Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Síða 18
18 I ÖBÍáfram
Hvatti til háskólanáms fyrir fólk með fötlun. Er nú á leið í KHÍ
Möguleiki til samfélagsþátttöku
Ungur Garðbæingur, Skúli Steinar Pétursson,
skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið fyrr
á þessu ári sem bar yfirskriftina „Háskólanám
fyrir alla - líka fólk með fötlun.“ Þar hvatti hann
til þess að fólki með fötlun yrðu búnir mögu-
leikar til náms og menntunar við hæfi, það er í
háskólanum. „Ég var í rauninni ekki velkominn í
háskólanám," sagði Skúli Steinar í grein sinni.
En nú hefur ræst úr málum. í haust verður í
fyrsta sinn boðið upp á starfstengt diplómunám
fyrir fólk með þroskahömlun á þroskaþjálfa- og
tómstundabraut við Kennaraháskóla íslands.
Kynningarfundur um námið var vel sóttur og hefst
kennsla á næstunni og þar er Skúli Steinar með-
al nemenda. Hann er einnig í ökunámi um þessar
mundir.
Undirbúningur fyrir störf
„Námið miðar að því að veita fólki með þroska-
hömlun möguleika til fullgildrar samfélagsþátt-
töku með því að gefa hópnum tækifæri til náms
að loknu námi í framhaldsskóla. Um er að ræða
nýjung í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu
hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun,
mannréttindasáttmála sem og stefnu Kennarahá-
skóla íslands," segir á vefsetri skólans. Þar kemur
einnig fram að markmið námsins er að undirbúa
nemendur til afmarkaðra starfa á starfsvettvangi
þroskaþjálfa og tómstunda- og félagsmálafræð-
inga. Um er að ræða fjölbreytileg störf, s.s. í skól-
um, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og á
þeim vettvangi sem fólk með þroskahömlun sækir
þjónustu.
Staðið sig afskaplega vel
Skúli Steinar er í góðum málum eins og sagt er.
Albúinn í eldhúsinu. Skúli Steinar með sósuþeyt-
arann á lofti, tilbúinn í verkefni dagsins.
Hann starfar í Holtsbúð, dvalarheimili aldraðra í
Garðabæ og sinnir þar ýmsum eldhússtörfum og
raunar mörgu öðru því sem til fellur.
„Skúli Steinar kom hér til starfa fyrir einu ári og
hefur staðið sig afskaplega vel. Hafði áður starfað
með fötluðum og það er reynsla sem nýtist hon-
um vel hér í þjónustu við gamla fólkið. Hann kom
hér á sínum tíma í starfskynningu með kennara
sínum og var áhugasamur. í umsögn sagði ég að
Skúli Steinar gæti verið góður starfskraftur sem
aftur leiddi til þess að hann sendi hér inn umsókn
og var ráðinn. Hann hefur staðið sína plikt með
prýði," segir Einar Sigurjónsson, matreiðslumeistari
í Holtsbúð.
Háskólanám fyrir alla
- líka fólk með fötlun
Ég vil skapa fólki með fötlun möguleika til
aukinnar þátttöku til náms. Fatlað fólk á að
eiga möguleika á námi og menntun við hæfi.
Þegar ég útskrifaðist úr framhaldsskóla þá
vildi ég gjarnan hafa átt kost á að sækja um
í háskóla eins og allir aðrir nemendur. Þarna
stóð ég með fullar hendur af bæklingum og
umsóknum, t.d. frá Háskóla (slands, Háskól-
anum á Akureyri, Háskólanum i Reykjavík og
Kennaraháskóla íslands sem mér höfðu verið
sendar. Hvað átti ég að gera við alla þessa
bæklinga þar sem ég var boðinn velkominn
í háskólana? Ég var í rauninni ekki velkom-
inn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir
mér af því að ég er með fötlun. Ég vil geta
fyllt út umsókn í háskóla. Ég vil líka fá að velja
námsbrautir og námsgreinar eftir áhugasviði
mínu. Ég get nefnt matvælabraut, tónlist,
leiklist, íþróttabraut og margt fleira. Þetta er
mjög mikið mál fyrir mig. Ég vil fá að vera í
háskóla eins og vinir mínir sem eru ófatlaðir.
Þeir eru bara eins og ég. Ég er ekki öðruvísi.
Ég hef sömu þarfir og aðrir jafnaldrar mínir.
Skúli Steinar Pétursson
(Morgunblaðsgrein 18. apríl 2007)
Tourettesamtökin:
Námskeið fyrirhugað 6. október
Fyrirhugað er að halda námskeið um Tou-
rette heilkenni og slaka hegðunarstjómun
fyrir foreldra, kennara og annað áhugasamt
fagfólk laugardaginn 6. október nk. ef þátt-
taka verður næg. Námskeiðið verður þá
haldið frá kl. 10:00-16:00 í sal Sjónarhóls á
3. hæð að Háaleitisbraut 11-13. Fyrirlesarar
verða þær Málfríður Lorange taugasálfræð-
ingur og Kristín Kristmundsdóttir félagsráð-
gjafi.
Dagskrá:
• Yfirlit um Tourette heilkenni, lýsing á einkenn-
um, orsakir, tíðni horfur og framvinda. Fylgi-
raskanir.
• Árátta og þráhyggjuhegðun hjá börnum og
unglingum með Tourette.
• Reiði og reiðistjórnun.
• Jákvæðar hegðunarmótandi aðferðir, kennsla
í notkun einfalds umbunarkerfis.
• Tourette og skólinn.
Haldin verða stutt fræðsluinnlegg og lögð
áhersla á virkar umræður. Unnið verður í fá-
mennum hópum.
Námskeiðið verður, eins og áður sagði, hald-
ið ef þátttaka verður næg og ráðstefnugjald er
18.000 kr. Fólk á vinnumarkaði getur sótt um
styrk úr starfsmenntasjóði.
í lok námskeiðsins verður í þoði samtakanna
kynning um Tourette, sem íris Árnadóttir hefur
haldið á vegum Tourettesamtakanna í skólum
og víðar. Sú kynning stendur í 1 til 2 klst. og
að lokum gætu þeir sem vilja rabbað saman
um Tourette málefni. Biðjum við þá aðila sem
hug hafa á þessu námskeiði að hafa samband
og senda tölvupóst á tourette@tourette.is eða
hringjaí 840 2210.