Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 16
Því að vera í hjólastól fylgir að fólk þarfnánast að læra að lifa upp á nýtt. Heimilisstörfin verða fyrirhafnarmeiri en þá skiptir líka miklu að aðstaðan heimafyrir sé þægileg.
Félagsleg staða Kristínar Ingu Brynjarsdóttur gjörbreyttist þegar hún slasaðist og lenti í hjólastól.
Kerfið skerðir tryggingabæturnar:
Þröskuldarnir eru víða
„Bíllinn þeyttist út af veginum og fór fjórar velt-
ur. Þegar hann loks nam staðar skynjaði ég
strax að ég væri mikið slösuð og að líf mitt væri
gjörbreytt héðan í frá. Á staðnum og stundinni
ákvað ég hins vegar strax að ég skyldi ekki
láta þetta stöðva mig heldur berjast áfram. Ég
á þrjú börn og hef því mikið að lifa fyrir,“ segir
Kristín Inga Brynjarsdóttir, sem lenti í alvarlegu
bílslysi undir Hafnarfjaili, skammt frá Borg-
amesi í ágúst 2002. Börnin hennar, sem voru
með í bílnum, sluppu ómeidd. Sjálf er Kristín
fötluð fyrir neðan brjóst og er í hjólastól en hef-
ur mátt í höndum.
Annað veifið birtast okkur í flölmiðlum frásagnir
af hvunndagshetjunum sem svo eru nefndar, fólki
sem hefur slasast eða lent í einhverskonar mann-
raunum. Frásagnir þessar snerta okkur flest og í
kjölfarið er stundum efnt til fjársafnana viðkomandi
til stuðnings. En fljótt fennir í sporin og fyrr en var-
ir beinist athygli alþjóðar að öðrum málum og þá
bíður þess, sem eftirtektar og velvildar naut, um
stundarsakir brekkan háa, það að læra að takast á
við lífið á algjörlega nýjum forsendum og stundum í
félagslegri einangrun.
Auka mátt í höndum
„Mér finnst ótrúlega skammt síðan þetta gerð-
ist. En árin eru víst orðin fimm, þetta er svipað og
maður skynjar sjaldnast á eigin skinni að maður er
að eldast," segir Kristín Inga sem fyrstu dagana
eftir bílslysið dvaldist á Borgarspítalanum í Foss-
vogi þar sem hún gekkst undir aðkallandi aðgerð-
ir en hún fór úr hálslið og herðablað brotnaði sem
aftur veldur lömun hennar. Síðan tók við tíu mán-
aða endurhæfing á Grensásdeild undir handleiðslu
sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og annars fagfólks, sem
hafði það markmið að Kristín fengi mátt í hendur
eins og náðist í fyllingu tímans.
„Að frumkvæði læknisins míns, Páls Ingv-
arssonar, fór ég snemma á þessu ári í aðgerð á
( ( \
Virðing Réttlæti VR i vactavis hagur í heilsu i J
sjúkrahúsi í Gautaborg í Svíþjóð þar sem sinar
í vinstri hendi voru færðar svo auka mætti mátt
hennar. Síðari hlutann nú í október fer ég svo í
sambærilega aðgerð ytra á hægri hendi, sem mið-
ar að hinu sama,“ segir Kristín sem sækir í þjálfun
á Grensásdeild tvisvar í viku hverri.
Söfnun og Sellófón
Eins og margra rekur sjálfsagt minni til var efnt til
söfnunar í kjölfar þess að Kristín slasaðist, en þeir
fjármunir sem söfnuðust voru notaðir til íbúða-
kaupa. Margir lögðu sitt af mörkum í söfnunina.
Leikkonan Björk Jakobsdóttir hélt meðal annars
sérstaka sýningu á verkinu Sellófón en öll inntekt
af þeirri sýningu rann beint til Kristínar. Fyrir slysið
bjó Kristín með börnunum sínum þremur í Hafn-
arfirði, í íbúð sem hentaði manneskju í hjólastól
engan veginn. Leitað var lengi að hentugri íbúð í
Firðinum sem aldrei fannst og lendingin varð sú
að fyrir söfnunarféð var keypt íbúð í fjölbýlishúsi í
Lindahverfi í Kópavogi.
„Þegar ég fékk íbúðina var hún nánast fokeld
og ófrágengin að verulegu leyti, sem kom sér vel
því það þurfti að gera hér talsverðar breytingar mín
vegna. Breikka hurðir, hafa eldhúsinnréttingu í hent-
ugri hæð og hafa borð þannig að ég gæti kom-
ist að þeim í hjólastólnum. Ótalmargt fleira mætti
nefna. Já, það fer virkilega vel um okkur hérna