Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 19
ÖBÍáfram I 19
Flutti fyrirlestur um reynslu Skota af atvinnu með stuðningi:
Vinnumarkaðurinn opnari nú en áður
Áhugaverðar hugmyndir! Skotinn Michael Evans, til vinstri, og Árni Már Björnsson hjá Svæðisskrifstofu um
málefni fatlaðra í Reykjavík.
Skotinn Michael Evans, forseti Evrópusam-
takanna um atvinnu með stuðningi (EUSE),
hélt fyrirlestur hér á landi sl. vor. Evans var
formaður skosku landssamtakanna sem vinna
að framgangi atvinnu með stuðningi á árunum
1997 til 2003, en starfar nú sem framkvæmda-
stjóri vinnumiðlunar fyrir fatlaða í Dundee. Fyrir-
tækið hefur aðstoðað yfir 600 manns til vinnu
á síðustu sex árum og hefur vinnumiðlun þessi
hlotið fjölda viðurkenninga fyrir góðan árang-
ur. Michael Evans skrifaði bókina Employing
People with Disabilities - Að ráða fólk með fatl-
anir - auk þess sem hann hefur haldið fjölda
námskeiða og fyrirlestra um atvinnu með stuðn-
ingi, víða í Evrópu.
„Fólki hér á landi, sem er með minni vinnufærni
en fjöldinn, er vinnumarkaðurinn miklu opnari nú
en var fyrir fáum misserum. Bæði kemur þar til gott
ástand á vinnumarkaði og sömuleiðis eru atvinnu-
rekendur miklu jákvæðari nú en áður að gefa fólki
með sérþarfir tækifæri. Það er mjög ánægjulegt,"
segir Árni Már Björnsson hjá Svæðisskrifstofu um
málefni fatlaðra í Reykjavík. Þar á bæ sinnir hann
atvinnumálum, meðal annars þeirra sem þurfa
stuðning. Á þeim vettvangi eru hugmyndir Evans
gjarnan hafðar að leiðarljósi.
Áhersla á undirbúning
Michael Evans kom hingað á vegum Félags atvinnu
með stuðningi á íslandi, en margir úr hópi fagfólks,
sem sinna þjónustu við fatlaða, eiga aðild að því.
„Það var mjög áhugavert að heyra hugmynd-
ir og nálgun Evans, til dæmis um atvinnuþátttöku
geðfatlaðra þar sem hann leggur mikla áherslu
á góðan undirbúning og aðlögun að atvinnuþáttu
viðkomandi, til dæmis í gegnum hæfingarstöðv-
ar, dagþjónustu, verndaða vinnustaði, atvinnuleit-
arstöðvar og fleiri slíkar stofnanir," segir Árni Már
Björnsson og bætir við að staða atvinnumála fatl-
aðra einstaklinga sem þurfi stuðning sé um margt
betri hér en í nágrannalöndunum þegar kemur að
jöfnum launum á vinnumarkaðnum og stuðningi.
Hér á landi hafi menn meðal annars horft til reynslu
Skotanna, þar sem Evans hefur verið brautryðjandi
og merkisberi.
Tækifærin fleiri
„Það hefur verið mjög áhugavert að kynnast hug-
myndum hans, því hann sér bæði vankanta á mál-
um en líka tækifærin og möguleikana í stöðunni
sem eru auðvitað margfalt fleiri,“ segir Árni Már.