Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.10.2007, Side 39
ÖBÍ áfram I 39
Stefán Jón Hafstein, verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands í Namibíu og Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra fyrir
miðri mynd. Verkefni íslendinga í landinu eru ekki síst félagsleg - og þar er aðstoð við heyrnarlausa áherslumál.
Heyrnarlausir í Namibíu fá aðstoð frá íslendingum:
Þróunarsamvinnustofnun íslands skipuleggur
nú heildstætt verkefni til aðstoðar heyrnarlaus-
um Namibíumönnum. Heyrnarlausir í land-
inu njóta fárra réttinda og eru mjög afskiptir í
skólakerfinu og almennt í samfélaginu. „Segja
má að ástandið hér sé líkt því sem var á íslandi
fyrir 30 til 40 árum” segir Stefán Jón Hafstein,
verkefnisstjóri hjá ÞSSÍ í Namibíu.
,,Það er eins og fundist hafi nýr þjóðflokkur sem
lítil sem engin samskipti hefur við hið almenna
samfélag," segir Stefán Jón. Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra á íslandi hefur verið til ráðgjafar um
skipulag verkefna og hefur Valgerður Stefánsdótt-
ir forstöðumaður komið í nokkrar heimsóknir til
landsins.
Einn fullburða leikskóli í landinu
Þróunarsamvinustofnun íslands hefur einnig stutt
þá tvo skóla og eina leikskóla landsins sem starfa
fyrir heyrnarlaus börn. Nú í haust fara af stað þrjú
námskeið til að byggja upp þekkingu og hæfni
heyrnarlausra og bæta kennslu í þeim skólum
sem til eru. Júlía Hreinsdóttir, sem er heyrnarlaus,
stjórnar þriggja mánaða námskeiði fyrir heyrn-
arlausa, sem ætlunin er að verði kennurum í skól-
unum tveimur til aðstoðar við kennslu í framtíðinni.
Eyrún Aradóttir mun kenna á túlkanámskeiði, en
mikill skortur er á hæfum túlkum í landinu.
Stefán Jón Hafstein segir að þau Valgerður vinni
nú að verkefnisáætlun fyrir næstu þrjú ár þar sem
leitast verður við að efla kennslu og rannsóknir á
namibísku táknmáli, auk þess sem ætlunin sé að
Á vinnufundi. Áætlað erað í Namibíu séu um 3.000 heyrnarlaus börn á leikskólaaldri og 6.000 börn á grunn-
skólaaldri. Aðeins 300 börn komast í grunnskóla.
fjölga leikskólum fyrir heyrnarlaus börn. ,,Við áætl-
um að í landinu séu um 3000 heyrnarlaus börn á
leikskólaaldri og 6000 börn á grunnskólaaldri, en
aðeins 300 börn komast í grunnskóla. Ástand-
ið er ennþá verra í leikskólamálum, því segja má
að aðeins einn fullburða leikskóli fyrir 10 börn sé
til í landinu. Það er nauðsynlegt að ung börn læri
snemma táknmál og foreldrar geri sér grein fyrir
menntunarmöguleikum þeirra og því er leikskólinn
mjög mikilvægur," segir Stefán Jón.
Mörg Ijón í veginum
Þróunarsamvinnustofnun gekkst fyrir viðamikilli
ráðstefnu í vor í Namibíu að undirlagi Vilhjálms Wii-
um umdæmisstjóra þar sem kallaðir voru tii leiks
allir þeir sem á einhvern hátt tengjast málefnum
heyrnarlausra. Sú ráðstefna skilaði tillögum í 30 lið-
um til stjórnvalda, og kom fram í máli Vilhjálms á
ráðstefnunni að ÞSSÍ vildi leggja sitt af mörkum til
að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd.
„Þetta verður viðamikið verkefni og það eru
mörg Ijón á veginum, sem er einkar viðeigandi
myndlíking hér í landi villidýra. En einhvers staðar
verður að byrja og það er Ijóst að ísland hefur af
miklum reynslusjóði að miðla. Á vinnufundi, sem
við héldum í byrjun september, sagði Júlía Hreins-
dóttir frá því á táknmáli hvernig réttindamálum
heyrnarlausra heima hefur miðað og vakti sú frá-
sögn mikla athygli og aðdáun. Sú saga er hvatn-
ing hér, og sú þekking sem við getum miðlað með
þessu ágæta fólki að heiman er mikilvæg,“ segir
Stefán Jón að lokum.
Eins og fundist hafi nýr þjóðflokkur