meira upp úr sjálfstæðum vilja, óskum og þörfum mismun- Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaðurVG: Guðný Harðardóttir, STRÁ ráðningaþjónustu „Fatlaðir hafa mis- jafna hæfni eins og við hin, auk þess sem þeir hafa mis- mikla starfsgetu. Þátttaka þeirra í vinnumarkaði hlýtur því að taka mið af fötlun hvers einstakl- ings. Nútímatækni ætti að auðvelda þeim að fá störf, hverjum við sitt hæfi. En með- al atriða sem geta greitt fötluðum leið út í lífið er bætt aðgengi fyrir þá sem hafa hamlaða hreyfigetu meðal, annars þá sem eru í hjólastólum. Hlúa þarf að fræðslu, símenntun og endurmenntun til að auka starfshæfni fatlaðra. Þróa möguleika þar sem fatlaðir á vinnumarkaði geta notið sín, hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega hæfni og getu. Kanna möguleika þar sem sköpunarkraftur getur notið sín, til dæmis við ýmiskonar hönnun og eins má virkja þátttöku fatlaðra meðal annars í þjón- ustustörfum, sem ekki krefjast mikillar hreyfigetu."

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.