Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 14

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 14
14 I ÖBÍáfram ofnað 1961 BANDALAG ANDS Aðgengi allra að heilbrigðisþjónustunni sé tryggt. Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ og Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri bandalagsins kynna áherslumál þess og stefnumið fyrir fréttamönnum. uósm. Fréttabiaaia/Rósa. Öryrkjabandalag íslands leggurtil breytingar í lífeyris- og skattamálum: Nú er komið að lágtekjufólki - hækkun lífeyris hvatning til aukinnar atvinnuþátttöku í síðustu viku kynnti Öryrkjabandalag ís- lands áherslur sínar vegna fjárlagagerðar og í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem eru lausir um komandi ára- mót. Meðal þess sem bandalagið leggur til er hækkun grunnlífeyris, frítekjumarks og skatt- leysismarka. Telur bandalagið að komið sé að því að lágtekjufólk, öryrkjar og aldraðir njóti skattalækkana. Grunnlífeyrir örorkulífeyrisþega er í dag kr. 24.831 kr. á mánuði. ÖBÍ vill að grunnlífeyririnn verði hækkaður í kr. 50.000 frá og með áramótum. Samanlagður grunnlífeyrir og tekjutrygging nemur í dag kr. 104.000 en myndi eftir hækkun nema kr. 130.000. í málefnaskrá ÖBÍ, Landssambands eldri borg- ara og Þroskahjálpar er lögð áhersla á að einfalda bótakerfið og að fækka bótaflokkum þannig að eftir standi tveir flokkar. Annars vegar grunnlífeyrir og hins vegar tekjutrygging. Þessi hækkun væri, að sögn ÖBÍ, mikilvægt skref í einföldun kerfis- ins. Grunnlífeyririnn er sá bótaflokkur sem síðast skerðist og þvl er hækkun grunnlífeyris hvatning til aukinnar þátttöku örorkulífeyrisþega á vinnumark- aði. “Skattar á hæstu laun og fyrirtæki hafa verið lækkaðir á undanförnum árum. Nú er komið að lágtekjufólki. ÖBÍ hefur mikinn sóknarkraft en við reiðum okkar líka á stuðning víðar að úr þjóðfélag- inu. Ég geng til dæmis út frá því að verkalýðs- hreyfingin styðji þessar áherslur okkar, annað væri óeðlilegt,” segir Sigursteinn Másson formaður ÖBÍ. Skattleysi fylgi vísitölu Að því er fram kemur í samþykkt frá fundi að- alstjórnar ÖBÍ telur bandalagið rétt að miða skatt- leysismörk við launavísitölu. Ef skattleysismörk hefðu fylgt vísitöluþróun launa frá 1988 væru þau nú rúm 140.000 krónur á mánuði í stað 90.000 króna. Undanfarin ár hafa stjórnvöld farið þá leið að fella niður hátekjuskatt og lækka skattprósentu á almenn laun og fyrirtæki en ÖBÍ telur að nú sé komið að lágtekjufólki, öryrkjum og öldruðum að njóta skattalækkana. „Hækkun skattleysismarka er að mati ÖB( einfaldasta, besta og réttlátasta leið- in,” segir ÖBÍ og bætir við að með breytingum á lögum um almannatryggingar sem gildi tóku um síðustu áramót bættist við 300.000 króna frítekju- mark sem veitir öryrkjum rétt til að vinna sér inn kr. 25.000 á mánuði án þess að lífeyrir þeirra skerðist. „[ Ijós hefur komið að margir öryrkjar hafa nýtt sér þetta frítekjumark þótt lágt sé. Með því að hækka frítekjumarkið upp í kr. 900.000 á ári mundi skapast raunverulegur hvati til atvinnuþátttöku og samfélagslegrar virkni.“ Aðgengi óháð efnahag Á undanförnum árum hefur gjaldtaka fyrir hvers konar heilbrigðisþjónustu aukist, segir í yfirlýsingu ÖBÍ. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar komi fram að stefna ríkistjórnarinnar sé að á íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða, stórauka eigi forvarnir, lækka lyfjaverð og einfalda greiðslu- þátttöku hins opinbera. „ÖBÍ leggur áherslu á að þessum markmiðum verður ekki náð nema að aðgengi allra að heilbrigðisþjónustunni sé tryggt, óháð efnahag. Það verði einungis gert með því að leggja af alla gjaldtöku fyrir almenna heilbrigð- isþjónustu," segir í samþykkt frá fundi aðalstjórnar bandalagsins.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.