Fréttablaðið - 03.06.2020, Síða 11
Þau áföll sem við höfum orðið fyrir vegna kórónuveirufar-aldursins knýja okkur til að
svara mikilvægum spurningum
varðandi atvinnuuppbyggingu
á Íslandi. Ekki er langt síðan
íslenskt efnahagslíf var borið uppi
af fábreyttu atvinnulífi þar sem
sjávarútvegurinn var langmikil-
vægastur og aflaði mikilvægs gjald-
eyris fyrir þjóðina. Til að styrkja
undirstöður samfélagsins var því á
sínum tíma mikilvægt skref stigið
þegar álverið í Straumsvík var reist
og í kjölfarið fylgdu aðrar álverk-
smiðjur sem allar studdu við lífs-
gæði á Íslandi með því að skapa
útf lutningsverðmæti og síðast en
ekki síst: skapa atvinnu.
Í kjölfar bankahrunsins byrjaði
ferðaþjónustan að gera sig gildandi
á Íslandi. Eldgosið í Eyjafjallajökli
vakti heimsathygli sem ferða-
þjónustan náði að nýta sér með
markvissum herferðum og hingað
byrjuðu að streyma ferðamenn til
að njóta landsins okkar. Margir hafa
á síðustu vikum dottið í hefðiátt-
gírinn og gagnrýnt að ekki hefði
verið meiri stýring á þeirri hröðu
uppbyggingu sem orðið hefur í
ferðaþjónustu. Það þykir mér sér-
kennilegt sjónarhorn því mikilvægi
ferðaþjónustunnar fyrir Ísland og
þá ekki síst landsbyggðirnar hefur
verið gífurlegt og bæði skapað
miklar útflutningstekjur og síðast
en ekki síst: skapað atvinnu.
Undanfarin ár hefur verið mikil
uppbygging í fiskeldi á Íslandi. Bæði
hefur verið um að ræða eldi á landi
en mestur hefur vöxturinn verið
í sjókvíaeldi. Stjórnvöld hafa sýnt
ábyrgð þegar kemur að uppbygg-
ingu sjókvíaeldis svo ekki verði
gengið á hinn villta íslenska laxa-
stofn. Strax árið 2004 var ákveðið
að sjókvíaeldi yrði aðeins leyft á
afmörkuðum svæðum landsins
sem afmarkast fyrst og fremst við
Vestfirði og Austfirði. Var það gert
til að gæta fyllstu varúðar. Vöxtur
greinarinnar hefur verið mikill og
hefur hún aukið útflutningstekjur
Íslands töluvert og síðast en ekki
síst: skapað atvinnu.
Framþróun í fiskeldi er hröð.
Þær þjóðir sem líklega eru fremstar
í fiskeldi eru Norðmenn og Færey-
ingar. Fiskeldið hefur skilað Færey-
ingum miklum ágóða sem sýnir sig
best í því að lífsgæði í Færeyjum eru
með því sem best gerist í heiminum.
Norðmenn bera höfuð og herðar
yfir aðrar þjóðir þegar kemur að
fiskeldi. Sú staða hefur ekki náðst
án vandkvæða en framfarir í
greininni, til dæmis hvað varðar
umgengni við lífríki sjávar, hafa
náðst með þrotlausum rannsókn-
um og sífellt betri vinnubrögðum í
greininni. Hér á landi þurfum við að
læra af reynslu Norðmanna og nýta
okkur þekkingu þeirra og reynslu
til að efla byggðir á Vestfjörðum og
Austfjörðum og enn fremur: skapa
atvinnu.
Viðspyrna Íslands er meðal ann-
ars fólgin í því að styðja við upp-
byggingu fiskeldis í sátt við nátt-
úruna. Það er Íslendingum í blóð
borið að nýta sjóinn og ná jafnvægi
milli náttúru og manns. Það er
heldur ekki úr vegi að benda á það
stóraukna fjármagn sem sett hefur
verið í nýsköpun með aðgerðum
ríkisstjórnarinnar og getur hjálpað
til við að auka virði fiskeldisins við
strendur Íslands og síðast en ekki
síst: skapað atvinnu.
Atvinna um allt land
Guðjón
Sigurbjartsson
viðskipta-
fræðingur
Guðni Ágústsson, fv. alþingis-maður og landbúnaðar-ráðherra, skrifar enn eina
greinina til stuðnings íslenskum
landbúnaði í Fréttablaðið 27. maí
2020.
Þar fer Guðni fram af meira kappi
en forsjá eins og oft áður. Hann hikar
ekki við að setja fram hálfsannleik
og villandi upplýsingar enda helgar
tilgangurinn meðalið sem er að
pressa á stjórnvöld að leggja meira á
neytendur og skattgreiðendur fyrir
íslenskan landbúnað.
Það nægir víst ekki að við erum
með dýrasta landbúnað í heimi
og mestu hömlur á innflutning af
öllum Evrópuþjóðum. Í Evrópu
eru landbúnaðarafurðir á frjálsum
markaði, eins og eðlilegt er, almenn-
ingi í hag, nema á Íslandi, í Noregi og
Sviss.
Góð ráð dýr
Á Íslandi kostar landbúnaður skatt-
greiðendur yfir 15 milljarða króna á
ári og neytendur, með tollvernd og
innflutningshömlum, um 25 millj-
arða króna til viðbótar. Þetta gerir
um 150.000 kr. á ári á hvern einstak-
ling. Til að ná því inn þarf fólk um
250.000 kr. hærri tekjur fyrir skatta.
Guðni og f leiri vilja mikið, mikið
meira til landbúnaðarins.
Skítt með fátækt fólk sem ekki
hefur efni á almennilegum mál-
tíðum og þarf að greiða hæsta mat-
vælaverð í heimi og láta sér nægja
óhollan ódýran mat sem dregur úr
heilsu og ævilengd. Skítt með börn í
fátækt. Skítt með það þó hæsta mat-
vælaverð í heimi fæli ferðamenn frá
landinu, sérstaklega landsbyggðinni
því það er dýrt að ferðast um landið.
Það eina sem skiptir Guðna og
skoðanabræður máli er að fá meira
fé frá skattgreiðendum og neyt-
endum.
Falsrök og bull
Það eru nokkur atriði sem varð-
hundar íslensks landbúnaðar beita
fyrir sig. Þau helstu eru: matvælaör-
yggi, kolefnisspor, sýklalyfjaónæmi,
dýraníð og heilnæmt íslenskt vatn.
Matvælaöryggi verður best tryggt
með frjálsum viðskiptum. Sem
betur fer verða engar skorður við
þeim jafnvel í heimsfaraldri eins
og Covid, þar sem þó allt leggst á
hliðina. Það er líka eins gott því til
að framleiða 1 kíló af kjúklinga- og
svínakjöti þurfum við að flytja inn 2
kíló af korni og til að halda flóknum
tækjabúnaði í landbúnaði gangandi
þarf innflutning á íhlutum o.þ.h. Við
f lytjum enda út 99% af þeim fiski
sem við veiðum og getum sem best
borðað meiri fisk ef á þarf að halda.
Svo gætum við komið okkur upp
öryggisbirgðum matvæla með langt
geymsluþol, ef fólk vill raunverulegt
matvælaöryggi.
Kolefnissporið er óhagstætt fyrir
íslenska kjötframleiðslu af ofan-
greindum ástæðum. Við þurfum að
flytja meira inn í þá framleiðslu en
sem nemur framleiðslunni.
Notkun á sýklalyfjum í dýrum
mun vera talsverð í Suður-Evrópu.
Það er bannað í Evrópu eins og hér
að nota sýklalyf í fæði dýra sem
vaxtarhvata og ekki sannað að það
sé gert. Við þurfum ekki að f lytja
inn matvæli frá bændum sem nota
sýklalyf í óhófi.
Dýraníð, það er varla minna hér
en hjá nágrannaþjóðunum. Við
þurfum ekki að láta eins og hér sé
allt í besta standi hvað þetta varðar,
það sýnir sagan.
Vatnið sem hér rignir gufar í flest-
um tilvikum upp í Mexíkóflóa og
rignir svo hér norður frá nokkrum
dögum síðar. Dýr og plöntur skilja
svo út öll óhreinindi sem kunna að
leynast í því.
Spánn, gott veður, ódýrt að lifa
Þegar Guðni hefur lokið sér af í sér-
hagsmunabaráttunni fyrir bændur
fer hann til Kanarí, ef hann þá er
ekki þar þegar hann sendir grein-
arnar. Þar borðar hann hin ágætu
matvæli sem Spánn býður upp á og
nýtur góða verðsins. Enda öruggur,
því að meðalaldur Spánverja er
hærri en Íslendinga, þrátt fyrir
sýklalyfjanotkun í landbúnaði.
Aðrir verða að láta sér nægja að
hírast hér norður frá í kulda og
trekki og borga hæsta verð í heimi
fyrir matvælin, jafnvel fyrir rusl-
fæði. Það hafa ekki allir efni á því að
koma sér suður eftir í ódýr matvæli,
sól og hita.
Það gáfulega er hins vegar að
breyta landbúnaðarstefnunni að
hætti Evrópubúa, bæði bændum
og neytendum í hag. Það þarf ekki
þjóðrembing og falsfréttir. Það þarf
bara að horfa á staðreyndirnar eins
og þær eru. Kerfið er til og nefnist
opinn matvælamarkaður með hóf-
legum, vel útfærðum grunnstuðn-
ingi til virkra bænda.
Gáfulegur landbúnaður
Það nægir víst ekki að við
erum með dýrasta land
búnað í heimi og mestu
hömlur á innflutning af
öllum Evrópuþjóðum.
Innflytjendur eru yfir
50.000 á Íslandi og þeir eru
margbreytilegir rétt eins og
Íslendingar. Þeir eru á mis
munandi aldri, af ýmsum
uppruna, með margs konar
menntun og tala ólík tungu
mál.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
formaður
Framsóknar og
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra
Þegar ljóst var að Ísland myndi ekki sleppa við COVID-19 heimsfaraldurinn þurfti að
breyta allri starfsemi í samfélaginu
og upplýsa íbúa um stöðu mála.
Vinnan fór f ljótt af stað og allt
gekk vel nema – jú, ekki allir íbúar
á Íslandi skilja íslensku og án sam-
stöðu gengur dæmið ekki upp…
Hvað gerum við þá?: Þýðum!
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
farið er í átak til að ná til þeirra
sem tala ekki íslensku. Slíkt gerðist
í efnahagshruninu og þegar Eyja-
fjallajökull gaus. Stór hópur inn-
flytjenda hefur gert landið að sínu
og leggur sitt af mörkum til íslenska
hagkerfisins. Á milli þessara stóru
sögulegu atvika virðist þó lítið
reynt að ná til innf lytjenda. Við
spyrjum af hverju?
Innf lytjendur eru yfir 50.000 á
Íslandi og þeir eru margbreytilegir
rétt eins og Íslendingar. Þeir eru á
mismunandi aldri, af ýmsum upp-
runa, með margs konar menntun
og tala ólík tungumál. Margir tala
Upplýsingar
sem bjarga lífum
Barbara Jean
Kristvinsson
Joanna
Marcinkowska
íslensku mjög vel, sumir eru enn þá
að læra og aðrir tala litla eða enga
íslensku.
En getur fólk ekki bara lært
íslensku? Eflaust getur fólk það og
flest erum við sammála um að það
sé fólki fyrir bestu. En það getur
tekið langan tíma að verða sjálf-
bjarga á íslensku.
Svo fór, þegar COVID-19 skall á,
að enn einu sinni vorum við ekki
búin að hugsa fyrir því að ná til
þeirra sem tala ekki íslensku. Marg-
ir innflytjendur fundu í fyrstu engar
íslenskar upplýsingar og mynduðu
sér skoðun út frá upplýsingum ann-
ars staðar frá og voru ekki hrifnir af
þríeykinu. Þegar ekki er markvisst
unnið að því að mynda tengsl og ná
til fólks þá upplifir það sig ekki sem
hluta af samfélaginu og treystir því
ekki yfirvöldum. Þessi vinna fór
núna vel af stað en ávinningurinn
má ekki tapast. Nú er tækifæri til að
gera enn betur!
Höfundar eru sérfræðingar í mál-
efnum innf lytjenda hjá mannrétt-
inda- og lýðræðisskrifstofu Reykja-
víkurborgar.
Ársfundur Háskóla Íslands verður haldinn í Hátíðasal Aðalbyggingar
Háskólans, Sæmundargötu 2, miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 9.00-10.00
Dagskrá
9.00 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra – Lilja Dögg Alfreðsdóttir
9.10 Ávarp háskólarektors – Jón Atli Benediktsson
9.25 Undirritun viljayfirlýsingar um húsnæðismál Menntavísindasviðs
9.30 Nýsköpun í kennslu við Háskóla Íslands – í máli og myndum
9.45 Frumkvæði og forysta – árleg verðlaun Háskóla Íslands
10.00 Ársfundi slitið
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt á hi.is
ÁRSFUNDUR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Nýsköpun í kennslu
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 0