Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 37

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Blaðsíða 37
ÖBÍ áfram I 37 „Aldraðir og öryrkjar eru í erfiðri stöðu að berjast fyrir sínum rétti, þó samtök þeirra séu vissulega öflug. Þess vegna leggjum við áherslu á að leið- rétta kjör og stöðu þessara hópa. Þetta eru for- eldrar okkar - þetta eru félagar okkar - , þetta eru bræður og systur - og þetta eru börnin okkar. Við höfum sagt að lausnin felist í að treysta stoðir vel- ferðarkerfisins að norrænni fyrirmynd. Á hinum Norðurlöndunum eru sterkustu og manneskjuleg- ustu velferðarkerfin. Um leið eru þetta framsækn- ustu og samkeppnishæfustu þjóðfélög í heimi ... Það er sama hvernig á það er litið - velferðin borg- ar sig.“ Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ í ávarpi á 1. maí sl. „Læknisfræðilegar skilgreiningar einblína gjarnan á einstaklinginn, líkamlega eða andlega skerð- ingu hans og hvað hann getur ekki í samanburði við þá sem eru álitnir „eðlilegir”. Samkvæmt þess- um skilningi er litið svo á að fötlun sé persónuleg- ur harmleikur og að einstaklingurinn sé ólánsamt fórnarlamb. Hins vegar eru félagslegar nálganir þar sem litið er á fötlun sem hluta af mannlegum margbreytileika. Það sé ekkert óeðlilegt við að vera fatlaður, fötlun sé fullkomlega eðlilegur hlutur. Hins vegar verði einstaklingar fatlaðir af samfélaginu. Það er að segja að samfélagið gerir ekki ráð fyrir þeim og því eiga þeir í erfiðleikum." Rannveig Traustadóttir í grein á Vísindavef Háskóla íslands. „Gera þarf átak í uppbyggingu á þjónustu fyrir geðsjúka utan og innan stofnana. Margfalda þarf möguleika til starfsþjálfunar og fjölga vernduðum vinnustöðum. Þeir sem reka fyrirtæki verða að axla meiri ábyrgð og bjóða þeim sem hafa skerta starfsorku upp á fleiri og varanlegri atvinnuúrræði. Læknar þurfa að þekkja alla meðferðarmöguleika og vinna með öðru sérhæfðu starfsfólki þannig að allir leggist á eitt hinum veiku til aðstoðar. Mark- miðið ætti að vera skýrt: Að koma sem flestum út á almennan vinnumarkað og til betra lífs. Enginn vill búa í allsnægtaþjóðfélagi þar sem þeim sem standa höllum fæti er ekki vel sinnt.“ Tómas Zöega geðlæknir í grein í Læknablaðinu í janúar sl. Lyfjaskömmtun og persónuleg þjónusta í Laugarnesapóteki: Sjálfstæðir lyfsalar með tromp á hendi „Eftirspurn eftir lyfjaskömmtun er mikil og fer stöðugt vaxandi. Mörgum finnst þægilegt að fá skammtana tilbúna fyrir hverja inntöku, en við útbúum lyfin í slíkum pakkningum, sem við köllum bollur, til allt að fjögurra vikna í senn. í krafti smæðar okkar getum við einnig veitt við- skiptavinum okkar mun persónulegri þjónustu en apótek innan stóru lyfsölukeðjanna gera og það kann fólk vel að meta,“ segir Hanna María Siggeirsdóttir lyfsali í Laugarnesapóteki í Reykjavík. Laugarnesapótek, sem var stofnað árið 1961, er við Kirkjuteig 21 í Reykjavík. Hanna María tók við rekstrinum fyrir réttum tíu árum og hefur síðan þá bryddað upp á ýmsum nýjungum - Laugarnes- apótek var til dæmis frumkvöðull í að bjóða lyfja- skömmtunina. Þá er einnig boðið upp á ókeypis heimsendingarþjónustu lyfja sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. „Fólki sem er mjög veikt, nokkuð við aldur eða býr við einhverskonar fötlun, finnst afar þægilegt að geta fengið lyfin send heim og það í tilbúnum pakkningum til inntöku. Slíkt stuðlar í senn að því að fólk gleymir síður að taka lyfin sín og geti verið lengur heima. Þá auðveldar þetta mjög starf þess fólks sem fæst við heimahjúkrun," segir Hanna María. Styðja samkeppnina Margir skipta við Laugarnesapótek til að styrkja hina frjálsu samkeppni. „Stundum koma viðskipta- vinir hér í gáttina og spyrja hvort við séum ekki áreiðaniega utan stóru lyfsölukeðjanna, sem við að sjálfsögðu erum” segir Hanna María. Konurnar í apótekinu. Steinunn Geirmundsdóttir, Margrét Harðardóttir, Kristín Geirsdóttir og Hanna María Siggeirsdóttir. „Að finna þetta viðhorf og stuðning við það er mjög góð tilfinning,. Það eru ekki mörg sjálfstætt starfandi apótek eftir á landinu. Eigi að síður er mikilvægt að hafa í huga að lyfjamarkaðurinn all- ur er bundinn á klafa margvíslegra hafta, boða og banna. Læknarnir, sem skrifa lyfseðlana, starfa flestir samkvæmt samningum við ríkið eða eru opinberir starfsmenn, Tryggingastofnun greiðir um r--------------------------------------------\ Eirberg V J 60% af lyfjaverði og Lyfjaverðsnefnd tekur ákvörð- un um verð lyfja. Svigrúmið á markaðnum er því ekki mikið, enda þótt við hér í Laugarnesapóteki bjóðum mjög hagstætt verð. Þá höfum við sjálf- stæðu lyfsalarnir það tromp á hendi að geta veitt viðskiptavinum persónulega þjónustu sem við- skiptavinir okkar kunna svo sannarlega að meta.“

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.