Fréttablaðið - 03.06.2020, Síða 8
Við þurfum að
horfa á kóróna
veiruna og kerfisbundinn
rasisma, líkt og þetta atvik,
með sömu augum.
Errin Haines, Blaðakona
BANDARÍKIN Mótmælendur söfnuð-
ust saman um gjörvöll Bandaríkin
í gær, sjöunda daginn í röð, eftir að
George Floyd lést við handtöku í
Minneapolis í síðustu viku. Floyd
var 46 ára svartur karlmaður og lést
eftir að lögreglumaður kraup á hálsi
hans í rúmar átta mínútur við hand-
töku. Floyd bað hann ítrekað að losa
takið þar sem hann næði ekki and-
anum. Atvikið náðist á myndband.
Mikil reiði ríkir meðal mótmæl-
enda vegna dauða Floyds og hafa
miklar óeirðir orðið í kjölfar dauða
hans. Útgöngubann hefur verið sett
á í fjölda borga Bandaríkjanna. Um
4.500 manns hafa verið handteknir
og fjöldi fólks hefur meiðst. Í það
minnsta fimm lögreglumenn hafa
orðið fyrir byssuskotum og talið
er að sex mótmælendur hafi látið
lífið í óeirðunum. Meirihluti mót-
mælanna hefur þó farið friðsamlega
fram.
Dauði Floyds hefur vakið reiði
um allan heim, sér í lagi í Bandaríkj-
unum, en fjöldi svartra Bandaríkja-
manna og -kvenna hefur látist þar
af völdum lögreglunnar í gegnum
árin. Þá endurspeglar reiði mót-
mælenda einnig margra ára gremju
vegna félags- og efnahagslegrar
mismununar og kynþáttafordóma
í garð svartra í landinu, ekki síst í
Minneapolis, þar sem Floyd lést.
Upphaf leg krafa mótmælend-
anna var að Derek Chauvin, lög-
reglumaðurinn sem kraup á hálsi
Floyd, yrði handtekinn og ákærð-
ur. Hann var síðan handtekinn og
ákærður fyrir morð af þriðju gráðu
og manndráp á föstudaginn, en
þrátt fyrir handtökuna er enn ekk-
ert lát á mótmælunum, enda nær
saga lögregluof beldis í garð svartra
í Bandaríkjunum mun lengra en að
andláti Floyds og mótmælendur
krefjast nú réttlætis og breyttra
aðgerða í slíkum málum.
Lögreglumenn í Minneapolis
hafa beitt hálstakinu, sem talið er
hafa dregið Floyd til dauða, minnst
428 sinnum frá árinu 2012. Þá vekur
athygli að í tveimur þriðju tilfella
var hálstakið notað gegn þeldökk-
um einstaklingum í borg þar sem
þeldökkir eru í miklum minnihluta,
eða 19 prósent íbúa.
Samstaða hefur myndast um
heim allan og hafa mótmælendur
til að mynda komið saman í Þýska-
landi, Bretlandi, Frakklandi, Íran og
í Sýrlandi. Skipulagður samstöðu-
fundur verður á Austurvelli klukk-
an 16.30 í dag.
Bandaríska blaðakonan Errin
Haines segir að tímasetning dauða
Floyds og samhengið við kóróna-
veirufaraldurinn geti haft mikið
að segja um samstöðuna sem fylgt
hefur í kjölfarið. „Við þurfum að
horfa á kórónaveiruna og kerfis-
bundinn rasisma, líkt og þetta
atvik, með sömu augum. Við höfum
ákveðið að horfa á veiruna þannig
að við séum öll í þessu saman en
nú kemur í ljós hvort við getum
litið rasismaveiruna sömu augum.
Sú veira er að breiðast út í miðjum
faraldrinum og það virðist skipta
máli,“ segir hún.
Em bættis menn í höfuð stöðvum
varnar mála ráðu neytisins í Penta-
gon eru sagðir hafa á hyggjur af
hegðun og full yrðingum Donalds
Trump Banda ríkja for seta í kjöl-
far stjórn lausra ó eirða víðs vegar í
Banda ríkjunum vegna dauða Flo-
yds. En forsetinn sagði í ávarpi sínu
til þjóðarinnar í fyrradag að hann
myndi senda hermenn til að ná
stjórn á mótmælunum í þeim til-
vikum sem ríkis- og borgarstjórar
gætu það ekki. Til þess myndi hann
nýta lög frá árinu 1807 sem leyfa
forsetanum að senda bandaríska
hermenn til að ná stjórn á óreiðum
á bandarísku landsvæði.
CNN hefur það eftir heimildar-
mönnum innan var nar mála-
ráðu neytisins að em bættis menn
hafi verið ó ró legir jafn vel áður en
Trump hét afskiptum hersins. Þeir
reyna nú að sann færa for setann um
að á standið sé ekki komið á það stig
að senda þurfi her menn á svæðið og
það sé ekki gert fyrr en ríkis stjórar
kalli eftir því. Nánar er fjallað um
mótmælin í Bandaríkjunum á
frettabladid.is.
birnadrofn@frettabladid.is
fanndis@frettabladid.is
Áframhaldandi mótmæli og
óeirðir víða um Bandaríkin
Gífurlegur fjöldi fólks heldur áfram að safnast saman til að mótmæla dauða George Floyd og stigmagn-
ast ástandið með degi hverjum. Bandaríkjaforseti var myrkur í ávarpi sínu til Bandaríkjamanna í gær.
Embættismenn hafa áhyggjur af hegðun forsetans. Mikil samstaða ríkir víða um heim.
HÚSNÆÐISMÁL Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamálaráð-
herra, segir að um fjögur þúsund
einstaklingar búi í atvinnuhús-
næði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
segir ráðherra í svari við fyrirspurn
Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur,
þingmanns Vinstri grænna, sem
birtist í gær á vef Alþingis.
Slökkviliðsstjórar á höfuðborgar-
svæðinu framkvæmdu könnun á
búsetu einstaklinga í húsnæði árið
2017. Nú mun vera búið að endur-
skoða þær upplýsingar með nýlegri
vettvangskönnun og ábendingum
„og eru þær því ekki nákvæmar“.
Því gætu verið talsvert f leiri eða
jafnvel færri sem búa í atvinnuhús-
næði.
Ráðherra segir að einstaklingar
og fjölskyldur á leigumarkaði sem
ekki eiga kost á að búa annars stað-
ar en í atvinnuhúsnæði eigi að snúa
sér til sveitarfélags síns til að leita
lausna á húsnæðisvanda sínum.
Hann bendir á að sambærileg könn-
un hafi ekki verið framkvæmd ann-
ars staðar en á höfuðborgarsvæðinu
að því er hann best viti og því ekki
hægt að vita um stöðu þessara mála
á landsbyggðinni.
Bjarkey Olsen spurði ráðherra
hvaða úrræði stæðu fólki til boða
sem ekki á kost á viðunandi hús-
næði. „Aðgengi fólks að viðunandi
húsnæði verði best tryggt með því
að stuðla að auknu framboði slíks
húsnæðis hvort sem er til eignar
eða leigu, að húsnæðisstuðningi sé
hagað þannig að hann mæti þörfum
fólks og með því að ef la fræðslu
um þau húsnæðisúrræði sem fólki
standa til boða,“ segir í svari ráð-
herra og bendir hann á að slíkar
aðgerðir séu í farvatninu.
Jafnframt sagði ráðherra að ríkið
hafi varið tæplega tólf milljörðum
króna til stofnframlaga til að styðja
við byggingar eða kaup á rúmlega
tvö þúsund almennum íbúðum,
sem eru ætlaðar einstaklingum og
fjölskyldum með lágar tekjur.
„Með framboði slíkra íbúða er
gagngert stefnt að húsnæðisöryggi
fyrir tekjulægri hópa og stuðlað að
því að húsnæðiskostnaður þeirra sé
í samræmi við greiðslugetu,“ segir
ráðherra.
„Ríkisstjórnin hefur skuldbundið
sig til að auka við fjárveitingu inn
í almenna íbúðakerfið sem nemur
tveimur milljörðum króna fyrir
hvert ár á tímabilinu 2020 til 2022.
Þannig má vænta þess að almenn-
um íbúðum fjölgi um 1800 til við-
bótar á næstu þremur árum.“ – ilk
Um fjögur þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði
Ásmundur Einar
Daðason, félags-
og barnamála-
ráðherra.
Mótmælendur í Minneapolis í Minnesota hafa komið saman í borginni á hverjum degi frá því að George Floyd lést
fyrir rúmri viku. Mótmælin hafa yfirleitt farið vel fram en útgöngubann hefur verið sett á í yfir 40 borgum. MYND/AFP
Iðnaðarhúsnæði er oft nýtt til íbúðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
SPÁNN Heilbrigðisráðuneyti Spánar
greindi frá því í gær að í tvo daga í
röð hefði enginn látist af völdum
COVID-19 í landinu. Hins vegar
hefði tilfellum fjölgað milli daga, úr
71 í 137. Þetta kemur fram í enskri
vefútgáfu spænska stórblaðsins El
Pais.
Alls höfðu í gær verið skráð
27.127 dauðsföll af völdum COVID-
19 á Spáni sem orðið hefur illa úti í
faraldrinum. Alls höfðu verið stað-
fest 239.932 tilfelli að sögn El Pais.
Taka bæri tölunum með fyrirvara
þar sem heilbrigðisráðuneytið væri
enn að uppfæra gögn.
Þá kemur fram að í átta héruðum
Spánar hafi enginn látist úr COVID-
19 síðustu vikuna. – gar
Engin dauðsföll
tvo daga í röð
COVID-19 leikur Spánverja grátt.
AUSTURRÍKI Austurrísk stjórnvöld
hafa kynnt vinningstillögu í stórri
samkeppni um breytingar á fæð-
ingarheimili Adolfs Hitler. Í nóvem-
ber á síðasta ári var greint frá því að
stjórnvöld hygðust breyta húsinu í
lögreglustöð og var þá efnt til áður-
nefndrar samkeppni. Húsið hefur
verið í eigu austurrískra stjórnvalda
frá árinu 2016 en þá var gengið frá
kaupum á því eftir að lengi hafði
verið rifist um hver afdrif þess ættu
að verða.
Húsið er staðsett í bæn um Brau-
nau í norður hluta Aust ur rík is, við
landa mær in að Þýskalandi. Hitler
fædd ist þar þann 20. apríl 1889 en
fjölskylda hans f lutti nokkrum
vikum seinna í annað hús í borg-
inni.
Húsið hefur verið vinsæll við-
komustaður nýnasista undanfarin
ár en að auki hafa andfasískir hópar
skipulagt þar mótmæli á fæðingar-
degi Hitlers. Er það von austurrískra
yfirvalda að breytingarnar muni
verða til þess að umstang í kring-
um húsið minnki. „Nýr kafli mun
nú hefjast í sögu fæðingarheimilis
einræðisherrans og fjöldamorðingj-
ans,“ sagði Karl Nehammer, innan-
ríkisráðherra Austurríkis, á blaða-
mannafundi þegar tillagan var
kynnt.
Vi n n i ng st i l lag a n kom f r á
austurrísku arkitektastofunni
Marte. Marte og var hún valin úr
hópi alls tólf tillagna. Ytri ásýnd
hússins mun breytast nokkuð sem
og þak þess. Verlok eru áætluð í lok
árs 2023 og mun kostnaðurinn vera
um 5 milljónir evra, eða 750 millj-
ónir króna. – bþ
Dýrt að breyta
heimili Hitlers
Húsinu þar sem Hitler fæddist
verður nú breytt í lögreglustöð.
Er það von austurrískra
yfirvalda að breytingarnar
muni verða til þess að
umstang í kringum húsið
minnki.
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð