Fréttablaðið - 03.06.2020, Page 4
Við skiljum ekki af
hverju víkinga-
sveitin var kölluð til út af
svona smátilefni og okkur
finnst eins og víkingasveitin
sé orðin dálítið aðgangshörð.
Karl Magnús Kristjánsson,
oddviti í Kjósarhreppi
Gerir sláttinn auðveldari
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með
MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða
vélanna að þínum gönguhraða.
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
LÖGREGLUMÁL „Ég sá að lögreglan
var búin að loka veginum og stopp-
aði bílinn. Þá komu þrír lögreglu-
menn að og einn með skamm-
byssu,“ segir Höskuldur Pétur
Jónsson, maður á áttræðisaldri
sem var handtekinn af sérsveit lög-
reglunnar á sunnudag í Kjós.
Lögreglan segist hafa fengið til-
kynningu um ógnandi tilburði og
hættu á að vopnum yrði beitt. Hösk-
uldur segir svo ekki vera en að lög-
reglan hafi brotist inn í hús dóttur
hans og tekið óvirkan riffil.
„Þetta er ágreiningsmál á milli
manna þarna upp frá um girðingar,“
segir Valgarður Valgarðsson, aðal-
varðstjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. „Það var grunur um
að maður ætlaði að beita vopnum á
hinn aðilann.“
Málið snýst í grunninn um landa-
merkjadeilu sem er í kæruferli á
milli eigenda tveggja jarðarhluta
sem áður tilheyrðu Þúfukoti. Taldi
Höskuldur sig í rétti til að laga girð-
ingu á hluta jarðarinnar sem hafði
verið rifin niður. Segir hann girð-
inguna jafnframt innan veghelg-
unarsvæðis. Kom þá nágranninn
að og munnhjuggust þeir í skamma
stund, uns nágranninn fór og Hösk-
uldur kláraði lagfæringuna.
„Ég spurði hvort þá vantaði eitt-
hvað,“ segir Höskuldur um þá stund
þegar hann mætti lögreglunni.
„Rifu þeir þá upp hurðina, ég var
tættur út úr bílnum, skellt í drull-
una og handjárnaður.“ Hafi þetta
gerst svo snöggt að ekki hafi gefist
rúm til að setja bílinn í stöðvun-
argír og minnstu hafi munað að
jeppinn endaði framan á lögreglu-
bílnum. Lögreglan sjálf hafi rétt náð
að stöðva jeppann.
Höskuldur, sem er 72 ára gamall
og fatlaður eftir reiðslys, var ekki
yfirheyrður á staðnum heldur var
farið með hann á lögreglustöðina
við Hlemm og hann vistaður þar í
sex klukkutíma. Eftir skýrslutöku
var honum sleppt, peningalausum
og forugum. Átti hann í erfiðleikum
með að komast heim í Kjós aftur.
Höskuldur segir að lögreglan hafi
einnig ruðst inn í hús dóttur hans
og gert þar mikla leit. Hafi hún tekið
gamla rússneska og óvirka hagla-
byssu sem hékk uppi á vegg.
Valgarður segir að ekki hafi verið
farið fram á gæsluvarðhald yfir
Höskuldi, heldur var honum sleppt
eftir skýrslutöku. Aðspurður hvað-
an upplýsingar um ógnanir hafi
komið segir hann þær frá hinum
aðilanum, nágrannanum. „Hann
hefur sjálfsagt haft í hótunum eða
eitthvað álíka og þá förum við að
gát í það og tryggjum allt og alla.“
Aðspurður hvort hann hafi beitt
hótunum í garð nágranna síns segir
Höskuldur svo ekki vera. Hann hafi
þó verið reiður og bölvað. Frétta-
blaðið náði ekki tali af umræddum
nágranna.
Karl Magnús Kristjánsson, odd-
viti Kjósarhrepps, segir handtök-
una hafi verið í vitna viðurvist og
að fólki hafi fundist þetta mjög und-
arleg aðgerð. Til dæmis að skamm-
byssu hafi verið miðað á Höskuld.
„Við skiljum ekki af hverju vík-
ingasveitin var kölluð til út af svona
smátilefni og okkur finnst eins
og víkingasveitin sé orðin dálítið
aðgangshörð,“ segir Karl og veltir
því fyrir sér hvernig standi á því að
hægt sé að kalla sveitina til án þess
að kanna mál til hlítar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Sérsveit handtók aldraðan
mann eftir girðingarvinnu
Sérsveit lögreglunnar handtók fatlaðan mann á áttræðisaldri í Kjósarsýslu eftir að hann hafði lagfært
girðingu á landi sem hann deilir um við nágranna sinn. Hreppstjóri undrast vinnubrögð lögreglunnar
í málinu. Lögreglan segist hafa fengið upplýsingar um ógnandi hegðun mannsins frá nágrannanum.
Höskuldur átti erfitt með að koma sér aftur heim í Kjós eftir að honum var sleppt úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNSÝSLA Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, braut jafnréttislög með því
að skipa Pál Magnússon í embætti
ráðuneytisstjóra í stað konu. Er það
niðurstaða kærunefndar jafnréttis-
mála að ráðherra hafi vanmetið
konu í samanburði við Pál.
Fjórir voru metnir hæfastir af
hæfnisnefnd, Páll, tvær konur og
annar karl. Hafdís Helga Ólafsdótt-
ir, skrifstofustjóri í forsætisráðu-
neytinu, sem sótti um stöðuna, var
ekki þar á meðal,kærði ráðninguna.
Eftir að hafa fengið gögn frá ráðu-
neytinu kærði Hafdís ráðninguna
til kærunefndar jafnréttismála.
Í úrskurðinum segir að Lilja hafi
vanmetið Hafdísi samanborið við
Pál varðandi menntun, reynslu af
opinberri stjórnsýslu, leiðtoga-
hæfileika og hæfni til að tjá sig í
riti. Þá hafi verið verulegur skortur
á efnislegum rökstuðningi fyrir
ráðningunni og ljóst sé að Páll hafi
ekki staðið Hafdísi Helgu framar.
Í svari til Fréttablaðsins segir
ráðherra að við skipunina hafi
verið farið eftir niðurstöðum
hæfnisnefndar. „Við mat hæfnis-
nefndarinnar og með sjálfstæðu
mati ráðherra var horft til málefna-
legra sjónarmiða sem fram komu í
auglýsingu um embættið. Við sjálf-
stætt mat ráðherra taldi hann ekki
ástæðu til að víkja frá niðurstöðu
hæfnisnefndarinnar en eins og fram
kemur í skýringum með lögunum
þurfa að liggja fyrir veigamiklar,
hlutlægar eða málefnalegar ástæður
til að víkja frá mati hæfnisnefndar.
Því var skipaður ráðuneytisstjóri
úr hópi þeirra fjögurra sem metin
höfðu verið hæfust, að undangengn-
um viðtölum. Umsækjendunum
fjórum, tveimur konum og tveimur
körlum, voru gefnar einkunnir sam-
kvæmt skýru verklagi.“ – ab, okp
Lilja Alfreðsdóttir braut jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra
Kærunefnd telur að ráðherra hafi
vanmetið konu sem sótti um.
DÓMSMÁL Tryggingastofnun ríkis-
ins hefur óskað eftir að blaðið birti
eftirfarandi fréttatilkynningu:
„Á forsíðu Fréttablaðsins, 2. júní
2020, var því ranglega haldið fram
að Sýslumaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu hafi sent Tryggingastofnun
ríkisins (TR) kröfu um fjárnám í
kjölfar kröfu tveggja öryrkja sem
höfðu ekki fengið greidda dóm-
sátt innan hefðbundins greiðslu-
frests. TR hafi í kjölfar þess greitt
umrædda dómsátt.
Hið rétta er að engin slík krafa
barst, eða mun berast til TR enda
var málið afturkallað. Dómsátt var
greidd út á miðvikudeginum 27.
maí, 2020.
Samkvæmt venju eru gefnir 15
dagar til greiðslu á dómsátt, en í
þessu tilfelli liðu 11 virkir dagar
umfram hefðbundinn greiðslufrest
og harmar TR þá töf.“
Athugasemd ritstj.
Fréttablaðið hefur fjárnámsboðun-
ina undir höndum, útgefna og undir-
ritaða af embætti Sýslumannsins á
höfuðborgarsvæðinu. Uppgjör á
grundvelli dómsáttar fór fram eftir
að hún hafði verið gefin út. Enginn
reki er gerður að því í tilkynningu TR
að útskýra ástæðu þess að 11 virkir
dagar liðu fram yfir greiðslufrestinn.
Fréttablaðið stendur við fréttina.
Segir frétt ranga
KJARAMÁL Atkvæðagreiðsla Fé lags
ís lenskra hjúkrunar fræðinga (FÍH)
um boðun ótímabundins verkfalls
hófst í gærkvöld.
Kjara samningar hjúk r unar-
fræðinga hafa verið lausir í rúmt
ár en samningur sem gerður hafði
verið var felldur í lok apríl.
Samninga nefndir FÍH og ríkisins
hafa fundað nokkuð stíft með ríkis-
sátta semjara upp á síð kastið en lítið
hefur þó þokað í við ræðunum.
Atkvæðagreiðslunni, sem nær til
rúmlega 2.500 hjúkrunarfræðinga,
lýkur á föstudag. – okp
Greiða atkvæði
um verkfall
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð