Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 33

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Page 33
 ÖBÍáfram I 33 Nuddstólarnir Human Touch slá í gegn: Mýkja stífa og stirða vöðva „Stólarnir eru afskaplega þægilegir og hafa reynst mörgum vel. Þeir hafa fengið mjög góðar dóma fagfólks, til dæmis hafa samtök hnykkjarar í Bandaríkjunum mælt með þeim og segja þá gera fólki virkilega gott. Sjálfur hef ég átt við bakerfiðleika að stríða og haft af stól- unum mikið gagn. Þegar ég reyndi nuddstól- inn í fyrsta skipti á ferð minni í Bandaríkjunum var það mér mikil uppgötvun, sem varð til þess að ég trúði á gagn stólanna og hóf í framhaldi af því innflutning á þeim,“ segir Jón Amarson, framkvæmdastjóri Jóns Bergssonar ehf. við Klettháls í Reykjavík. Bandaríska fyrirtækið Human Touch hefur á undanförnum árum náð miklum og góðum árangri við þróun nuddstóla sem nálgast mannlegt hand- bragð sjúkraþjálfara og nuddara, hvort heldur er til slökunar eða lækninga. Mannleg snerting Human Touch Technology heita stólarnir sem þýða mætti sem „mannleg snerting" en með einfaldri snertingu á hnappa stjórnþorðs stólsins hefst nuddmeðferð, sem hefur fengið afar góðar umsögn. Einkaleyfisframleiðsla á stólunum líkir eftir lækningartækni sem notuð er við bak- og hryggja- meðferðir sérfræðinga. Stólarnir eru hannaðir til að fylgja eftir náttúrulegri legu hryggjarins og mýkja stífa og stirða vöðva líkamans. Nuddstólarnir líkja eftir fjórum ólíkum nuddaðferðum sem geta farið vítt og breitt um bakið. „Þinn eigin nuddari er allt- af til staðar og það allan sólarhringinn," segir Jón Arnarson. Margar stillingar Nuddstólarnir góðu bjóða upp á þrjár stillingar baknudds, hálsnudd, þrjár breiðstillingar yfir bak- ið, rafdrifið stólbak og fótaskemil, hæðarstillingar fyrir axlir, tvöfaldan höfuðpúða og fjarstýringu fyrir nudd, stólbak og fótaskemilinn góða. „Allar leið- beiningar eru mjög auðskildar og fólk er sömuleið- is fljótt að finna út hvaða nuddaðferð við hverjum kvilla. Það er sama hvort þú ert með vöðvabólgu, ert slæmur í bakinu eða vantar blóðflæði fram í fæturna vegna æðaþrengsla, nuddið í stólnum er alltaf til bóta. Fyrirtækið Human touch er með afgerandi markaðshlutdeild í sölu á nuddstólum í Bandaríkjunum og er því leiðandi á þessu sviði," segir Jón Arnarson sem hefur selt mikið af stól- num og býður á sambærilegu verði við það sem þeir eru boðnir á í Bandaríkjunum. Sjá nánar www.jonbergsson.is „Trúði á gagn stólanna og hófí framhaldi afþvíinn- flutning á þeim, “ segir Jón Arnarson, framkvæmda- stjóriJóns Bergssonar ehf. við Klettháls í Reykjavík, hér sitjandi í stólnum góða.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.