Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 24
24 I ÖBÍáfram Þörf er á eflingu endurhæfingar- og meðferðarrúræða fyrir langveika, að mati lækningarforstjóra Reykjalundar: „Svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi“ „Margirsem hingað koma glíma við andlega erfiðleika tengda sínum líkamlega sjúkdómi, enda verðurþetta tvennt ekki sundur skilið, “ segir Hjördís Jónsdóttir lækningaforstjóri. Efling bráðaþjónustu hefur á síðustu árum ver- ið áherslumál í heiibrigðisþjónustunni. Nú er hins vegar þörf á að fólk beini einnig kröftum að uppbyggingu endurhæfingar og meðferðar- úrræðum fyrir langveika. Þetta er mat Hjördís- ar Jónsdóttur lækningaforstjóra á Reykjalundi. „Samtök fatlaðra eru orðin sterkt afl í samfél- aginu og fólk innan vébanda þeirra gerir ríka kröfur um góða þjónustu, svo það geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Æ fleiri lifa við lang- vinna sjúkdóma og við því þarf að bregðast af hálfu heilbrigðiskerfisins, svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi.“ Um 1.100 manns sækja á ári hverju meðferð á Reykjalundi og 2.500 koma á göngudeild, það er í forskoðun, eftirfylgd eða fil að sækja ráð hjá því fagfólki sem hjá stofnunni starfar. Starfsemin skipt- ist upp í níu meðferðarsvið, það er gigtar-, hjarta-, hæfingar-, lungna-, tauga-, verkja-, geð- og offitu- og næringarsvið. Níunda sviðið er atvinnuleg end- urhæfing, Offitumeðferð viðurkennd í dag er mikil eftirspurn eftir meðferðarúrræðum á næringarsviði. Margir glíma við of mikia líkams- þyngd og ná ekki viðunandi árangri svo í óefni stefnir. „Þetta er fólk sem ekki hafði verið sinnt sem skyldi af hálfu heilbrigðiskerfisins. Með þjónustu- samningi okkar við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið árið 2005 var þörfin fyrir offitumeðferð viðurkennd en áður höfðum við um nokkurra ára skeið verið að byggja upp meðferðarúrræði fyr- ir þennan sjúklingahóp að eigin frumkvæði," segir Hjördís. í þessu efni segir hún náið og gott sam- starf við Landspítalann. Margir þeir sem þang- að fara í svonefndar hjáveituaðgerðir vegna offitu koma áðurtil sérfræðinga á Reykjalundi sem kanna andlegt og líkamlegt ástand og hvort viðkomandi geti í kjölfar aðgerðar náð þeim tökum á matarræði sínu sem nauðsynlegt er og breytt sínum lífsstíl. Að starfi þessu koma sérfræðingar á fjölmörgum svið- um, enda er á Reykjalundi rík áhersla lögð á þver- faglegt starf fagfólks í ólíkum greinum. Atferlismeðferð og áhugahvöt En hver er forsenda þess að meðferð takist eða skili að minnsta kosti árangri? Er það samvinna, opinn hugur sjúklings eða útsjónarsemi starfsfólks; að sjá lausnir sem hæfa hverjum og einum? „Árangur er háður öllum þessum þáttum og reyndar mörgum fleiri," segir Hjördís. „Að skjól- stæðingur vilji sjálfur ná bata skiptir miklu máli. Starfið hér gengur mikið út á að kenna skjólstæð- ingum breytt atferli. Við beitum til dæmis hugrænni atferlismeðferð, það er aðferð sem kennir fólki að breyta hugsunum sínum. Einnig er lögð rík áhersla Úr ársskýrslu Reykjalundar: Skoða takmarkanir og tækifæri Höfuðmarkmið atvinnulegrar endurhæfingar á Reykjalundi er að hjálpa fólki út á vinnumarkaðinn eft- ir veikindi og slys. Oft þarf að beina fólki í nám svo það hafi forsendur til að fá vinnu við hæfi. í byrjun er því mikilvægt að kanna áhuga, getu, menntun og starfsreynslu, ásamt því að skoða færni- skerðinguna, þ.e. skoða takmarkanir og tækifæri. Andleg og líkamleg færni er metin og endurhæfing skipulögð og meðferð veitt ef á þarf að halda. Unnið er einstaklingsbundið og í hópum. Mikil áhersla er á fræðslu og kennslu ásamt því að bæta líkamsvitund og vinnustellingar. Vinnulag er kannað, einn- ig áhugamál og reynt að auka vinnuþol ásamt styrk og úthaldi með fræðslu, æfingum og vinnupróf- un. ... Skjólstæðingurinn er aðstoðaður við að setja sér raunhæf markmið miðað við færni og getu. Stefnt er að vinnu við hæfi á almennum vinnumarkaði. Gott samstarf við atvinnulífið og mennta- og fræðslustofnanir er því mikilvæg undirstaða. ... Mikil þróunarvinna er stöðugt í gangi á þessu meðferðarsviði, sem byggist á hugmyndafræði sem var grunnurinn að stofnun Reykjalundar á sínum tíma, það er að aðstoða fólk að fá vinnu við hæfi og „styðja sjúkatil sjálfsbjargar."

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.