Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 18
72 milljónum evra námu nýjar lántökur Eyris Invest í fyrra. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu. Neikvæð áhrif kórónafarald-ursins á rekstur starfsemi Capacent á Íslandi f lýtti ákvörðun sænska móðurfélagsins um að leggja starfsemina hérlendis niður. Íslenska ráðgjafarstofan hafði ekki verið nægilega arðbær áður en faraldurinn skall á heims- byggðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu Capacent Holding AB í Svíþjóð vegna gjaldþrots íslenska dóttur- félagsins. Capacent á Íslandi, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í síðustu viku, tapaði einni milljón sænskra króna, jafnvirði tæplega 15 milljóna íslenskra króna, á síð- asta ári. Tap fyrirtækisins nam 0,3 milljónum sænskra, jafnvirði um 4 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðunga þessa árs. Capacent á Íslandi var hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaf lega stofnað árið 1983 og hefur verið skráð á Nasdaq First North markaðnum í Stokkhólmi frá árinu 2015. Félagið er með skrif- stofur í Svíþjóð og í Finnlandi, og hjá því starfa um hundrað sérfræð- ingar, nú þegar starfsemin á Íslandi hefur verið lögð niður. Starfsmenn Capacent á Íslandi voru 44 talsins. „Arðsemi Capacent á árinu 2018 og 2019 hefur verið undir mark- miðum. Við erum nú að stíga skref til að aðlaga kostnaðargrunninn og hrinda í framkvæmd fjölda skipu- lagsbreytinga sem munu leiða okkur aftur til arðbærs vaxtar. Slit á íslenska félaginu er hluti af þessu,“ er haft eftir Edvard Björkenheim, framkvæmdastjóra Capacent sam- stæðunnar, í tilkynningunni. Capacent Holding mun þurfa að færa niður 100 prósenta eignar- hlut sinn í íslenska félaginu um 11,7 milljónir sænskra, jafnvirði um 170 milljóna ísenskra króna. – tfh Afkoma Capacent þótti ekki viðunandi Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með nærri fjórð-u ngshlut , hag naðist um 327 milljónir evra á árinu 2019, jafnvirði tæplega 50 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Hagnaður félagsins tífaldaðist þannig frá fyrra ári þegar hann var rúmlega 32 millj- ónir evra. Hinn mikli hagnaður fjárfest- ingafélagsins kemur til vegna lið- lega sextíu prósenta hækkunar á hlutabréfaverði Marels á síðasta ári. Auk eignarhlutarins í Marel, sem er í dag metinn á um 138 milljarða króna, á félagið meðal annars tæp- lega helmingshlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrir- tækjum. Heildareignir Eyris Invest námu um 915 milljónum evra í árslok 2019 – þar af var hluturinn í Marel bókfærður á 858 milljónir evra – og er eiginfjárhlutfall félags- ins um 75 prósent, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Stærstu eigendur Eyris Invest eru feðgarnir Þórður Magnússon, stjórnarformaður félagsins, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en þeir fara samanlagt með nærri 39 prósenta hlut. Aðrir helstu hlut- hafar Eyris Invest, sem var stofnað árið 2000, eru Landsbankinn, Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Fram kemur í skýrslu stjórnar Eyris Invest að félagið hafi í fyrra samið við bandaríska fjárfestinga- bankann Citibank um fjármögnun á hluta af eignum þess. Kjörin sem fjárfestingafélaginu bauðst hafi verið mun betri en eru í boði á inn- lendum fjármagnsmarkaði auk þess sem geta Citibank til að styðja við frekari fjárfestingar Eyris Invest sé mikil. Með lántökunni hafi því verið dregið úr endurfjármögnun- aráhættu félagsins og geta til frekari fjárfestingar aukist. Nýjar lántökur Eyris Invest í fyrra námu 72 milljónum evra. Samtals námu vaxtaberandi skuldir félags- ins 226 milljónum evra í árslok 2019. Eyrir Invest seldi í fyrra hlut sinn í níu óskráðum sprotafélögum ásamt lánveitingum til sömu félaga til nýs dótturfélags síns, Eyrir Ventures, gegn útgáfu breytanlegs skulda- bréfs og kröfu. Í árslok nam fjárhæð víkjandi skuldabréfsins og ógreidds annars söluverðs 23,7 milljónum evra. Fram kemur í ársreikningnum að breyta eigi heildarkröfunni í hlutafé í Eyri Ventures. Eyrir Invest hefur verið stærsti hluthafi Marels allt frá 2005 en í júní í fyrra voru hlutabréf félagsins tekin til viðskipta í kauphöllinni í Amsterdam og samhliða skráning- unni fór fram hlutafjárútboð á 100 milljónum nýrra hluta, sem voru seldir fyrir um 50 milljarða króna, eða um 15 prósent af hlutafé Marels. Umsvif erlendra sjóða í hluthafa- hópi Marels, sem jukust mjög við útboðið og skráninguna í Hollandi, hafa margfaldast á síðustu miss- erum. Samanlagður eignarhlutur slíkra sjóða er í dag farinn að nálg- ast nærri 40 prósent en til saman- burðar nam hlutur þeirra aðeins um þremur prósentum í ársbyrjun 2018. Á sama tíma hafa íslenskir líf- eyris- og verðbréfasjóðir minnkað verulega eignarhlut sinn í Marel. Stærstu erlendu hluthafar Mar- els eru í dag bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels árið 2017, Capital Group og evrópski vogunar- sjóðurinn Teleios Capital. Gengi hlutabréfa Marels hefur hækkað um rúmlega 16 prósent frá áramótum. Markaðsvirði félagsins er í dag um 550 milljarðar króna. hordur@frettabladid.is Eyrir Invest hagnaðist um 50 milljarða króna Hagnaður íslenska fjárfestingafélagsins tífaldaðist. Kemur til vegna hækkun- ar á hlutabréfaverði Marels en hlutur Eyris er 138 milljarða virði. Félagið sótti sér nýja fjármögnun hjá Citibank sem mun styðja við frekari fjárfestingar. Þórður Magnússon, stjórnarformaður og stærsti hluthafi Eyris Invest. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIRekstrartap stéttarfélagsins VR nam 210 milljónum króna á síðasta ári og jókst töluvert frá árinu 2018 þegar það nam 62 millj- ónum króna. Ef tekið er tillit til fjár- magnsliða, sem höfðu jákvæð áhrif á afkomuna að fjárhæð 1,1 milljarð króna, hagnaðist VR um rúmlega 900 milljónir. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 500 milljónir milli ára sem má rekja til stórbættrar ávöxt- unar verðbréfasafns stéttarfélags- ins. Þetta kemur fram í ársreikningi VR fyrir árið 2019 sem verður lagður fyrir aðalfund félagsins í næstu viku. Tekjur VR námu 4,5 millj- örðum króna á síðasta ári og jukust um 250 milljónir á milli ára. Á móti vógu kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna aukningar í bóta- greiðslum og skrifstofukostnaði. Útgjöld vegna bóta og styrkja námu 2,7 milljörðum króna og jukust um rúmlega 200 milljónir á milli ára. Fram kemur í skýrslu stjórnar VR að aukning á greiðslu sjúkradag- peninga hafi verið veruleg á síðustu árum, en greiðslurnar jukust um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili jukust iðgjaldatekjur sjúkrasjóðs VR einungis um 6 pró- sent. Á aðalfundi VR í fyrra var lögð fram breyting við reglugerð sjóðsins til að bregðast við útgjaldaaukning- unni. Þá var greitt úr vinnudeilusjóði félagsins í fyrsta sinn í þrjátíu ár en tilgangur hans er að veita félags- mönnum sem missa atvinnutekjur vegna vinnustöðvunar eða verk- banna fjárhagsaðstoð. Skrifstofu- og stjórnunarkostn- aður jókst um 130 milljónir króna en hann nam 909 milljónum í fyrra samanborið við 778 milljónir árið 2018. Eignir VR námu tæplega 14,4 milljörðum króna í lok árs saman- borið við tæplega 12,8 milljarða árið 2018 og bókfært eigið fé nam 13,7 milljörðum. Þar af voru rúm- lega 11,9 milljarðar króna bundnir í verðbréfum og verðbréfasjóðum, og varanlegir rekstrarfjármunir námu 1,9 milljörðum króna. Nafnávöxtun verðbréfaeigna VR nam 11,9 prósentum samanborið við tæp 5 prósent árið 2018. Stétt- arfélagið var með um 7,3 milljarða króna í ríkisskuldabréfum, 600 milljónir í innlendum hlutabréfum og 2,1 milljarð í erlendum hluta- bréfum. – þfh Rekstur VR skilaði tapi upp á 210 milljónir króna Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Starfsmenn Capacent á Íslandi voru samtals 44 talsins. 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.