Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 30

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Qupperneq 30
30 I ÖBÍáfram Sigursteinn Másson ræddi við Möru Gabrilli sem hefur umsjón með málefnum fatlaðra í einni af stærstu borgum heims Sao Paolo í Brasilíu Klukkan var að verða átta um kvöld og Mara Gabrilli búin að vera að frá klukkan átta um morg- uninn. Hún bar ekki þreytuna utan á sér. Geisl- andi augun og hlýtt brosið tók á móti mér. Eftir að hafa boðið mér inn á skrifstofu sína bað hún mig að hafa sig afskaða vegna þess að hún þyrfti að vera við atkvæðagreiðslu í þorgarstjórninni. Á meðan fletti ég í gegnum myndir af Möru við hin ýmsu tækifæri. Greinilegt er að hún nýtur virðingar og vináttu margra mjög háttsettra aðila í brasilísku samfélagi. Margar myndir eru af henni með borg- arstjóra Sao Paolo sem og fylkisstjóranum. Fyrir (fimm árum) lenti hún í alvarlegu bílslysi og lamaðist niður fyrir háls. Alla tíð síðan hefur hún lagt áherslu á endurhæfingu og byrjar hvern ein- asta morgun á stífum æfingum. Á skjá á skrifstof- unni sé ég Möru greiða atkvæði í salnum en veit ekkert um hvað málið snýst. Nokkrar mínútur líða og ég er á kafi að lýsa aðstæðum á íslandi og út- skýra starfsemi ÖBÍ fyrir skrifstofustjóra hennar og þá kemur Mara þrosandi til baka með afsök- unarorð á vörum. Hún lítur aftur á skjáinn og segir eitthvað við samstarfsfólkið og er svo rokin aftur á braut ásamt aðstoðarmanni. Enn á ný birtist Mara í salnum átta hæðum neðar og greiðir atkvæði sitt. Klukkan að verða hálf níu og ég hugsa með mér að fundur okkar hljóti nú að vera farinn út um þúf- ur. Fimmtán mínútum síðar er hún kominn til baka og og ég spyr hvort allir dagar séu svona. Nú gæt- ir dálítillar þreytu í brosinu þegar hún jánkar því og samstarfsfólkið tekur einum rómi undir það. Mara er fyrirmynd fyrir aðra fatlaða í Brasilíu. Hún kem- ur oft fram í fjölmiðlum og er þjóðþekkt fyrir atorku sína og óbilandi baráttuþrek. Hún er mjög forvit- in um ísland. Hvernig er veðrið eiginlega? Er ekki rosalega kalt þarna? Fyrstu spurningarnar sem allir Brasilíumenn spyrja. Eftir hefðbundna útskýringu á því að það sé kalt en samt ekkert svo kalt á vet- urna miðað við N-Evrópu spyr ég hana hve marga umbjóðendur hún hafi. „1,3 milljónir," svarar hún afdráttarlaust. „Fatlaðir eru hér miklu fleiri en þetta en þeir eru því miður ekki allir skráðir," bætir hún við ákveðið.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.