Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 29
Öryrkjabandalagið og ferðaþjónustan í samstarf:
ÖBÍáfram I 29
Samið um bætt
aðgengi
Fyrr á árinu var undirritaður samstarfssamning-
ur milli Ferðamálastofu, Öryrkjabandalags ís-
lands, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaþjón-
ustu bænda og Ferðamálasamtaka íslands um
að bæta aðgengi allra, annars vegar að áning-
ar- og útivistarstöðum og hins vegar að gisti-
og veitingastöðum um land allt.
Til að ná þessum markmiðum hafa samnings-
aðilar unnið viðmið varðandi ásættanlegt aðgengi
fyrir hreyfihamlaða að ferðamannastöðum og unn-
ið er að því að semja slík viðmið fyrir gisti- og veit-
ingastaði.
Samstarf þetta hófst árið 2005 og var hald-
in sameiginleg ráðstefna í febrúar 2006. í kjölfar-
ið var ákveðið að vinna að því að hreyfihamlaðir
eigi aðgang að sem flestum stöðum og hægt sé
að ganga að upplýsingum um aðgengi á Netinu. í
samkomulaginu er kveðið á um að þeir sem eru að
skipuleggja ferðir geti leitað upplýsinga á netinu.
Ljóst er að það er mikið verk framundan að taka út
staðina og vinna þessar upplýsingar en samstarfs-
samningurinn er stórt fyrsta skref.
Skrifað undir samninginn. Frá vinstri: Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Pétur Rafnsson, formaður
Ferðamálasamtaka íslands, Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri, Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands og Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri
Ferðaþjónustu bænda.
eftir Mary M. Robertson og Simon Baron-Cohen
Bók þessi er gefin út á íslandi í júní 2007
og er íslensk þýðing bresku bókarinnar TS: the facts.
Tourette: staðreyndir er nauðsynleg heimild fyrir alla þá sem hafa Tourette og
aðstandendur þeirra og er einnig gagnleg læknum, kennurum og þeim sem vilja
kynna sér heilkennið. Bókin er samin af sálfræðingi og geðlækni sem árum saman
hafa rannsakað Tourette. Fjallað er um orsakir þessarar röskunar, greiningu og
meðhöndlun, auk þess sem algengustu spurningum um Tourette er svarað.
Bókin er seld hjá Tourette samtökunum, www.tourette.is,
og hana má panta í tölvupósti, tourette@tourette.is eða síma 840-2210.
Athugið að verð hennar er aðeins 1.500 krónur.
Bókin mun einnig verða seld í nokkrum bókaverslunum og er heldur dýrari í
verslununum sem nemur bæði virðisaukaskatti og verslunarálagningu.
™ 'ciÆ
|þÆi-j- v
Þessifrábæra bák kemstbeint að kjarna
málsins, hún tekur á öllum htiðum þess,
er mjög notadrjúg og hér er engu gleymt
sem skiptir máti.
OliverSacks
Tourette samtSkin i Bretlandi og
\ Bandaríkjunum mæta með bókinni
m.
staðreyndir
MARY M. ROBERTSON
SIMON BARON-COHEN