Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 2 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 0
Í SUMARDRY
KK
IN
N
SÍTRÓ
NA
DRYKK!
SUMAR
Töfraðu fram ...
LÖGREGLUMÁL „Ég sá að lögreglan
var búin að loka veginum og stopp-
aði bílinn. Þá komu þrír lögreglu-
menn að og einn með skammbyssu,“
segir Höskuldur Pétur Jónsson, fatl-
aður maður á áttræðisaldri.
Höskuldur var handtekinn af sér-
sveit lögreglunnar á sunnudag í Kjós
eftir nágrannadeilur um girðingar.
Valgarður Valgarðsson aðalvarð-
stjóri segir að nágranninn hafi til-
kynnt um ógnun og lögregluna
grunað að vopnum yrði beitt.
Í grunninn snýst málið um landa-
merkjadeilu. Höskuldur var að laga
girðingu, sem rifin hafði verið
niður, þegar nágranninn kom að.
Munnhjuggust þeir en síðan gekk
nágranninn í burtu og hringdi sím-
tal. „Ég spurði hvort þá vantaði
eitthvað,“ segir Höskuldur um það
þegar hann mætti lögreglunni.
„Rifu þeir þá upp hurðina, ég var
tættur út úr bílnum, skellt í drull-
una og handjárnaður.“ Höskuldur
hafnar því að hafa hótað of beldi.
Karl Magnús Kristjánsson, odd-
viti í Kjósarhreppi, segir að hand-
takan hafi verið í vitna viður-
vist. Fólki hafi fundist þetta mjög
undarleg vinnubrögð. Til dæmis
hafi skammbyssu verið miðað á
Höskuld.
„Við skiljum ekki af hverju vík-
ingasveitin var kölluð til út af svona
smátilefni og okkur finnst eins
og víkingasveitin sé orðin dálítið
aðgangshörð,“ segir Karl.
Kveðst oddvitinn velta því fyrir
sér hvernig standi á því að hægt sé
að kalla víkingasveit lögreglunnar
til án þess að kanna alla málavext-
ina til hlítar. – khg / sjá síðu 4
Sérsveitin beitti hörku
Fatlaður maður á áttræðisaldri var handtekinn af víkingasveit á hvítasunnu-
dag. Nágranni hans taldi sér ógnað en þeir deila um landamerki og girðingar.
VIÐSKIPTI Starfsmenn á skrifstofu
Reykjavíkurborgar hafa aðgang að
Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu-
og samkomurými við Austurvöll,
í gegnum sérstakan samning sem
borgin gerði við staðinn.
Borgin er með ellefu aðgangs-
kort sem hvert kostaði 120 þúsund
krónur auk virðisaukaskatts. Alls
nemur kostnaðurinn því 1,6 millj-
ónum króna.
Fyrirtæki og einstaklingar semja
um aðgang að vinnustofunni,
greiða árgjald og geta nýtt hana
til fundarhalda og af þreyingar.
Staðurinn hefur notið vinsælda
sem vettvangur fyrir vinnufundi
en einnig mannamót utan vinnu. Í
svari frá Reykjavíkurborg segir að
þörfin fyrir fundarrými hafi aukist
vegna hagræðingar í húsnæðis-
málum. – þfh / sjá Markaðinn
Á Kjarval í boði
borgarinnar
Karl Magnús
Kristjánsson,
oddviti í
Kjósarhreppi.
VIÐSKIPTI Lúðvík Bergvinsson, hér-
aðsdómslögmaður og fyrrverandi
þingmaður Samfylkingarinnar,
hefur stefnt ritstjóra og útgáfu-
félagi Viðskiptablaðsins fyrir meið-
yrði vegna skrifa Óðins, nafnlauss
pistlahöfundar blaðsins, um störf
hans sem óháðs kunnáttumanns
vegna kaupa N1 á Festi.
Lúðvík krefur Trausta Haf liða-
son ritstjóra um samtals þrjár
milljónir króna í miskabætur.
Lúðvík byggir málatilbúnað sinn
á því að með birtingu pistilsins hafi
verið vegið með ólögmætum og
einstaklega grófum hætti að æru og
starfsheiðri Lúðvíks og enn fremur
bornar á hann alvarlegar sakir um
lögbrot. Það liggi ljóst fyrir að virð-
ing hans hafi beðið hnekki sem og
æra hans og persóna.
– hae, kij / sjá Markaðinn
Vill 3 milljónir
í miskabætur
„Við erum að fara að reisa í haust 25 salerni á þremur stöðum,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, þar sem stóref lis safnþró blasir nú við á Völlunum undir
Almannagjá. Einar segir að nýju salernin verði við stóru bílastæðin á Hakinu, miðsvæðis í þinghelginni niðri á Völlunum, og síðan minni eining við gamla Valhallarreitinn. Safnþrær verði
grafnar langt ofan í jörð á þessum þremur stöðum. „Nú erum við loksins með í vinnslu alla þá salernisaðstöðu sem hefur vantað á Þingvöllum síðustu sex árin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI