Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 31

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 31
ÖBÍáfram I 31 „Við eigum aðgengismálin sameiginleg með mörgum vanfærum konum og öldruðum og þurfum að þvíleyti ekkert að aðgreina okkur frá þeim. “ Sao Paolo er ekki aðeins ein af þéttbýlustu borgum heims heldur einnig ein sú allra fjölmenn- asta ásamt Mexíkóborg. Þegar spurt er hve marg- ir búa í borginni fær maður aldrei sama svar. Einn embættismaður segir 20 milljónir, annar átján, ein- hverjir 14 en þeir sem segja að 12 milljónir búa í borginni hafa gefið sig óskhyggjunni á vald. Borgin er brjálæðisleg. Umferðin er magnþrungin og óþol- andi, umferðateppur eru daglegt brauð út um alla borg og aksturslagið vitfyrrt á köflum. Hávaða- mengunin er ærandi; allskyns flautur eru þeyttar í tíma og ótíma, þyrlur með nýríka viðskiptamenn sveima yfir breiður af háhýsum, hundar gelta á bak við rimlagirðingar og stærsti flugvöllur Suður-Am- eríku er í miðbænum með lendingar og flugtök á mínútu fresti. Borgin er frumskógur alls þess versta sem stórborg bíður upp á en líka þess besta. Menningarlíf blómstrar hér, bestu veitingastaðir heims af öllu tagi eru í Sao Paolo, skemmtanalíf og ýmiskonar þjónustustarfsemi er á háu plani og svo mætti lengi telja. Þetta er líka veðurparadís þá daga sem mengunin er ekki kæfandi. Með fötluninni hefur Mara kynnst mörgum skuggahliðum borgarinnar. Hún lýsir því hvernig hundruð þúsunda manna séu rúmföst vegna þess að þau fái enga félagslega aðstoð og jafnvel engin hjálpartæki af því fólkið getur ekki greitt sjálft fyr- ir þau. Hún segir að brasilísk lög geri fyrirtækjum skylt að ráða einn fatlaðan starfsmann af tuttugu í starfsliðið. Vandinn sé hins vegar sá að oft sæki fatlaðir ekki um störfin. Um sé að ræða láglauna- störf og fólk sjái sér ekki hag í því að sækja um í Ijósi hins mikla ferðatíma og kostnaðar sem oft iiggur í ferðum til og frá vinnu. Ég útskýri þær hug- myndir sem verið er að vinna með á vettvangi ör- orkumatsnefndar forsætisráðherra á íslandi og hvernig til stendur að skilja á milli réttsins til þjón- ustu og hjálpartækja annars vegar og framfærsl- unnar hins vegar. „Við erum mjög langt frá því að vera þar sem þið eruð,“ segir Mara hugsi og andvarpar. „í Bras- ilíu þurfa fatlaðir að greiða að stórum hluta sjálfir fyrir öll sín hjálpartæki sem og þjónustu. Staðan er einfaldlega sú að möguleikar fatlaðra í landinu eru mjög undir fjárhagslegri stöðu þeirra og aðstand- enda þeirra komnir." Við umferðaræðar má sjá hreyfihamlað fólk betla eða freista þess að selja einhvern smávarn- ing. Mér er bent á einstaklinga sem hafa verið við sömu umferðarslaufurnar árum saman og í raun eignað sér staðina. Mara segir mér frá fötluðu fólki sem hafi fengið vinnu á alþjóðaflugvellinum en til þess að komast þangað þurfi að fara yfir óbrúaða á og síðan með mörgum strætisvögnum þannig að þegar upp er staðið taki ferðin í vinnuna allt að fjórar klukkustundir. Þegar búið sé svo að draga frá kostnaðinn við strætisvagnaferðir standi eftir lægri upphæð en strípaðar bætur frá Sao Paolo borg. Það er því víðar en á íslandi að fatlaðir hafa verið settir í þá stöðu að það borgi sig jafnvel ekki að vinna. Lágmarkslaun í Brasilíu samsvara um 10.000 Nokkrar staðreyndir um Brasilíu • Fimmta stærsta ríki heims • Lang stærsta land S-Ameríku, litlu minna en Bandaríkin • 8,511,965 ferkílómetrar að flatarmáli • 7,491 kílómetra strandlengja • fbúafjöldi 180 milljónir • Lífslíkur fólks 72 ár • 84% landsmanna eru læs • Höfuðborg er Brasilía krónum á mánuði. Stór hluti landsmanna þiggur slíkar tekjur mánaðarlega, t.d. þjónustufólk sem er mjög stór stétt í þessum heimshluta. Milli- og hástéttir nýta sér óspart hið ódýra vinnuafl og í fjöl- býlishúsum er regla að gert sé ráð fyrir aðstöðu fyrir þjónustufólk og sérstakar lyftur og útidyr ætl- aðar því. Fatlaðir, sem hafa þjónustufólk, eru yfír- leitt sæmilega vel settir. Mara segir að megináherslan í hennar starfi fyrir borgina hafi verið aðgengismálin. Þess sér víða stað. í stórglæsilega endurhönnuðu nýlista- safni eru fyrirtaks merkingar fyrir blinda og aðgengi þeirra að höggmyndum og skúlptúrum mjög gott. 300 strætisvagnar hafa verið útbúnir fyrir hreyfi- hamlaða og má sjá merkingar á vögnunum sem sýna aðgengi fyrir eldri borgara og vanfærar konur auk hreyfihamlaðra. „Aðalatriðið er ekki hvernig þú skilgreinir fötlunina," segir hún, „heldur það hvort um hreyfihömlun einstaklings eða annars konar færniskerðingu er að ræða. Við eigum aðgeng- ismálin sameiginleg með mörgum vanfærum kon- um og öldruðum og þurfum að því leyti ekkert að aðgreina okkur frá þeim.“ Hátt í 70 kílómetrar af gangstéttum hafa verið gerðir aðgengilegir og Mara er þessa dagana að fá borgina til að yfirtaka gangstéttir í íbúðahverfum sem hafa fram til þessa verið á ábyrgð húseigend- anna sjálfra. Mara bendir á að það sé eitt að gera almenningsvagna og stofnanir aðgengilegar en það gagnist lítið nema það takist að breyta viðhorfi fólks. „Nú, eftir að allir þessir strætisvagnar urðu aðgengilegir, erum við að lenda í því að bflsstjór- arnir keyra einfaldlega fram hjá biðstöðvum ef þeir sjá fatlaðan einstakling bíða þar.“ Það er gríðarlegt verk að vinna í Sao Paolo og þungt farg sem hvflir á herðum Möru Gabrilli. Áhugi hennar á íslandi er kviknaður og við tölum um möguleikana á því að hún heimsæki landið. Kraftaverkakona úr suðurálfu sem vill eiga sam- starf. Við tölum um að hittast aftur og fara betur yfir málin. Klukkan er að verða 10 að kvöldi og ég sé að starfsfólk Möru er orðið býsna þreytt. Fjórtán stunda vinnudagur er að baki hjá þeim og hvað morgundagurinn á skrifstofunni ber í skauti sér, veit enginn. Það eitt er víst að ekki verður setið auðum höndum. -sm.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.