Fréttablaðið - 03.06.2020, Qupperneq 27
Starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafa aðgang að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomur ými við Austurvöll, í gegnum sér-
stakan samning sem borgin hefur
gert við eigendur vinnustofunnar.
Reykjavíkurborg greiðir alls 1,6
milljónir króna fyrir ársaðgang
starfsfólksins.
Þetta staðfestir upplýsingastjóri
Reykjavíkurborgar í svari við fyrir-
spurn Markaðarins en hann segir
að um sé að ræða tilraunaverkefni
til eins árs.
„Markmiðið með tilraunaverk-
efninu er einnig að bæta vinnuað-
stöðu starfsfólks og tryggja aðgang
að fundaaðstöðu utan stjórnsýslu-
bygginga á hagkvæmu verði,“ segir
í svari frá upplýsingastjóra Reykja-
víkurborgar.
Vinnustofa Kjarvals, sem var
opnuð í byrjun síðasta árs, spannar
um 400 fermetrar á efstu hæð sam-
liggjandi húsa númer 10 og 12 við
Austurstræti. Staðurinn, sem er
í eigu Hálfdanar Steinþórssonar,
stofnanda GoMobile, Hrannars Pét-
urssonar, aðstoðarmanns mennta-
og menningarmálaráðherra, og
Alexanders Arons Gylfasonar, sam-
kvæmt ársreikningi félagsins fyrir
árið 2018, hefur notið vinsælda
sem vettvangur fyrir vinnufundi
en einnig mannamót utan vinnu.
Fyrirtæki og einstaklingar semja
um aðgang að vinnustofunni, greiða
ársgjald, og geta nýtt hana til fund-
arhalda og af þreyingar. Eftir því
sem kemur fram í samningi Reykja-
víkurborgar við Vinnustofu Kjar-
vals er borgin með ellefu aðgangs-
kort, eitt fyrir hvert svið og hverja
skrifstofu sem ákvað að taka þátt,
en þau veita aðgang að vinnustof-
unni og veitingaaðstöðu alla daga
vikunnar. Hvert aðgangskort kostar
120 þúsund krónur auk virðisauka-
skatts og gildir til 1. nóvember 2020.
Í samningi Reykjavíkurborgar
við vinnustofuna er hún sögð „sér-
lega vel til þess fallin að taka á móti
erlendum og innlendum viðskipta-
vinum, hitta samstarfsfólk vegna
vinnu eða utan hennar, rækta tengsl
við aðra eða sinna störfum sínum í
næði frá dagsins önn“.
Á vinnustofunni er sögð góð
aðstaða til funda og samkomuhalds
og að boðið sé upp á drykki og léttar
veitingar. Opið er til klukkan 1 að
nóttu um helgar. Þá er henni einn-
ig lýst sem „vettvangi fyrir fólk úr
atvinnulífinu til að rækta tengsl
hvert við annað“.
Hvert og eitt kort gildir fyrir
fimm manns hverju sinni en ekki
er gerð athugasemd ef þeir eru fleiri.
Þá hafa starfsmenn borgarinnar for-
gang að viðburðum sem Vinnustofa
Kjarvals sendur fyrir á staðnum, til
dæmis á hátíðis- og tyllidögum.
Í svari frá upplýsingastjóra
Reykjavíkurborgar kemur fram að
á hverju ári leigi svið og skrifstofur
borgarinnar ýmis fundarrými utan
stjórnsýsluhúsanna til teymisvinnu
og fyrir starfsdaga, vinnustofur og
starfsþróunarviðtöl svo eitthvað sé
nefnt.
„Þörfin fyrir þetta hefur aukist
vegna aukinnar hagræðingar í hús-
næðismálum með opnum rýmum
og f leira starfsfólki undir sama
þaki,“ segir í svari upplýsinga-
stjórans sem bætir við að haustið
2019 hafi verið áætlaður kostnaður
vegna leigu á fundarrýmum utan
stjórnsýsluhúsanna og ákveðið að
kanna hvort hægt væri að finna hag-
kvæmar lausnir.
„Borgarritari hafði forystu um
að gera verðfyrirspurnir meðal
rekstraraðila sem gætu mætt þörf-
um borgarinnar í þessu efni. Að því
loknu þótti ljóst að fjárhagslegur
ávinningur væri af því að semja
við einn aðila sem mætt gæti fjöl-
þættum þörfum,“ segir jafnframt
í svari borgarinnar. Því hafi verið
ákveðið að fara í eins árs tilrauna-
verkefni með Vinnustofu Kjarvals í
Austurstræti.
Þá er reynsla borgarinnar af
verkefninu sögð hafa verið góð þar
sem margir hafi aðgang að vinnu-
stofunni og nýti hana til starfs-
mannasamtala, starfsdaga og lengri
teymisfunda.
thorsteinn@frettabladid.is
Borgin raðar starfsfólki sínu á Kjarval
Reykjavíkurborg útvegaði ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals fyrir starfsfólk á skrifstofu borgarinnar. Kostnaður vegna
kortanna nemur 1,6 milljónum króna. Borgin segir fjárhagslegan ávinning í því að semja við eitt fyrirtæki um leigu fundarrýmis.
Staðurinn dregur nafn sitt af listmálaranum Jóhannesi S. Kjarval sem var með aðstöðu í húsnæðinu.
519 5500
SÍÐUMÚLA 23 · 108 REYKJAVÍK · FASTBORG.IS
Húsráð sem
þú getur treyst
Til sölu - bókið skoðun Til sölu - bókið skoðun
Hæðir frá 115 fm Einbýlishús 442,7 fm 7 herbergi 5 metra lofthæð í stofu
Vandaðar eignir í grónu og skjólsælu umhverfi
Lautarvegur 40-44
Verð frá
77.500.000 Stutt í alla þjónustu
Sérinngangur Tvö baðherbergi
Sæbraut 1
Kjarvalshúsið, einstakt tækifæri til að eignast þetta sögufræga hús
Stendur á sjávarlóð með stórbrotnu útsýni
Böðvar löggiltur fasteignasali 660 4777 bodvar@fastborg.isÞóra löggiltur fasteignasali 777 2882 thora@fastborg.is
170 Seltjarnarnesi103 Reykjavík
Að selja fasteign er risastór ákvörðun
sem best er að taka að vandlega hugsuðu
máli. Við hjá Borg vitum að traust og
áreiðanleiki eru lykilatriði í fasteigna-
viðskiptum, enda búum við yfir áratuga-
langri reynslu á því sviði.
Eignin þín er í góðum höndum hjá okkur.
11M I Ð V I K U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 0 MARKAÐURINN