Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 26
Umbreyting, sjö milljarða króna framtakssjóður í rekstri Alfa framtaks, fjár-
festi fyrir samanlagt ríf lega 2,8
milljarða króna í þremur fyrir-
tækjum á síðasta ári, samkvæmt
nýlegum ársreikningi sjóðsins.
Eignarhlutur framtakssjóðsins
í Greiðslumiðlun Íslands, móður-
félagi innheimtuf yrirtækisins
Motus, var verðmætasta eign sjóðs-
ins í lok síðasta árs að bókfærðu virði
um tæplega 1,4 milljarðar króna.
Þá var þrettán prósenta eignar-
hlutur Umbreytingar í Nox Health
metinn á ríflega 1,2 milljarða króna
í bókum framtakssjóðsins við síð-
ustu áramót en sjóðurinn bættist
sem kunnugt er í hluthafahóp lækn-
ingatækjafyrirtækisins samhliða
sameiningu Nox Medical og systur-
félagsins Fusion Health síðasta haust.
Auk þess var virði eignarhlutar
framtakssjóðsins í Borgarplasti um
790 milljónir króna í bókum sjóðs-
ins í lok síðasta árs og þá var eignar-
hlutur hans í Málmsteypu Þorgríms
Jónssonar metinn á sama tíma um
350 milljónir króna. Sjóðurinn festi
kaup á öllu hlutafé í síðarnefnda
fyrirtækinu í desember í fyrra.
Tap varð af rekstri Umbreytingar
upp á 110 milljónir króna í fyrra
borið saman við 66 milljóna króna
hagnað í fyrra. Framtakssjóðurinn,
sem er nær óskuldsettur, átti eignir
upp á alls 3,9 milljarða króna í lok
ársins.
Hlutafjárloforð sjóðsins eru sjö
milljarðar króna, eins og áður sagði,
en í lok síðasta árs námu ódregin
loforð um 3,4 milljörðum króna.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
og Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins eru stærstu hluthafar sjóðsins
með um fimmtán prósenta hlut
hvor en meðal annarra stórra hlut-
hafa eru Snæból, í eigu hjónanna
Finns Reyrs Stefánssonar og Stein-
unnar Jónsdóttur, VÍS, Lífeyris-
sjóður Vestmannaeyja, Silfurberg,
í eigu hjónanna Friðriks Steins
Kristjánssonar og Ingibjargar Jóns-
dóttur, og Eldhrímnir, fjárfestinga-
félag Ingimundar Sveinssonar og
fjölskyldu. – kij
Töluverð f jölg u n á milli ára var í fram-boðum sem bárust tilnefningarnefndum skráðra félaga í Kaup-höllinni. Fjölgun fram-
boða skilar sér þó ekki á kjörseðla
á aðalfundum nema að litlu leyti,
enda draga f lestir framboð sín til
baka ef þeir hljóta ekki tilnefningu.
„Fólk er ekki endilega að sækjast
eftir því að fara í kosningabaráttu
og taka slaginn á aðalfundi,“ segir
Elín Jónsdóttir, stjórnarformaður
Borgunar, en hún sat í tilnefningar-
nefnd fasteignafélagsins Reita síð-
ustu tvö ár.
Markaðurinn hefur tekið saman
hversu mörg framboð bárust til-
nefningarnefndum í aðdraganda
aðalfunda á þessu ári og hversu
mörg framboð rötuðu að lokum á
kjörseðla. Samantektin sýnir tölu-
verða fækkun frambjóðenda. Þann-
ig bárust tilnefningarnefnd VÍS 18
framboð, en aðeins átta stóðu eftir
á aðalfundi tryggingafélagsins. Til-
nefningarnefnd Sjóvár bárust fjór-
tán framboð, en fimm frambjóð-
endur drógu framboð sín til baka
eftir að hafa fengið vitneskju um að
þeir væru ekki tilnefndir.
Sömu sögu er að segja um fast-
eignafélögin Reiti, þar sem fram-
bjóðendum fækkaði úr þrettán í
fimm fram að aðalfundi, og Regin
þar sem frambjóðendum fækkaði
úr tíu í fimm. Þeir sem ekki hlutu til-
nefningu óskuðu allir nafnleyndar
og drógu framboð sín til baka.
„Margir vilja einungis gefa kost
á sér ef nafnleyndar er gætt og ef
þeir eiga völ á því að geta dregið
framboðið til baka, komist þeir
ekki á framboðslista tilnefningar-
nefndar,“ segir Katrín S. Óladóttir,
framkvæmdastjóri ráðgjafafyrir-
tækisins Hagvangurs og formaður
tilnefningarnefndar Sjóvár og situr
hún einnig í tilnefningarnefnd
Skeljungs. Hún tekur fram að fram-
boðslisti tilnefningarnefndar sé
lagður fram að lokinni ítarlegri
yfirferð og mati á framboðum sem
hafa borist. Oftast sé farið eftir áliti
nefndarinnar en þó séu dæmi um
að niðurstaða í stjórnarkjöri hafi
orðið önnur en tillaga nefndarinnar
hljóðaði uppá.
Sem dæmi um fjölgun framboða
til tilnefninganefnda má nefna að
framboðum til nefndar VÍS fjölgaði
úr sex í 18 á milli ára, framboðum til
nefndar Sjóvár fjölgaði úr sjö í fjór-
tán og framboðum til nefndar Reita
fjölgaði úr átta í þrettán.
Einfaldari þreifingar
Aðalfundur Eikar fasteignafélags
verður haldinn 10. júní og hefur
tilnefningarnefnd félagsins lagt
til að stjórn þess verði óbreytt.
Nefndinni bárust 14 framboð, en
flestir af þeim frambjóðendum sem
nefndin ræddi við svöruðu því til að
„þeir myndu draga framboð sitt til
baka ef þeir væru ekki tilnefndir til
stjórnarsetu,“ eins og það er orðað í
skýrslu nefndarinnar.
„Mín reynsla er sú að flestir fram-
bjóðendur eru að þreifa fyrir sér og
athuga hvort þeir komi til greina,“
segir Elín. Síðan taki við athugun
nefndarinnar á því hverjar þarfir
félagsins séu og hver sé æskileg sam-
setning stjórnar.
„Ef niðurstaða tilnefningar-
nefndar er sú að reynsla og þekk-
ing frambjóðenda falli ekki vel
að þörfum félagsins, eða að þeim
þörfum sé fullnægt með núverandi
stjórn, dregur fólk gjarnan framboð
sitt til baka.“
Elín segir að framboð til tilnefn-
ingarnefnda, og afturköllun þeirra,
séu ákveðin formfesting á því sem
var, áður en nefndunum var komið
á fót. Þá hafi fólk leitað til stærstu
hluthafa viðkomandi félags til þess
að athuga með möguleika á að kom-
ast í stjórn og hætt við framboð ef
það fann lítinn stuðning.
„Þetta er einfaldara ferli fyrir
frambjóðendur að því leyti að þeir
þurfa einungis að leita til einnar
nefndar í stað margra hluthafa. Og
það er faglegra að því leyti að niður-
staða nefndarinnar tekur tillit til
þarfa félagsins og samsetningar
stjórnar,“ bætir Elín við.
Flestir eiga erindi
Sem dæmi um fjölgun á milli ára í
framboðum til tilnefningarnefnda,
má nefna að framboðum til nefndar
VÍS fjölgaði úr sex í 18 á milli ára,
framboðum til nefndar Sjóvár
fjölgaði úr sjö í fjórtán og fram-
boðum til nefndar Reita fjölgaði úr
átta í þrett án.
Lesa má úr skýrslum nefnd-
anna að fátt sé um tilhæfulaus
framboð. Þannig segir í skýrslu
tilnefningarnefndar VÍS að allir
18 frambjóðendur hafi verið vel
hæfir og nefndarmenn Reita skrifa
að frambjóðendurnir þrettán hafi
allir verið með víðtæka menntun,
reynslu og þekkingu.
„Flestir hafa ástæðu til þess að
bjóða sig fram og geta átt erindi í
aðrar stjórnir þó að bakgrunnur
þeirra og reynsla henti ek ki
ákveðnu fyrirtæki á tilteknum
tímapunkti,“ segir Katrín hjá Hag-
vangi. Katrín telur að framboðum
til stjórna hafi fjölgað með tilkomu
tilnefningarnefnda þar sem nefnd-
irnar auglýsi og leiti eftir fram-
bjóðendum. Auk þess sé yngra fólk
reiðubúnara en áður að gefa kost á
sér til stjórnarsetu.
„Ég á frekar von á að framboðum
eigi bara eftir að fjölga þegar fram
í sækir,“ bætir Katrín við. „Oft sat
sama fólkið í mörgum stjórnum en
nú þykir það ekki æskilegt vegna
þess að stjórnarstörf í skráðum
fyrirtækjum eru heilmikil vinna.
Að setjast í slíkar stjórnir kallar á
talsverða undirbúningsvinnu fyrir
öf lugan stjórnarfund í hverjum
mánuði þar sem stjórnarfólk þarf
að vera vel undirbúið, virkt og hafa
nægan tíma. Þetta er orðið miklu
umfangsmeira starf en áður var.“
thorsteinn@frettabladid.is
Draga í land án tilnefningar
Margir afturkalla framboð til stjórnar hjá skráðu félagi og óska nafnleyndar, ef þeir hljóta ekki tilnefn-
ingu. Framboðum fjölgaði á milli ára. Nefndirnar sagðar auðvelda þreifingar.
Meirihluti skráðra félaga í Kauphöllinni hefur komið tilnefningarnefnd á fót. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fjárfesti fyrir
2,8 milljarða
króna í fyrra
Gunnar Páll Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri Alfa framtaks.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Vinnslustöðin hagnaðist um níu milljónir evra, jafnvirði 1,2 milljarða króna, í fyrra.
Til samanburðar hagnaðist útgerðin
um 6,7 milljónir evra árið áður. Hagn-
aður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta jókst um 8,4 prósent á milli ára
og nam 20,9 milljónum evra, jafnvirði
2,9 milljarða króna. Í fyrra var eitt
besta árið í rekstri fyrirtækisins.
„Árangurinn náðist þrátt fyrir að
engin loðna veiddist í fyrra og hum-
arvertíðin væri ekki svipur hjá sjón.
Mikilvæg forsenda góðrar rekstrar-
niðurstöðu er vel heppnaðar fjár-
festingar undanfarinna ára,“ segir í
tilkynningu.
Útgerðin mun greiða hluthöfum
fimm milljónir evra í arð, jafnvirði
750 milljóna króna. Miðað er við að
greiða út arðinn í haust að því gefnu
að lausafjárstaðan verði góð.
Stærstu hluthafar Vinnslustöðvar-
innar eru Seil með 37 prósenta hlut og
Fisk-Seafood með 30 prósenta hlut.
Stærstu hluthafar Seilar eru Kristín
Elín Gísladóttir, Haraldur Sveinbjörn
Gíslason og Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, forstjóri útgerðarinnar.
Fisk-Seafood er í eigu KS, Kaupfélags
Skagfirðinga.
Guðmundur Örn Gunnarsson,
stjórnarformaður Vinnslustöðvar-
innar, segir að nú sé verið að upp-
skera af uppbyggingu undanfarinna
ára. Á síðastliðnum fimm árum
hafi Vinnslustöðin fjárfest fyrir 86
milljónir evra eða 11,3 milljarða
króna á gengi hvers árs, þar af fyrir
69 milljónir evra eða 9,1 milljarð
króna á gengi hvers árs í varanlegum
rekstrarfjármunum, svo sem Breka
VE, nýju uppsjávarfrystihúsi, nýrri
frystigeymslu og endurnýjun í skipa-
flotanum.
„Ráðist var í þessar fjárfestingar
með markvissum hætti en hóflegri
skuldsetningu á hverjum tíma, það er
að segja félagið hefur alltaf haft borð
fyrir báru og arðgreiðsluhæfni félags-
ins var tryggð,“ segir hann.
Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar
voru 170 árið 2000 en 315 á árinu
2019. Þeir hefðu líklega verið um 350
ef loðna hefði veiðst og humar sömu-
leiðis. – hvj
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar um 1,2 milljarðar króna
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
forstjóri Vinnslustöðvarinnar.
3,5
milljarðar króna voru eigið
fé framtakssjóðsins Um-
breytingar í lok síðasta árs.
Framboð Framboð
til nefndar á fundi
VÍS 18 8
Eik 14 -
Sjóvá 14 9
Reitir 13 5
Festi 11 8
Reginn 10 5
Hagar 9 7
Sýn 9 5
Skeljungur 8 7
Arion 7 7
Síminn 6 5
Icelandair 5 5
TM 5 5
Origo - 5
✿ Framboð fyrir og eftir niður-
stöðu tilnefningarnefnda
Þetta er einfaldara
ferli fyrir frambjóð-
endur að því leyti að þeir
þurfa einungis að leita til
einnar nefndar í stað margra
hluthafa.
Elín Jónsdóttir, stjórnarformaður
Borgunar
3 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN