Fréttablaðið - 03.06.2020, Síða 24
Hekla Arnardóttir og Helga Valfells, stofnendur Crowberry Capital. „Það væri óskandi að það yrði betra jafnvægi í hagkerfinu eftir efnahagsáfallið og störfin yrðu fjölbreyttari,“ segir Helga Valfells. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Glæsileg tæknifyrir-tæki verða oft til í kreppu. Fjártækni-fyrirtækið Meniga og hugbúnaðarfyrir-tækið GreenQloud
sem NetApp keypti árið 2017 voru
til dæmis stofnuð skömmu eftir
bankahrunið 2008. Þettwa segja
Helga Valfells og Hekla Arnardóttir
sem stýra vísisjóði á vegum Crow-
berry Capital ásamt Jenny Ruth
Hrafnsdóttur.
„Nýsköpun er í reynd atvinnu-
sköpun,“ segir Helga. „Það er hluti
af ástæðu þess að við höfum áhuga
á að leggja okkar af mörkum til
nýsköpunar á Íslandi,“ segir hún og
nefnir að rekstur margra sprota- og
tæknifyrirtækja sem komin eru á
legg gangi vel um þessar mundir
þrátt fyrir samdrátt í heimshag-
kerfinu sem rekja má til viðbragða
við kórónaveirunni.
„Vonandi mun nýsköpun ef last
í kjölfar kórónaveirunnar og hér
á landi skapist fjöldi áhugaverðra
starfa fyrir sérfræðinga. Það væri
óskandi ef það yrði betra jafnvægi í
hagkerfinu eftir efnahagsáfallið og
störfin yrðu fjölbreyttari.
Það býðu r hæt t u nni heim
þegar ein atvinnugrein verður of
umsvifamikil í atvinnulífinu eins
og í tilviki ferðaþjónustu á undan-
förnum árum og fjármálaþjónustu
á árunum fyrir bankahrun. Þeir
sem eru að útskrifast úr háskóla
um þessar mundir ættu að líta til
tækifæra á vettvangi stafrænna
lausna. Það er gott að reka fyrir-
tæki sem bjóða slíkar lausnir frá
Íslandi, sérstaklega núna þegar
það ríkir mikið atvinnuleysi,“ segir
Helga.
Ekki bara forritarar
Hekla segir að það sé algeng mýta
að tæknifyrirtæki bjóði eingöngu
upp á störf fyrir forritara. „Aðrir
geta haft mikið fram að færa eins
og færni í mannlegum samskiptum
og að geta sett sig í fótspor þeirra
sem nota vöruna. Þess vegna vona
ég innilega að hjúkrunarfræðingar
á Landspítalanum komi auga á
vandamál í heilbrigðisgeiranum
sem þurfi að leysa og taki þátt í að
stofna og reka fyrirtæki sem geti
keppt á alþjóðavísu.
Ein af gryfjunum sem margir
frumkvöðlar falla í er að setja saman
einhæft teymi. Það er ekki skynsam-
legt að teymið sé samsett eingöngu
af forritunum heldur þarf fjölbreyti-
leika: Einhvern sem skilur vöruna
– Steve Jobs var í því hlutverki, svo
þarf að kunna að smíða tækni-
lausnina og hópurinn þarf einnig að
hafa yfir að ráða þekkingu á sölu- og
markaðsmálum.“
Helga segir að jafnvel þótt tækni-
fyrirtæki verði seld í framtíðinni,
eins og í tilviki GreenQloud, haldi
starfsemin yfirleitt áfram í heima-
landinu. „Tæknin gerir það að verk-
um að hægt er að starfa hvar sem er
í heiminum. Bandaríska fyrirtækið
Teledyne Technologies keypti Haf-
mynd, sem þróar litla kafbáta, árið
2010. Sú starfsemi er enn í miklum
blóma hér á landi og NetApp sem
er alþjóðlegt stórfyrirtæki er með
100 manns í vinnu á Íslandi. Það er
því lykilatriði fyrir atvinnulífið að
tryggja samkeppnishæfni Íslands
því annars er hætta á að störfin leiti
úr landi.
Þegar ég starfaði hjá Nýsköp-
unarsjóði atvinnulífsins voru 14
fyrirtæki seld og einungis eitt fór úr
landi. Það var Clara en það var rekið
af ungum strákum sem þótti spenn-
andi að fá að starfa í Kísildalnum.
Flestir þeirra eru komnir aftur til
Íslands og taka þátt í sprotasenunni,
reynslunni ríkari.“
Hún segir að nýsköpunarum-
hverfið njóti þess sömuleiðis þegar
tæknifyrirtæki séu seld því þá fái
hluthafar þeirra fé til að fjárfesta
að nýju í nýsköpun. „Á Norður-
löndunum eru svokallaðir ein-
hyrningar metnir samanlagt á 70
milljarða dollara. Einhyrningur er
ungt tæknifyrirtæki sem metið er á
milljarð dollara eða meira. Nafnið er
þannig tilkomið að það átti að vera
sjaldséð en svo fjölgaði slíkum fyrir-
tækjum óvænt hratt. Einhyrningar
hafa orðið til þess að norrænir fjár-
festar fengu sjö milljarða dollara í
vasann. Það er því feykilega há fjár-
hæð sem getur runnið aftur í nor-
ræna nýsköpun. Margir sem starfað
hafa hjá þessum fyrirtækjum, eins
og til dæmis hjá hinu sænska Spo-
tify, hafa öðlast gríðarlega þekkingu
sem hægt er að nýta til að stofna
fyrirtæki eða leggja öðrum nýjum
fyrirtækjum lið.“
Fengið erlent fjármagn
Sjóður Crowberry Capital hefur
verið þrjú ár í rekstri en honum var
komið á fót sumarið 2017. Eins og
fyrr segir hefur Crowberry Capital
fjárfest í tólf fyrirtækjum og horft
er til þess að fjárfesta í þremur til
viðbótar. Öll félögin nema eitt hafa
fengið fjármagn frá erlendum fjár-
festum.
Helga segir að yfirleitt þegar
Crowberry fjárfesti í fyrirtæki
samanstandi starfsmannahópur-
inn einvörðungu af stofnendum
þess. „Á þessum þremur árum hafa
fyrirtækin ráðið 110 starfsmenn.
Lucinity, Mainframe, Kara Connect
og fleiri munu ráða fjölda manns á
næstu mánuðum því þau eru í örum
vexti. Nýsköpun er vel til þess fallin
Kórónaveiran leiði vonandi
til vakningar í nýsköpun
Crowberry hefur fjárfest í tólf nýsköpunarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. Öll félögin nema eitt hafa
fengið fjármagn frá erlendum fjárfestum. Andreessen Horowitz fjárfesti í fyrirtæki í eigu Crowberry.
Rannsóknir sýna að konur taka þátt í að stofna átta prósent af tæknifyrirtækjum í Evrópu.
Það eru einungis
300 konur í Evrópu
sem eru hluthafar og stjórn-
endur í rekstrarfélagi sem
rekur vísisjóð. Við þrjár hjá
Crowberry erum því eitt
prósent af konum sem
fjárfesta í tækni í Evrópu.
Helga Valfells
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN