Fréttablaðið - 03.06.2020, Side 22
0,4%
var hlutfall virðisrýrn
unar útlána af lánasöfnum
íslensku bankanna á fyrsta
ársfjórðungi.
Niðurstaða Lands
réttar er eðlileg
enda fer hún í engu gegn
þeim verndarhagsmunum
sem bannreglu innherja
svikaákvæðisins er ætlað að
gæta.
Stefán Orri
Ólafsson,
meðeigandi á LEX
lögmannsstofu
Tveimu r innher ju m sem búa yf ir sömu innherjaupplýsingum er heimilt að eiga viðskipti sín á milli, að ö ðr u m sk i ly r ðu m
uppfylltum, samkvæmt nýlegum
dómi Landsréttar. Með dómnum er
áralöng óljós réttarstaða innherja
skýrð.
Landsréttur sýknaði um miðjan
síðasta mánuð Hreiðar Má Sigurðs
son, fyrrverandi forstjóra Kaupþings
banka, af ákæru um innherjasvik
þegar hann framseldi eignarhalds
félagi í sinni eigu hlutabréf í bank
anum fyrir samanlagt 570 milljónir
króna í ágúst árið 2008.
Ákæruvaldið byggði á því að á
þeim tíma hefði Hreiðar Már búið
yfir innherjaupplýsingum sem
lutu að því að „skráð markaðsverð
hlutabréfa í bankanum gaf ranga
mynd af verðmæti þeirra og hærri
en efni stóðu til, vegna langvarandi
og stórfelldrar markaðsmisnotk
unar með hlutabréf í bankanum“,
sem þá hefði staðið yfir að minnsta
kosti frá því í nóvember árið 2007
og hann hefði sjálfur átt þátt í.
Umrædd viðskipti mátti rekja til
kauprétta sem Hreiðari Má höfðu
verið veittir á árinu 2004, en í kjöl
far innlausnar hluta þeirra í ágúst
2008 framseldi hann hlutabréfin til
eignarhaldsfélags í sinni eigu.
Til stuðnings kröfu sinni um
sýknu bar Hreiðar Már því meðal
annars við að í tilfellum þar sem
kaupandi og seljandi hlutabréfa
byggju yfir sömu innherjaupp
lýsingum gæti ekki verið um svik
eða misnotkun að ræða. Ekki fengi
staðist að traust og trúverðugleiki
verðbréfamarkaðarins byði hnekki
af slíkum viðskiptum.
Engin blekking
Héraðsdómur Reykjavíkur sak
felldi Hreiðar Má – með þeim rök
stuðningi að innherjasvikaákvæði
verðbréfaviðskiptalaga væri for
takslaust, þegar það mælti fyrir
um að innherja væri óheimilt að
ráðstafa fjármálagerningum fyrir
eigin reikning ef hann byggi yfir
innherjaupplýsingum – en Lands
réttur komst hins vegar að önd
verðri niðurstöðu.
„Þegar horft er á atvik málsins í
heild og til þeirra hagsmuna sem
reglum um innherjaviðskipti er
ætlað að vernda verður ákvæðið
því ekki skýrt þannig að það eigi
við um innbyrðis viðskipti þeirra
sem búa yfir sömu innherjaupp
lýsingum þegar þeir eiga viðskipti
með fjármálagerning,“ sagði í dómi
Landsréttar.
Því til viðbótar benti rétturinn á
að engin blekking hefði falist í sölu
hlutabréfanna gagnvart öðrum
fjárfestum þegar tillit væri tekið til
ástæðna sölunnar og opinberra til
kynninga um hana.
Gengur of langt
Stefán Orri Ólafsson, meðeigandi
á LEX lögmannsstofu, segir dóm
Landsréttar skýra áður óljósa rétt
arstöðu innherja.
Orðalag innherjasvikaákvæðis
verðbréfaviðskiptalaga geri engan
áskilnað um að innherji hafi nýtt
sér innherjaupplýsingar til þess að
gerast sekur um innherjasvik. Þess
í stað sé nægilegt að innherjinn
hafi búið yfir slíkum upplýsingum
á þeim tíma þegar viðskipti hafi átt
sér stað.
Dómur Landsréttar þýði hins
vegar að ekki sé útilokað að þrátt
fyrir umrætt orðalag ákvæðisins
geti innherji átt viðskipti þegar
hann býr yfir innherjaupplýsingum
að öðrum skilyrðum uppfylltum.
Stefán Orri bendir á að orðalag
ákvæðisins hafi af mörgum verið
talið ganga helst til of langt með
þeim afleiðingum að það geti girt
fyrir eðlileg viðskipti þegar inn
herji býr yfir innherjaupplýsingum
en beitir engum svikum. Það geti til
dæmis átt við í tilfellum þegar tveir
innherjar búa yfir nákvæmlega
sömu innherjaupplýsingum og vilja
eiga viðskipti.
Sem dæmi sé nýting innherjaupp
lýsinga gerð að skilyrði innherja
svika í markaðssvikatilskipun Evr
ópusambandsins frá árinu 2003,
sem núgildandi innherjasvika
ákvæði verðbréfaviðskiptalaganna
á rætur sínar að rekja til.
„Niðurstaða Landsréttar er því
eðlileg, enda fer hún í engu gegn
þeim verndarhagsmunum sem
bannreglu innherjasvikaákvæðis
ins er ætlað að gæta, þar sem mark
aðurinn virðist hafa verið upplýstur
að öllu leyti um þessi tilteknu við
skipti.
Þá er niðurstaðan í samræmi við
dómaframkvæmd bæði Evrópu
dómstólsins sem og Hæstaréttar
Danmerkur.
Niðurstaðan er auk þess í sam
ræmi við þá réttarstöðu sem verður
hér á landi þegar ákvæði markaðs
svikareglugerðar Evrópusambands
ins nr. 596/2014 hafa verið innleidd
í íslensk lög,“ segir hann.
Samkvæmt umræddri reglugerð,
sem er stefnt að því að innleiða í
íslenskan rétt í lok ársins, er nýting
innherjaupplýsinga forsenda þess
að innherjar geti gerst sekir um inn
herjasvik. kristinningi@frettabladid.is
Skýrir réttarstöðu innherja
Ákvæði um innherjasvik á ekki við um innbyrðis viðskipti þeirra sem búa yfir sömu innherjaupplýs-
ingum samkvæmt dómi Landsréttar. Lögmaður á LEX segir dóminn skýra óljósa réttarstöðu innherja.
Landsréttur sýknaði um miðjan síðasta mánuð Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, af ákæru um umboðs- og innherjasvik. Framseldi
eignarhaldsfélagið bréf í sinni eigu í bankanum fyrir 570 milljónir. Málið er það síðasta sem ákært var í vegna fjármálahrunsins 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Stóru viðskiptabankarnir þrír ættu að geta náð markmiði sínu um tíu prósenta arðsemi af
reglulegum rekstri þrátt fyrir óvissu
í efnahagsmálum vegna heims
faraldurs kórónaveirunnar. Þetta
er mat greinenda hagfræðideildar
Landsbankans.
Í nýrri umf jöllun hagfræði
deildarinnar um uppgjör bankanna
fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, sem
Markaðurinn hefur undir höndum,
er bent á að bætt arðsemi þeirra geti
komið til vegna meðal annars lægri
bankaskatts og eiginfjárkrafna og
strangs kostnaðaraðhalds. Eldri
vandræðaeignir og hátt eiginfjár
hlutfall hafi hingað til torveldað
þeim að ná arðsemismarkmiðum
sínum.
Greinendur hagfræðideildarinn
ar nefna að hagkvæmari fjármagns
skipan, með útgáfu víkjandi lána,
og minni kostnaður hafi meðal ann
ars stuðlað að bættri afkomu bank
anna, auk þess sem merki séu um að
grunnrekstur þeirra fari batnandi.
Þrátt fyrir að kórónaveiran muni
setja mark sitt á afkomu bankanna
á þessu ári og því næsta og vekja
upp spurningar um virði eigna sé
ekki útilokað að þeir geti náð áður
nefndu markmiði um tíu prósenta
arðsemi.
Í umfjöllun hagfræðideildarinnar
er bent á að virðisrýrnun útlána
bankanna – Arion banka, Íslands
banka og Landsbankans – hafi verið
heldur meiri en á meðal annarra
norrænna banka á fyrsta fjórðungi
ársins.
Þannig hafi virðisrýrnun hér
lendra banka numið í kringum 0,4
prósentum af lánasöfnum þeirra
á meðan norrænir bankar hafi
almennt verið íhaldssamari í mati
sínu og hlutfallið þar ekki farið yfir
0,25 prósent. Er meginskýringin
á muninum, að mati greinenda
Landsbankans, þjóðhagslegt vægi
ferðaþjónustunnar hér á landi. – kij
Tíu prósenta
arðsemi enn
möguleg
Tap var á rekstri kísilvers PCC á Bakka við Húsavík á fyrstu þremur mánuðum ársins en
framleiðsla þess var umtalsvert
minni á fjórðungnum en búist hafði
verið við. Þetta kemur fram í fjórð
ungsuppgjöri þýska móðurfélagsins
PCC SE.
Þar kemur auk þess fram að
slökkt hafi verið á öðrum af tveimur
ljósbogaofnum kísilmálmverk
smiðjunnar og er ekki gert ráð fyrir
að kveikt verði á honum að nýju
fyrr en í sumar.
Erfiður vetur er sagður í upp
gjörinu hafa leitt til nokkurs
framleiðslutaps með tilheyrandi
áhrifum á sölu og rekstur. Auk þess
hafi verðhækkanir á kísilmálmi á
fjórðungnum ekki nýst kísilverinu
að fullu enda hafi það þurft að full
nægja nokkrum eldri samningum á
lægri verðum.
Þá er tekið fram í uppgjöri þýska
félagsins, sem fer með tæplega 87
prósenta hlut í kísilverinu á móti
þrettán prósenta hlut Íslandsbanka
og íslenskra lífeyrissjóða, að teymi
á þess vegum vinni nú hörðum
höndum að því að hrinda í fram
kvæmd ýmsum aðgerðum í því
augnamiði að auka skilvirkni og
draga úr kostnaði við rekstur verk
smiðjunnar. Vinnan miði að því að
bæta afkomu hennar til framtíðar
litið.
Miklar tafir og erfiðar aðstæður
á hrávörumörkuðum hafa ein
kennt starfsemi kísilversins frá
gangsetningu á vormánuðum árs
ins 2018.
Eins og Markaðurinn greindi frá
í síðustu viku náðu forsvarsmenn
kísilversins nýverið samkomulagi
við verktakann sem byggði verk
smiðjuna, þýska fyrirtækið SMS,
um að síðarnefnda fyrirtækið greiði
því fyrrnefnda um einn milljarð
króna í tafabætur vegna fram
kvæmdanna. Vegur eingreiðslan
að hluta upp á móti tapi fyrsta árs
fjórðungs.
Sem kunnugt er gengu stjórnend
ur kísilversins frá samkomulagi um
fjárhagslega endurskipulagningu
þess við lánveitendur og hluthafa í
mars síðastliðnum. – kij
Tap og minni framleiðsla hjá kísilverinu PCC á Bakka
Nokkur röskun var á framleiðslu kílsvers PCC á fyrsta ársfjórðungi. Verð-
hækkanir á kísilmálmi nýttust ekki kísilverinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Virðisrýrnun útlána íslensku
bankanna var meiri en norrænna.
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN