Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 2
Veður
Vestlæg átt 3-10 m/s. Bjart með
köflum um landið austanvert,
annars skýjað og sums staðar
dálítil súld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast
SA-lands. SJÁ SÍÐU 16
Hjól fyrir alla
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Reiðhjólamiðstöðin Allir hjóla var opnuð í gær hjá Hjálpartækjaleigu Sjálfsbjargar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hjólafærni á Íslandi. Í dag er
alþjóðadagur reiðhjólsins og því náðist að opna Allir hjóla í tæka tíð til að sem f lestir geti notið hjólreiða í tilefni dagsins. Sjá síðu 24 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNSÝSLA Í nóvember í fyrra var
greint frá því að Umba – þjónustu-
miðstöð Stjórnarráðsins hefði fjár-
fest í nýjum rafmagnssportjeppa
sem ætlaður var til að þjónusta
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra. Eftir útboð bárust fjögur til-
boð frá bílaumboðum og var niður-
staðan sú að kaupa bíl af gerðinni
Mercedez Benz EQC. Kostnaðurinn
var 7,5 milljónir króna sem þótti
hagstætt verð enda um 25 – 30 pró-
senta afsláttur frá listaverði. Að auki
var gerður samningur um kaup á
þremur slíkum bílum til viðbótar
á næsta ári.
Undanfarið hefur vakið athygli
að annar bíll hefur verið notaður
til að skutla forsætisráðherra milli
staða, rafmagnsjeppi af gerðinni
Audi e-tron. Að sögn Viktors Jens
Vigfússonar, framkvæmdastjóra
Umbru, var bíllinn nýlega tekinn
á leigu þar til að yfirstandi útboði
um þrjá rafmagnsknúna ráðherra-
bíla lýkur þann 24. júní næstkom-
andi. „Mercedes Bens EQC, sem
var keyptur eftir útboð á síðasta
ári, hefur undanfarið verið nýttur
í akstur fyrir heilbrigðisráðherra,“
segir Viktor í skriflegu svari.
Að hans sögn er ekki óvanalegt að
bílar f lakki milli ráðherra. „Umbra
á og rekur f lota bifreiða og sér um
akstursþjónustu fyrir ráðherra.
Einstök bifreiðakaup eru ekki
eyrnamerkt ákveðnu ráðuneyti
eða ráðherra, þótt í framkvæmd sé
vanalega sami bíll í þjónustu hvers
ráðherra í lengri tíma. Þó kunna
bílaskipti milli ráðherra að eiga sér
stað og geta orsakast af tilteknum
akstursverkefnum eða aðgerðum
sem miða að hagkvæmi í rekstri
bílaflotans.“
Aðspurður um ástæðu þess að
Mercedez-rafmagnsjeppinn hafi
staldrað svo stutt við í þjónustu
forsætisráðherra og hvort rétt sé
að lítið pláss í farangursými sé
ástæðan segir Viktor: „Á síðasta
ári var keyptur inn einn rafmagns-
bíll til reynslu. Ástæða tilfærslu var
liður í prófunum á hvernig sá bíll
hentar og gefa f leiri bílstjórum og
ráðherrum kost á að reyna bílinn. Í
útboði sem nú stendur yfir var síðan
tekið mið af þeirri reynslu þegar
tæknilegar kröfur voru mótaðar
fyrir næstu innkaup. Þá var horft
til rýmis í bílnum auk tæknilegra
þátta og öryggiskrafna í samráði við
Ríkislögreglustjóra. Meðal annars
voru gerðar auknar kröfur um rými
og veghæð.“
Stefna ríkisstjórnarinnar er sú
að nota eingöngu rafmagnsknúna
bíla og reiknar Viktor með því að
það markmið náist innan þriggja
ára. bjornth@frettabladid.is
Skipti um ráðherrabíl
því skottið var of lítið
Rafmagnsjeppi, sem keyptur var fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra,
hefur verið færður til og þjónustar nú Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð-
herra. Ástæðan var meðal annars sú að farangursrými hans reyndist of lítið.
Nýr bíll hefur þjónustað forsætisráðherra undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARI
Meðal annars voru
gerðar auknar
kröfur um rými
og veghæð.
Viktor Jens Vig-
fússon, fram-
kvæmdastjóri
Umbru
REYK JAVÍK Íbúar í Háaleiti hafa
áhyggjur af fíkniefnaneyslu og
hugsanlegri sölu slíkra efna við hús
þar sem rekið er athvarf fyrir heim-
ilislaust fólk .
Um er að ræða 500 fermetra hús
við Safamýri 89 sem hefur verið í
leigu Kærleikssamtakanna frá því
í byrjun árs. Í húsinu geta allt að 23
einstaklingar dvalið um lengri eða
skemmri hríð.
Greint var frá áhyggjum íbúa
á fundi íbúaráðs Háaleitis og
Bústaðahverfis. Tók íbúaráðið í
bókun undir áhyggjur íbúa af stöðu
mála, ekki síst vegna nálægðar við
skóla, leikskóla og íþróttastarf.
„Mikilvægt er að fylgjast vel með
framvindu mála og kalla eftir því að
talsfólk Kærleikssamtakanna sem
reka húsið verði sér úti um tilskilin
leyfi verði sýnt fram á að þarna sé
um leyfisskylda starfsemi/með-
ferðarúrræði að ræða,“ segir í bók-
uninni. – bþ
Áhyggjur af
dópi í Safamýri
LÖGREGLUMÁL Lög reglan á Akur-
eyri telur að eldurinn sem kom upp
í frysti húsi Hrísey Seafood í Hrís-
ey á föstu daginn hafi kviknað af
manna völdum.
„Við erum bara að nota úti-
lokunar að ferðina. Við teljum
þannig að það sé nánast úti lokað
að bruninn hafi komið til vegna
raf magns bilunar. Við byggjum það
á mati sér fræðings Hús næðis- og
mann virkja stofnunar,“ segir Bergur
Jóns son, að stoðar yfir lög reglu þjónn
á Akur eyri.
Í fyrstu var talið að kviknað
hefði í vegna raf magns bilunar þar
sem lyftarar voru í hleðslu í frysti-
húsinu. Sér fræðingurinn hefur úti-
lokað þann mögu leika. „Þá hlýtur
bruninn að vera af manna völdum
og þá koma tveir mögu leikar til
greina,“ út skýrir Bergur. „Í kveikja
eða slys. Við höllumst frekar að
því að þetta hafi nú verið slys. Við
vitum að það var verið að sjóða
þarna, raf sjóða eða log sjóða, þannig
það er svo sem ekki ó lík leg skýring.“
Verkstjóri sem starfar hjá Hrísey
Seafood og gisti í húsinu þessa nótt
og var þar einn svo vitað sé gerði
fyrst viðvart um eldinn. Er Frétta-
blaðið náði tali af honum í gær til
að inna hann eftir atburðarásinni
neitaði hann alfarið að tjá sig.
– ókp, ab
Tjáir sig ekki
um eldsvoðann
Eldsvoðinn í Hrísey síðastliðinn
föstudag. MYND/HERMANN ERLINGSSON
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð