Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Síða 17

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Síða 17
ÖBÍ áfram I 17 nema hvað íbúðin er orðin helst til stór fyrir okkur mæðgurnar. Nú, þegar eldri dóttir mín er flutt að heiman og sonurinn, sem er fimmtán ára, býr orðið að minnsta kosti tímabundið hjá pabba sínum." Bakreikningurfrá kerfinu Þremur dögum fyrir slysið örlagaríka lauk Kristín Inga förðunarnámskeiði frá snyrtiskóla No Name. Hún hafði gert væntingar um að geta starfað við förðun en þær fyrirætlanir urðu að engu. „Ég eignaðist börnin mín ung og hafði lítið verið úti á vinnumarkaðnum þegar ég slasaðist," segir Kristín Inga. „Nýt því mjög takmarkaðra og raunar engra réttinda frá lífeyrissjóði. Hef því aðeins trygg- ingabæturnar til að lifa af, en þær eru um 150 þús- und kr. á mánuði. Meira mætti það vera. Seint á síðasta ári fann Tryggingastofnun síðan út að mér hefðu verið ofgreiddar tryggingabætur upp á eina milljón króna og var krafist endurgreiðslu. Það var talsvert áfall að fá slíkan bakreikning svona rétt fyrir jólin og í kjölfarið fór ég talsvert langt niður. í fram- haldinu var svo samið um að ég greiddi til baka 15 þúsund krónur á mánuði, sem auðvitað er slæm skerðing þegar ég hef ekki meiri tekjur en þetta. Ég gæti svo sem farið út á vinnumarkaðinn og unn- ið létt skrifstofustörf, eins og til dæmis símsvörun. Það kæmi alveg til greina. Hins vegar reiknast mér svo til að slíkt myndi skerða bæturnar meira en ég aflaði og því borgar sig ekki að vinna. Því miður. Þröskuldarnir eru víða, ekki bara hinir eiginlegu heldur líka í opinbera kerfinu, félagslega og víðar.“ Kristín Inga við föndrið sem er eitt hennar helsta áhugamál. „Það er sem margir telji að líkamleg fötlun mín sé líka andleg, “ segir hún í viðtalinu. Að finna taktinn Félagslega staða Kristínar Ingu gjörbreyttist við slysið. „Það er sem margir telji að líkamleg fötl- un mín sé líka andleg,“ segir Kristín Inga. „Ég þoli illa þegar fólk kemur til mín til dæmis á skemmti- stöðum, klappar mér og segist óendanlega stolt af mér. Talar við mig eins og lítið barn. Með tím- anum hef ég hins vegar lært að hlæja að þessu. Mér þótti líka sárt hve margir vina minna hreinlega hurfu þegar ég slasaðist, margir þeirra vissu ekki hvernig þeir ættu að umgangast mig sem fatlaða manneskju. Ein vinkona mín, Svala Möller Jóns- dóttir, sem býr á Selfossi heldur samt mikilli tryggð við mig. Við hringjum oft hvor í aðra eða sendum tölvupóst. Að eiga trausta vini er ómetanlegt, rétt eins og að stuðningur fjölskyldunnar skiptir miklu. Börnin mín, foreldrar og systkinin eru mér traust- ir bakhjarlar," segir Kristín Inga, sem fær reglulega liðveislu frá félagsþjónustu Kópavogsbæjar. Með stuðningsaðila sínum fer hún gjarnan í bíó, á kaffi- hús og fleira slíkt skemmtilegt enda er tilbreyting öllum mikilvæg. „Við Kristín Unnur dóttir mín, sem er nítján ára og býr með mér hér heima förum líka stundum saman niður í bæ. Tökum þá bíl frá Ferðaþjón- ustu fatlaðra kannski niður á Hlemm og förum nið- ur Laugaveginn og í Kolaportið. Það eru virkilega skemmtilegir dagar. Þá förum við vinkona mín stöku sinnum saman á böll á Players eða Café Victor. Dyraverðirnir eru svo elskulegir að bera mig upp stigana svo ég kemst út á dansgólfið. Mér þótti alltaf gaman að dansa og geri það raunar enn: hreyfi mig til í hjólastólnum. Með því finn ég taktinn og þá er talsvert fengið." Viltu þægindi? |sfe.'ast, saa.. «3- ' tapbi s,, Frí lyfjaskömmtun og heimsending Ef þú tekur mörg lyf þá er lyfjaskömmtun okkar eitthvað fyrir þig! Þú þarft aðeins að hafa samband og skrá þig í lyfjaskömmtun og þú færð lyfin reglulega send heim að dyrum. Endilega hringdu til okkar í síma 553 8331 og fáðu kynningu á lyfjaskömmtun hjá okkur. jSK’ít- 2Uw KSU í Isasu. SSU- SSUm : 1 Sfes. 1 J jj Laugarnesapótek 1 - siálfstætt aoótek Kirkuteigi 21 - Sími 553 8331 - Netfang: laugarn@apotek.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.