Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 12

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 12
Derrek Vaughan lauk BA-námi í heimspeki árið 1996 og síðar mastersnámi við St. Andrews. Derrek sagði í viðtali við Evening Telegraph íjúní 1996 að hægt hefði verið að meta gæði fyrirlestranna út frá því hvort heyra mætti Alfhrjóta við hlið hans á gólfinu eða ekki. Efhundurinn hraut voru þeir góðir! Þegar Alf var veitt heiðursviðurkenning háskól- ans í Dundee fyrir framúrskarandi þjónustu í þágu æðri mennta skipti engu máli að hann svaf vært í flestum fyrirlestrunum. í grein llluga Jökulssonar í Degi-Tímanum í september 1996 er ræða rektorsins við athöfnina þýdd svo: „Við munum sjálfsagt aldrei fá að vita hversu mikla heimspeki Alf hefur drukkið í sig meðan hann sinnti skyldum sínum sem fylgdarhundur. En enginn vafi getur þó leikið á því að almenn þekking á þrætubókinni kemur honum að góð- um notum.“ Á meðan sat verðlaunahafinn salla- rólegur fyrir framan rektorinn og nagaði beinið sitt. Derrek Vaughan lauk BA-námi í heimspeki árið 1996 og síðar mastersnámi við St. Andrews. Der- rek sagði í viðtali við Evening Telegraph í júní 1996 að hægt hefði verið að meta gæði fyrirlestranna út frá því hvort heyra mætti Alf hrjóta við hlið hans á gólfinu eða ekki. Ef hundurinn hraut voru þeir góðir! í dag er Derrek búsettur á Akureyri ásamt Elínu Bjarnadóttur frá Hofi í Eyjafirði. Þau kynntust í vín- berjatínslu fyrir 28 árum í Frakklandi og innsigluðu sambandið nokkru síðar í Grikklandi. Þau ferð- uðust vítt og breytt um Evrópu og lifðu sannkölluðu bóhemlífi. Þau bjuggu um tíma á Þatreksfirði árið 1981 þar sem Derrek fór að vinna í fiskvinnslu. „Ég kom þarna í lok apríl. Það var vor í Skotlandi þeg- ar ég fór en vetur á Þatreksfirði. Við höfðum ekk- ert að gera svo við giftum okkur bara!“ Derrek hafði áður rekið gallerí í Wales og m.a. sett upp sýningar í Reykjavík og í Lincoln Center í New York. Á annan í jólum 1989 kom áfallið. Derrek og Elín höfðu komið til íslands um hátíðarnar og Derrek var á gönguskíðum skammt frá bænum Hofi í Eyjafirði ásamt mági sínum. Slæmt skyggni var þegar bOI kom skyndilega utan úr myrkrinu og ók á Derrek þar sem hann stóð á tali við mann sem var í kyrr- stæðum bö á þjóðveginum. „Ég var í níu mánuði á sjúkrahúsinu og það var ekki fyrr en eftir tvo mánuði að ég komst til meðvit- undar. Taugakerfið fór illa og vinstri fóturinn brotn- aði mikið. Það að ég skildi íslensku og talaði hana hjálpaði mér að átta mig á því að heilinn var í lagi og hugsunin en fljótlega varð Ijóst að ég yrði alveg blindur. En ég man ekkert eftir slysinu. Ég þurfti að hugsa allt upp á nýtt. Ég ákvað að fara í háskóla og 1991 fór ég í inntökuprófið í há- skólann í Dundee. Hugsaðir þú einhverntíman um að gefast upp? Fyrst fékk ég svo mikið af lyfjum að ég ákvað að minnka skammtana því ég vissi að ef ég yrði á áfram á lyfjunum mundi ég verða háður þeim alla ævi. Uppgjöf kom aldrei til greina! Eitt það fyrsta sem ég talaði um var að ég ætlaði að skrifa bók. Þegar ég fór aftur til Skotlands fannst mér fólk vor- kenna mér um of og ég fór í háskólann til að sýna að ég gæti þetta. Það var áskorun. Ég vissi það. Ég hafði prófað sálfræði og fleiri greinar en útskrif- Derrek Vaughan og Sigursteinn Másson spjalla saman. mk

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.