Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 6
Í öðru lagi er ákveðin tilhneiging hjá starfsmönnum stjórn- valda, sem er bæði eðlileg og mannleg, til að vilja ekki bera ábyrgð á því að eitt- hvað viðkvæmt fari út. Oddur Þorri Viðarsson R E YK JAVÍ K Verk f ræðistof unni Verkís verður falið að kanna hús- næði Fossvogsskóla með tilliti til heilnæmis. Líkt og Fréttablaðið greindi frá nýverið hafa minnst fimm nemendur fundið fyrir ein- kennum þrátt fyrir hundraða millj- óna framkvæmdir vegna leka- og mygluvandamála í húsnæðinu. Verður það á ábyrgð skólastjóra að reka málið fyrir hönd starfsfólks og foreldra. „Hlutverk sérfræðinga þeirra er þá að beina sjónum að tilteknum rýmum skólans sem starfsmenn og foreldrar hafa óskað eftir að skoðuð verði sérstaklega með tilliti til heil- næmis og að kanna hvort mögulegt sé að við fyrri athuganir hafi þeim yfirsést eitthvað,“ segir í bréfi Ingi- bjargar Ýrar Pálmadóttur skóla- stjóra til foreldra. Fulltrúar frá skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkurborgar, umhverf- is- og skipulagssviði og skólaráð Fossvogsskóla, funduðu um stöðu húsnæðisins í síðustu viku. Fram kom á fundinum að áætlun um framkvæmdir verði gerð með hlið- sjón af niðurstöðum Verkís til við- bótar við þær aðgerðir sem gripið verður til í sumar og tengjast loft- glugga í Vesturlandi og gaflglugga í Austurlandi. Lögð er áhersla á að mögulegum endurbótum verði lokið fyrir skólabyrjun í ágúst 2020, en það kann að dragast ef umfangið verður mikið. Þá eiga fulltrúar borgarinnar að funda með skóla- ráði hálfsmánaðarlega meðan á framkvæmdum stendur. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla, fagnar þessu. „Við erum mjög ánægð með að á okkur verði hlustað, málið sé tekið alvarlega og að Verkís taki sýni í takti við ábendingar,“ segir Karl Óskar. – ab Verkfræðistofunni Verkís falið að kanna húsnæði Fossvogsskóla Við erum mjög ánægð með að á okkur verði hlustað, málið sé tekið alvarlega og að Verkís taki sýni í takti við ábendingar. Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla STJÓRNSÝSLA Ný reglugerð Evrópu- sambandsins um persónuvernd með tilheyrandi lagabreytingum, námskeiðahaldi og kynningum, hefur ýtt undir varfærni opinberra starfsmanna við veitingu upplýs- inga á grundvelli upplýsingalaga. Þetta segir Oddur Þorri Viðarsson, ráðgjafi um upplýsingarétt almenn- ings hjá Stjórnarráðinu. Hlutverk ráðgjafa um upplýsinga- rétt var tekið upp með breytingum á upplýsingalögum í fyrra sem gerð- ar voru að tillögu nefndar forsætis- ráðherra undir formennsku Eiríks Jónssonar prófessors og nú dómara við Landsrétt, um umbætur á lög- gjöf um tjáningarfrelsi. „Ég var ritari þeirrar nefndar og sá nú ekki fyrir mér þegar þetta var til umræðu að hlutverkið myndi enda hjá mér,“ segir Oddur Þorri. Sú ákvörðun hafi hins vegar verið tekin að ráða ritara í fullt starf fyrir úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál, en því hlutverki hafði Oddur gegnt um nokkurra ára skeið ásamt öðrum störfum sínum í ráðuneyt- inu. „Ráðning Ásthildar Valtýsdóttur í fullt starf fyrir úrskurðarnefndina hefur haft þau áhrif að það hafa aldrei fallið jafn margir úrskurðir hjá nefndinni og á síðasta ári og bið- tíminn styttist smám saman.“ Hugmyndin um sérstakan ráð- gjafa fæddist í nefnd Eiríks. „Meðal vandamála sem nefndin bar kennsl á og var að reyna að leysa er þegar opinberir aðilar synja upplýsinga- beiðnum til öryggis,“ segir Oddur Þorri. Fyrir slíkum synjunum séu tvær meginástæður. „Í fyrsta lagi eru sum mál afar snúin, til dæmis þegar um er að ræða beiðni um viðkvæmar upp- lýsingar eða gögn sem geta inni- haldið slíkar upplýsingar. „Í öðru lagi er ákveðin tilhneiging hjá starfsmönnum stjórnvalda, sem er bæði eðlileg og mannleg, til að vilja ekki bera ábyrgð á því að eitt- hvað viðkvæmt fari út,“ segir Oddur. Starfsmaðurinn standi þá frammi fyrir ákvörðun um að af henda gögnin og bera þá ábyrgðina eða prófa að synja beiðninni og láta úrskurðarnefndina um að úrskurða í málinu. „Við höfum séð þetta bæði í máli stjórnmálamanna og for- stöðumanna stofnana, sem finnst gott að fá einhvern utanaðkomandi aðila til að segja að upplýsingar eigi að af henda almenningi. Það þarf ekki að leita lengi í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar til að bera kennsl á þennan vanda. Hugmyndin með ráðgjafanum er að stofnanir geti miklu fyrr fengið utanaðkomandi aðila til að segja: „Þessi gögn mega fara út. Þannig er hægt að afgreiða mál miklu fyrr í staðinn fyrir að mál þurfi að fara til úrskurðarnefndarinnar, sem getur tekið nokkra mánuði.“ Oddur segir þá miklu áherslu á persónuvernd sem fylgt hafi nýju reglugerð Evrópusambandsins hugsanlega hafa ýtt undir þessa varfærni og jafnvel haft áhrif á opinbera umræðu um upplýsinga- rétt almennings. „Fram eftir öldum, áður en upplýsingalög tóku gildi, var í raun litið svo á að opinberar upplýsingar væru bara fyrir stofn- anir og embættismenn. Áhersla var lögð á að upplýsingar væru öruggar og færu leynt. Síðustu áratugina sjáum við viðhorfin fær- ast smám saman yfir á hagsmuni almennings af því að fá að kynna sér upplýsingarnar og til að veita stjórnvöldum aðhald. Þessi mikla áhersla á persónuvernd undanfarin ár hefur kannski aðeins fært þessi viðhorf til baka í átt til öryggis og leyndar,“ segir Oddur. Hann segir þó mikilvægt að undirstrika að það eru upplýsingalög sem gilda um aðgang að upplýsingum og takmarkanir á upplýsingarétti og stjórnvöld geti ekki synjað um aðgang á grundvelli persónuverndarlaga. „Persónuverndarlöggjöf in er auðvitað mjög mikilvæg og það verða að vera skýrar reglur um það hvernig á að varðveita og vinna með persónuupplýsingar. Það má hins vegar ekki rugla því saman við rétt almennings til að kynna sér upp- lýsingar. Þetta eru skyld viðfangs- efni og þegar við metum hvort upp- lýsingar eru viðkvæmar þá horfum við til persónuverndarlaganna og skoðum hvað eru viðkvæmar per- sónuupplýsingar. Það trompar hins vegar ekki tjáningarfrelsið eitt og sér,“ segir hann. Oddur tekur fram að opinberir aðilar fái hundruð og jafnvel upp í þúsundir upplýsingabeiðna í hverri viku og í f lestum tilvikum fái fólk umbeðnar upplýsingar án vandkvæða. Sumir verði kannski frekar fyrir því en aðrir að vekja tortryggni og þá upplifun að til standi að klekkja á viðkomandi stjórnvaldi. Þetta eigi ekki síst við um blaðamenn. „Það er hlut- verk ráðgjafans að hjálpa starfs- mönnum stjórnvalda upp úr þeim hjólförum,“ segir Oddur en bendir einnig blaðamönnum á að það geti verið gagnlegt að hafa upplýsinga- beiðnir einfaldar og sleppa öllum málalengingum. „Um leið og þú ferð að tala um tjáningarfrelsi og varðhunda lýðræðis í upplýsinga- beiðninni, þá hrökkva stjórnvöld strax í vörn,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum að fást við mannlegar tilfinningar.“ Oddur segir að því starfi að koma upplýsingarétti almennings í gott horf verði aldrei lokið. Bæði sé þró- unin hraðari en löggjafinn ráði við og svo sveif list jafnvægið stöðugt milli aðgangs að upplýsingum og upplýsingaleyndar. Þá séu upplýs- ingalögin í rauninni mjög opin fyrir túlkun. „Þótt meginregla upplýsinga- laganna sé alveg skýr, að veita eigi aðgang að upplýsingum, á hún til að gleymast í takmörkunarheim- ildunum,“ segir Oddur og vísar í dæmaskyni til ákvæðis um vinnu- gögn. Það er ákveðin tilhneiging hjá stofnunum til að lesa yfir lögin til að reyna finna synjunarheimild og staðnæmast til dæmis við ákvæði um vinnugögn. Þá er beiðninni synjað strax á grundvelli þess í stað þess að reyna að finna leið til að af henda gögnin. Opinberir aðilar ættu einungis að vísa til synjunar- heimilda þegar það er nauðsynlegt til að vernda tiltekna hagsmuni.“ Oddur nefnir einnig ákvæði í upplýsingalögum um aukinn aðgang og segir að jafnvel þótt eitt- hvað sé skilgreint sem vinnugagn eigi samt að taka afstöðu til þess hvort eigi að afhenda það. „Við ættum alltaf að miða við efni upplýsinganna en ekki formið,“ segir Oddur og bætir við: „Það sem ég legg áherslu á er að opinberir starfsmenn skoði gögnin sem verið er að biðja um og spyrji sig hvort þau innihaldi viðkvæmar upp- lýsingar, í stað þess að skoða lögin í leit að leið til að synja. Jafnvel þótt synjunin sé staðfest af úrskurðar- nefndinni í kjölfarið stuðla tíðar óþarfar synjanir um upplýsingar að aukinni tortryggni.“ Oddur er í óðaönn að fræða starfsmenn ráðuneyta og stofnana um hlutverk sitt. „Ég er búinn að hitta upplýsingafulltrúa allra ráðu- neytanna og hef heimsótt nokkrar opinberar stofnanir, auk námskeiðs sem ég verð með í Stjórnarráðs- skólanum og á nýliðadegi Stjórnar- ráðsins. „Þar biðla ég til nýrra starfs- manna ráðuneytanna að ganga í lið aukinnar upplýsingagjafar.“ adalheidur@frettabladid.is Ævistarf að auka upplýsingaréttinn Áhersla á persónuvernd eykur varfærni hjá stjórnvöldum við að afhenda upplýsingar, segir nýr ráðgjafi stjórnvalda um upplýsinga- rétt almennings. Hann segir að þótt langflestum beiðnum sé svarað eigi stjórnvöld til að fara í vörn við fyrirspurnum fjölmiðla. Oddur Þorri Viðarsson veitir starfsfólki hins opinbera ráðgjöf um upplýsingarétt almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.